Hvað ef Ísland lenti í öryggisráðinu?

Það hefur lengi legið fyrir að Bush og félaga langar að ráðast á Íran en á sjálfsagt óhægt um vik vegna hernaðarátakanna í Írak. En eins og hann segir heldur hann öllum möguleikum opnum og mun þá væntanlega freista þess að fara með málið fyrir öryggisráðið. Þessa dagana gera stjórnmálamenn flest til að komast í öryggisráðið og hafa meðal annars stofnað til stjórnmálasambands við mannætu í því skyni Sjá hér   Innan stjórnarflokkanna er í gangi samkvæmisleikur þar sem menn spekúlera hver hreppi hnossið og komist í sætið. Verður það Össur eða Árni Matt? Komi til þess að íslenska ríkisstjórnin komist í öryggisráðið geta afleiðingarnar orðið eftirfarandi:

1. Ef Íslendingar hafna innrás gera þeir Bush og hans menn fúla.

2. Íslendingar samþykkja innrás og fá múslima upp á móti sér.

Þannig gæti þessi kostnaðarsami samkvæmisleikur, sem menn héldu að snérist um að útvaldir lyfti kristalsglösum með dýrum vínum og þiggji góð skattfrjáls laun, snúist upp í leiðindi.

council2

 

Verður Össur eða Árni Matt fyrir valinu?


mbl.is Bush: Vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunni við Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er sorlegt hvernig búið er að henda nú þegar milljarði í þessa meiriháttar
vitleysu og það nú undir forystu formanns hérlendra ,,jafnaðarmanna".

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.6.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband