Færsluflokkur: Ljóð
Myndir úr lífi Dionu prinsessu sem tala sínu máli
Sunnudagur, 22. júní 2008
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forsætis- og utanríkisráðhera rifta undirskrift í beinni
Laugardagur, 14. júní 2008
Fyrir um 17 árum undirritaði utanríkisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands valfrjálsa en bindandi bókun sem skuldbatt Ísland til að hlíta úrskurði Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna undanbragðalaust ef til þess kæmi að hún þyrfti að úrskurða um mannréttindabrot á Íslandi. Færustu lögmenn hafa fullyrt að þessi samningur hafi þjóðréttarlegt gili og þar með ætti hann samkvæmt dómahefð að hafa réttaráhrif.
Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna riftu þessum samningi einhliða sjá hér
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hundaæði á Suðurnesjum!
Föstudagur, 13. júní 2008
Það er enginn hundur í Suðurnesjamönnum þessa dagana, þvert á móti hefur gripið um sig hundaæði og margir þeirra komnir í hundana. (Ekki farnir í hundana)
![]() |
Hundur á hverja tuttugu íbúa á Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað ef Ísland lenti í öryggisráðinu?
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Það hefur lengi legið fyrir að Bush og félaga langar að ráðast á Íran en á sjálfsagt óhægt um vik vegna hernaðarátakanna í Írak. En eins og hann segir heldur hann öllum möguleikum opnum og mun þá væntanlega freista þess að fara með málið fyrir öryggisráðið. Þessa dagana gera stjórnmálamenn flest til að komast í öryggisráðið og hafa meðal annars stofnað til stjórnmálasambands við mannætu í því skyni Sjá hér Innan stjórnarflokkanna er í gangi samkvæmisleikur þar sem menn spekúlera hver hreppi hnossið og komist í sætið. Verður það Össur eða Árni Matt? Komi til þess að íslenska ríkisstjórnin komist í öryggisráðið geta afleiðingarnar orðið eftirfarandi:
1. Ef Íslendingar hafna innrás gera þeir Bush og hans menn fúla.
2. Íslendingar samþykkja innrás og fá múslima upp á móti sér.
Þannig gæti þessi kostnaðarsami samkvæmisleikur, sem menn héldu að snérist um að útvaldir lyfti kristalsglösum með dýrum vínum og þiggji góð skattfrjáls laun, snúist upp í leiðindi.
Verður Össur eða Árni Matt fyrir valinu?
![]() |
Bush: Vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunni við Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ríkisstjórnin ætlar ekki að virða mannréttindi á Íslandi
Sunnudagur, 1. júní 2008

Ríkisstjórnin hefur nú lýst því yfir að hún ætlar að hundsa niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og greiða ekki bætur til þeirra manna sem mannréttindi voru brotin á eins og mannréttindanefndin ályktaði að skyldi gert.
Margir hæstaréttarlögmenn og fyrrum hæstaréttardómari hafa fullyrt að úrskurður nefndarinnar sé bindandi að þjóðarrétti. Það gerir líka Aðalheiður Ámundadóttir laganemi sem unnið hefur að ritgerð um álit mannréttindanefndarinnar, um mál þetta segir hún: "Má þar fyrst nefna að Íslenska ríkið hefur fullgilt hina 'valfrjálsu bókun' þess efnis að einstaklingar geti sent erindi til nefndarinnar til umsagnar. Bókunin er sérstakur viðauki við mannréttindasamninginn og því sérstakur þjóðréttarsamningur. Að auki er bókunin valfrjáls og ríkinu bar engin skylda til að fullgilda hana. Ríkið gerði það hins vegar og því er ansi fjarstæðukennt að ætla nú að hafa það að engu."
Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa lýst því yfir að að ríkisstjórninni beri ekki að virða þennan úrskurð. Þau hafa þessi í stað ákveðið að þæfa málið í nefnd og segjat ætla að fikra sig í átt að áliti mannréttindanefndarinnar á löngum tíma. Byrjunin lofar ekki góðu þ.e. að neita að greiða nokkrar bætur til þeirra einstaklinga sem sannanlega voru brotin mannréttindi á.
![]() |
Ekki forsendur til að greiða skaðabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ingibörg Sólrún staðhæfir að úrskurður mannréttindanefndar S.Þ. sé ekki úrskurður
Sunnudagur, 1. júní 2008
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ég er að koma frá spákonu, sem spáði fyrir mér í beinni á Sögu!
Miðvikudagur, 2. apríl 2008

Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ríkisstjórnin er enn hissa.
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
tilkynnti að það hefði tekið
lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna þriggja til skoðunar með
möguleika á lækkun. Ef sú verður niðurstaðan munu lánakjör bankana
versna enn meir, með tilheyrandi vandræðum fyrir einstaklinga og
fyrirtæki. Hlutabréfavísitala og króna féllu í morgun og ekki bæta
þessar fréttir úr. Staðan er þannig að ríkið verður að hjálpa til að
afstýra því að bankarnir fari á hausinn.
![]() |
Lánshæfi bankanna endurskoðað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Athyglisverð tillaga greiningardeildar Merrill Lynch til ríkisstjórnarinnar
Þriðjudagur, 1. apríl 2008

Greiningardeild Merrill Lynch, hvetur íslenska ríkið til að kaupa öll skuldabréf íslensku bankana sem eru á gjalddaga næstu þrjú árin, til að slá á þá upplausn og móðursýki sem upplausn sem tengist þeim. Áhættan í þessu er óveruleg þar sem eignastaða bankana er góð en vandi þeirra felst í fjármagnsflæði. Áhættan sem tekin er með því að gera ekki neitt er margfalt meiri. Ríkisstjórnin er enn hissa á ástandinu, hún hefur verið upptekin við að leysa ættflokkaríg í Afganistan og reyna að koma Íslandi í öryggisráðið. Nú er rétt að setja þau gæluverkefni til hliðar og fjárfesta í þessu brýna verkefni.
Sumir stjórnmálamenn sjá þessa stóla í hillingum.
![]() |
Vildi gera Ís-land gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Enn er ríkisendurskoðun svívirt, misnotuð og nauðgað!
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Ríkisendurskoðun hefur nú gefið Þróunarfélagi Keflavíkur "syndakvittun", eins og henni var ætlað að gera. Átti virkilega einhver von á öðru en að ríkisendurskoðun, sem er endurskoðandi reikninga Þróunarfélagsins gefi út umbeðið vottorð á eigin verk? Ekki trúi ég því en samt er þessu slegið upp sé frétt. Það virðist vera komin hefð á að ef eitthvað vafasamt er á ferðinni, sem stjórnmálamönnum þykir óþægilegt er ríkisendurskoðun kölluð til og látin gefa út syndakvittun t.d. þegar farið er yfir á fjárlögum. En svo eru auðvitað tilfallandi neyðartilvik eins og þegar ríkisendurskoðun var látin leggja blessun sína yfir sölu á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum til Eglu og síðar hæfi Halldórs Ásgrímssonar við söluna árið 2005, sem ríkisendurkoðnun staðfesti.
Grímseyjarferjumálið var bara smotterí fyrir ríkisendurskoðun að skúra.
![]() |
Ekki skylda að bjóða eignir út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)