Ríkisstjórnin er enn hissa.

Í hádeginu bárust slæmar fréttir: Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch
tilkynnti að það hefði tekið
lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna þriggja til skoðunar með
möguleika á lækkun.  Ef sú verður niðurstaðan munu lánakjör bankana
versna enn meir, með tilheyrandi vandræðum fyrir einstaklinga og
fyrirtæki. Hlutabréfavísitala og króna féllu í morgun og ekki bæta
þessar fréttir úr.  Staðan er þannig að ríkið verður að hjálpa til að
afstýra því að bankarnir fari á hausinn.
mbl.is Lánshæfi bankanna endurskoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli þau verði ekki þekkt fyrir það að gera ekki neitt heima hjá sér, en þvælast um veröld alla til að reyna að komast inn í öryggisráðið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já þetta er afar sorglegt ástand orðið. Og eru bankarnir byrjaðir að herða sultarólina, það get ég staðfest! Hvar ég vinn skiptir ekki máli en ég get vottað það, að þetta eigi ekki eftir að hjálpa til við að rétta af efnahaginn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jæja, sem betur fer hafði þetta lítil áhrif samkvæmt þessari frétt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 17:42

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Thumbs Up  Langar bara að senda smákveðju. Er að hressa mig við á smá blogg lestri.   Double Kiss 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 18:34

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ásthildur, mér sýndist það í Kompásnum í kvöld, Gulli, Guðsteinn og Ásta takk fyrir innlit, kveðjur og athugasemdir.

Sigurður Þórðarson, 1.4.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband