Færsluflokkur: Ljóð
Þroskahefur maður í "ruslinu"
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Kannski hægt sé að spara fyrir launum Gísla Marteins?
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Tjarnarkvartettinn vonaðist eftir að Ólafur veiktist!
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Óskar Bergsson í bersöglisviðtali: "Þegar Ólafur F. Magnússon varð borgarstjóri segist Óskar hafa talið að besta leiðin til að fella meirihlutann væri að minnihlutaflokkarnir sýndu að þeir væru tilbúnir að taka við stjórn borgarinnar þegar Ólafur færi frá. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú að Ólafur hefur færst allur í aukana á þeim tíma sem liðinn er og því fjaraði út það markmið Tjarnarkvartettsins að bíða eftir völdunum, segir hann."
Margrét var tilbúin til að hlaupa til og fella meirihlutann ef Ólafur veiktist og fékk að launum vel borgaða nefndarsetu. Þegar Ólafur F. Magnússon leitaði eftir samvinnu við Samfylkinguna um kjör í nefndir setti hún þau ósvífnu skilyrði að Margrét yrði valin. Þegar ekki var gengið að þessum afarkostum skipaði Samfylkingin Margréti og vinkonu hennar í ýmsar nefndir. Þannig sýnir Samfylkingin hvernig hún verðlaunar veiklundaða einstaklinga sem eru tilbúnir til að svíkja kjósendur sína.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skúbb! Framsóknarfélögin í Rvk. með fund í kvöld
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að Ólafur hafi boðist til að standa strax upp úr borgastjórastólnum strax, gegn því að halda í málefnasamninginn. Þetta mun ekki duga enda gætir vaxandi óþreyju hjá vissum peningaöflum í garð meirihlutans. Framsóknarfélögin í Reykjavík eru með (leyni)fund í kvöld, þeir sem til þekkja vita að til slíks fundar er ekki boðað nema fyrir liggi samningur.
![]() |
Samstarfið á endastað" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Aumt hlutskipti lögreglunnar
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
![]() |
Bátur Ásmundar innsiglaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Skúbb! Ásmundur á leið í land
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Ásmundur formaðurinn frækni, á Júlíönu Guðrúnu er á leið til hafnar í Sandgerði í fylgd varðskips. Á bryggjunni bíða lögreglumenn og borðalagðir embættismenn en auk þeirra er þar almenningur í þeim tilgangi að fagna þessari sjóbörðu hetju hafsins.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skúbb! Aldraður sjómaður handtekinn fyrir að mótmæla mannréttindabrotum
Fimmtudagur, 31. júlí 2008

Frá því land byggðist hafa Íslendingar sótt sér og sínum björg í hafið með því að róa til fiskjar. Undanfarnar vikur hafa þeir Ásmundur Jóhannsson (66) og Pétur Valberg Helgason (70) einnig nýtt frumburarétt sinn sem Íslendingar á bátnum Júlíönu Guðrúnu eins og alþjóð veit. Þannig eru þeir að stunda þá einu vinnu sem þeir kunna og mótmæla mannréttindabrotum íslenskra stjórnvalda sem hafa reynt að sölsa auðlindina undir útvalda.
Klukkan 10:00 í morgun var Ásmundur kallaður til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni í Keflavík og kærður fyrir meintar ólögmætar veiðar. Ásmundur tjáði mér að lögreglumennirnir hefðu verið sérlega kurteisir og tekið fram að þetta væri ekki þeirra vilji, þeir væru bara að vinna vinnuna sína. Þannig voru þeir í raun miður sín yfir að þurfa að hlýða kerfinu og trufla þessa öldnu sjógarpa við að mótmæla mannréttindabrotum stjórnvalda. Þessar öldnu hetjur ætla ekki að leggja árar í bát og hætta að mótmæla mannréttindabrotum, fyrr en þau verða aflögð.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sigur fyrir tjáningarfrelsið
Mánudagur, 28. júlí 2008
Það er mjög gott mál að héraðsdómur sýknaði Kastljós í þessu miskabótamáli. Það er hollt fyrir lýðræðið ef fjölmiðlum tekst að veita ráðamönnum aðhald. Samtryggingar pólitíkusar úr flestum flokkum (Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokk) voru samtaka í að vita ekkert um að stúlkan væri tengdadóttir ráðherra og byggi á heimili hans . Það var því hrein tilviljun að þeir afgreiddu málið með öðrum hætti en venja er til. (Þessu mótmælti Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra) "Því var ekki sannað að þeir hefðu haft rangt við". En ef þeir hefðu fengið fréttamennina dæmda þess til viðbótar fyrir að segja frá, þá hefðu þeir bitið höfuðið af skömminni.-
![]() |
Starfsmenn Kastljóss sýknaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er rétt að pynta eða refsa einkabílstjóra?
Föstudagur, 25. júlí 2008
Einkabílstjóri Osama Bin Laden, Salim Hamdan, sem sætt hefur einangrun og pyntingum í 6 ár mætir nú í fyrsta skipti fyrir herdómstól í svokölluðum "réttlætisbragga" í Guantanamo búðunum. Salim sætir nú ákæru fyrir að hafa verið einkabílstjóri Osama og gæti fengið líftíðardóm fyrir að aðstoða hryðjuverkamenn. Hinn meinti einkabílstjóri er ómenntaður tveggja barna faðir og telur verjandi hans að hann skilji hvorki upp né niður í þessu máli. Einhverjar líkur eru á sýknu vegna þess að dómarinn hefur úrskurðað að játningar sem fengnar voru með grófum pyntingum skuli ekki teknar gildar. En það mun þó ekki leysa mál Salim því þó hann verði sýknaður mun hann ekki losna því ekkert land tekur við föngum frá Guntanamó. Hefur þessi maður ekki kvalist nóg?
![]() |
Áfram í Guantánamo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kvótagreifarnir fá ekki hlut af þessum þorskum (sjá mynd)
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Varðar nauðgun á börnum ekki almannaheill?
Föstudagur, 4. júlí 2008
Sálfur myndi ég svara þessari spurningu játandi.
Maður þekkir mýmörg dæmi þess að smákrimmar séu dæmdir í öryggisgæslu vegna ítrekaðra brota. Þetta er ekki gert til að verja rannsóknarhagsmuni heldur vegna almannaheilla, þar sem ekki er talið öruggt að viðkomandi láti af ætlaðri iðju sinni meðan hann bíður dóms.
Nú sætir fullorðinn maður rannsókn vegna meintra marítrekaðra brota gegn börnum og ætlaðar sakir eru það alvarlegar að í mörgum slíkum tilvikum missa fórnarlömbin andlega heilsu sína fyrir fullt og allt. Samt er meiningin að sleppa honum lausum! Ég er ósammála því mati að taka beri vægar á þessum brotum en t.d. ítrekuðu hnupli. Eru ekki allir sammála því að þetta varði almannaheill?
![]() |
Gæsluvarðhaldsúrskurður til Hæstaréttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)