Ég er að koma frá spákonu, sem spáði fyrir mér í beinni á Sögu!

  Ég er  bæði sleginn og dasaður enda er ég að koma  frá Torfa  Geirmundssyni sem ætlaði að spjalla við mig um ginseng en skellti mér í meðferð hjá Sirrý  spákonu  sem jafnframt er norn  að eigin sögn.  Ég dró 30 spil og  flett var ofan af fortíð minni  og upplýst um framtíðina og  heimilishagi  í beinni útsendingu. Ég vona bara að enginn hafi verið að hlusta! Fortune%20Teller%2002

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þessu missti ég af, hvað sagði hún svona í lausum dráttum, er framtíðin þín hálf fullt glass af vatni eða hálf tómt Ég get ekki ímyndað mér annað enn að það verið  hálf fullt af jákvæðni og spennandi dögum framundan.

knús og kv

Linda, 2.4.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flowers - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæll Siggi sæti.

Dans á rósarblöðum í framtíðinni en ekki á rósarstilkum?

Kannski næsti forsætisráðherra eða forseti Íslands?

Kannski tilvonandi biskup Lúterskukirkjunnar?

Ég bý á hjara veraldar og Útvarp Saga er ekki hérna nema að sjálfsagt er hægt að heyra frá Útvarpi Sögu í gegnum adsl.

Vona að þú jafnir þig á að hafa hitt Sirrý. Ég hefði ekki viljað vera í þínum sporum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldrei neitt að marka svona spár, alveg eins og get að spá í þetta sjálfur. En það getur samt verið gaman af þessu.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 19:03

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sælar Linda, Rósa og Ásdís.  Hún upplýsi ýmislegt og gaf eitt og annnað í skyn, varðandi lífsnautnir, áfengisdrykkju, kvennamál  og fjölskylduhagi. Þess utan lýsti hún mínum karakter, sem ég kannast nú reyndar ekki við en hún sagði mér að það staðfesti raunar allt sem hún sagði vegna þess að enginn er dómari í eigin sök.  Eitt veit ég að hún spáð'i nákvæmlega rétt þegar hún sagði að það væri bjart yfir börnunum mínum.

Sigurður Þórðarson, 2.4.2008 kl. 19:47

5 Smámynd: halkatla

hehe, Guðlaugur þú verður að mæta til spákonu aftur undir lok september, athuga hvað hún segir þá

annars finnst mér alveg þurfa hugrekki til ef maður leyfir spákonum að opinbera allt svona í beinni

halkatla, 2.4.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gulli, já það er merkilegt hvernig þær sjá þetta allt.  Anna, ég hélt að ég hefði svo lítið að fela. Annað kom í ljós þegar spilunum var flett!

Sigurður Þórðarson, 3.4.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Spákonu? Gaaaaarg!    tíhí ....  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2008 kl. 08:23

8 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Já, varst þetta þú?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 3.4.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband