Færsluflokkur: Menntun og skóli

Geir taki Bush sér til fyrirmyndar

Það er ekki bara á Íslandi sem þjóðarleiðtogum leiðist að þurfa að taka tillit til mannréttinda. Til dæmis hundleiðist Bush að þurfa að gera það en hann ætlar samt að hlíta dómi. Geir Haarde hefur margsagt að hann þurfi ekki að fara að úrskurði mannréttindanefndarinnar og er búinn að steingleyma að Ísland hefur skuldbundið sig til þess. Ég veit ekki hvort það er alltaf heppilegt hjá forystumönnum Sjálfstæðisflokksins að líta á Bush sem fyrirmynd en Geir mætti gera það núna.

bush%20frustrated

 

 

 

 

Bush er fúll en lætur sig hafa það.  Geir ætti að gera það líka.


mbl.is Bush segist hlíta dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju vill ríkisstjórnin viðhalda mannréttindabrotum?

solla_og_geiri

Frjálslyndi flokkurinn var fyrst of fremst stofnaður til höfuðs mannréttindabrotum í sjávarútvegi.     Hann vill skynsamlegri og réttlátri nýtingu sjávarauðlindarinnar byggðunum og þjóðinni til heilla og afnema kvótakerfið sem leiðir til brottkasts. Stjórnvöld vilja verja misskiptinguna í formi lénaskipulags, þó hún leiði til byggðaröskunar, sóunar verðmæta vegna brottkasts, skarðari hlut  vistvænna fiskveiða, minnkandi fiskistofna og lægri tekna fiskimanna og fiskverkafólks, hafi leitt til skuldsetinnar greinarinnar auk þess sem hún kemur í veg fyrir endurnýjun í greininni.  Þetta sem misvitrir stjórnmálamenn kalla "besta fiskveiðistjórnunarkerfi heimsins" hefur í raun kostað þjóðarbúið hundruð milljarða í tekjum og er þá ekki tekið tillit til byggðaröskunar. Þessu vilja stjórnvöld ekki breyta, röksemdirnar eru þær að mannréttindabrotin hafi varað svo lengi.  Geir og Ingibjörg keppast við að lýsa því yfir að ekki þurfi að fara að úrskurði mannréttindanefndarinnar enda sé þetta bara hennar álit.  Vita forsætis- og utanríkisráðherra ekki að Ísland skuldbatt sig til að fara að úrskurði nefndarinnar?  

Að gefnu tilefni þurfum við að tryggja að auðlindir þjóðarinnar verði ekki einkavinavæddar og Íslendingar sitji við sama borð þegar kemur að nýtingu þeirra.  

 


Olíukreppa, hagur Íslands?

Sú var tíðin að menn litu á olíuverðshækkanir sem mikla ógn fyrir viðskiptajöfnuðinn. Þessu hefur orðið meiri breyting á en margur áttar sig á. Nú er svo komið að landið flytur út svipað magn orku í formi áls og járnblendis og flutt er inn af fljótandi eldsneyti á farartæki lofts, láðs og lagar.  Að vísu eru stærstu sölusamningar okkar á raforku margir til langs tíma þar sem verðið er langt undir heimsmarkaðsverði. Þannig var atvinnuástandið á Austfjörðum notað sem skálkaskjól fyrir óhagstæða raforkusamninga til 40 ára. Háhitasvæðin eru gríðarleg náttúruleg og endurnýjanleg auðlind sem getur orðið Íslendingum til hagsbóta ef þeir sýna fyrirhyggju.

En það fer furðu hljótt um stóra lottóvinninginn sem Íslendingar geta verið með við Jan Mayen þar sem miklar  líkur eru á að olía og gas finnist og við eigum vinnsluréttindi ef við sýnum frumkvæði, annars falla þau niður. Norðmenn hafa áhyggjur af því að við verðum fyrri til.  Olíulindirnar ná oft yfir landamæri tveggja eða fleiri ríkja  og því er hægt að soga olíuna upp frá einum stað, því getur þetta orðið kapphlaup.  Kristinn Petursson skrifar um þetta í dag

 


mbl.is Olían hefur hækkað um 100%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef Ísland lenti í öryggisráðinu?

Það hefur lengi legið fyrir að Bush og félaga langar að ráðast á Íran en á sjálfsagt óhægt um vik vegna hernaðarátakanna í Írak. En eins og hann segir heldur hann öllum möguleikum opnum og mun þá væntanlega freista þess að fara með málið fyrir öryggisráðið. Þessa dagana gera stjórnmálamenn flest til að komast í öryggisráðið og hafa meðal annars stofnað til stjórnmálasambands við mannætu í því skyni Sjá hér   Innan stjórnarflokkanna er í gangi samkvæmisleikur þar sem menn spekúlera hver hreppi hnossið og komist í sætið. Verður það Össur eða Árni Matt? Komi til þess að íslenska ríkisstjórnin komist í öryggisráðið geta afleiðingarnar orðið eftirfarandi:

1. Ef Íslendingar hafna innrás gera þeir Bush og hans menn fúla.

2. Íslendingar samþykkja innrás og fá múslima upp á móti sér.

Þannig gæti þessi kostnaðarsami samkvæmisleikur, sem menn héldu að snérist um að útvaldir lyfti kristalsglösum með dýrum vínum og þiggji góð skattfrjáls laun, snúist upp í leiðindi.

council2

 

Verður Össur eða Árni Matt fyrir valinu?


mbl.is Bush: Vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunni við Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andfúll og eitraður koss!

c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorgc_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorg

 

 

 

 

 

Þessi eitraði koss insiglaði stuðning Samfylkingarinnar við mannréttindabrot á sjómönnum út kjörtímabilið.


Styrmir kveður

Það er örugglega ekki létt verk að taka við af Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgunblaðsins og fáum ef nokkrum betur treyst til þess en Ólafi Þ. Stephensen, sem hefur vaxið með hverjum vanda eins og hann á ætt til.

Vonandi mun Styrmir samt ekki hætta þátttöku í þjóðmálaumræðu, þá væri skarð fyrir skildi.  


mbl.is Ritstjóraskipti á Morgunblaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin ætlar ekki að virða mannréttindi á Íslandi

%7Bca78e02a-a5e3-4946-bf0c-7f532d7e268b%7D_isb-+-gh-haarde

Ríkisstjórnin hefur nú lýst því yfir að hún ætlar að hundsa niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og greiða ekki bætur til þeirra manna sem mannréttindi voru brotin á eins og mannréttindanefndin ályktaði að skyldi gert.

Margir hæstaréttarlögmenn og fyrrum hæstaréttardómari hafa fullyrt að úrskurður nefndarinnar sé bindandi að þjóðarrétti. Það gerir líka Aðalheiður  Ámundadóttir laganemi sem unnið hefur að ritgerð um álit mannréttindanefndarinnar, um mál þetta segir hún: "Má þar fyrst nefna að Íslenska ríkið hefur fullgilt hina 'valfrjálsu bókun' þess efnis að einstaklingar geti sent erindi til nefndarinnar til umsagnar. Bókunin er sérstakur viðauki við mannréttindasamninginn og því sérstakur þjóðréttarsamningur. Að auki er bókunin valfrjáls og ríkinu bar engin skylda til að fullgilda hana. Ríkið gerði það hins vegar og því er ansi fjarstæðukennt að ætla nú að hafa það að engu."

Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa lýst því yfir að að ríkisstjórninni beri ekki að virða þennan úrskurð. Þau hafa þessi í stað ákveðið að þæfa málið í nefnd og segjat ætla að fikra sig í átt að áliti mannréttindanefndarinnar á löngum tíma. Byrjunin lofar ekki góðu þ.e. að neita að greiða nokkrar bætur til þeirra einstaklinga sem sannanlega voru brotin mannréttindi á.   

 

 


mbl.is Ekki forsendur til að greiða skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómannadagur í skugga mannréttindabrota ríkisstjórnarinnar

Sjómannadagurinn hefur mikla þýðingu í huga okkar sem höfum stundað sjó stóran hluta ævinnar, þannig þarf maður ekki að hugsa sig um ef maður er spurður hvar maður hafi verið tiltekinn sjómannadag. Á morgun verður sjómannadagsins minnst með eftirminnilegri hætti en áður þökk sé konum í Frjálslynda flokknum sem skipuleggja mótmæli við kvótakerfinu, mannréttindabrotum gegn sjómönnum.  Safnast verður saman fyrir utan stjórnarráðið kl:13:30 í friðsamlegum mótmælum og síðan gengið niður á hafnarbakka með sól í hjarta.

 Í Fréttablaðinu í dag var "frétt" á þá leið að tæp 90% kvótans hafi skipt um hendur. (Ég segi ekki eign vegna þess að úthlutunin myndar ekki eignarétt) Þetta er ekki rétt langstærsti hluti þessarar yfirfærslu gerðist árið 1994 þegar flest fyrirtæki bættu við ehf og skiptu um kennitölu vegna skattaívilnana, án þess að skipta um eigendur.  Samt birtir Fréttablaðið þessa affluttu gömlu "frétt" ár eftir ár.

Í sama blaði birtist ritstjórnargrein eftir Þorstein Pálsson annan tveggja höfunda kvótakerfisins (hinn var Halldór Ásgrímsson). Stundum er sagt að enginn sé dómari í eigin sök. Aldrei hefur það verið ljósara en við lestur þessarar greinar. Þorsteinn telur að ekki sé hægt að stunda sjávarútveg með hagnaði án þess að fremja mannréttindabrot og afhjúpar þannig vanþekkingu sína á þeirri grein. Hann heldur því ranglega fram að vegna kvótakerfisins (les mannréttindabrota) skili greinin hagnaði. Þetta er sami maðurinn og var með grástafina í kverkunum yfir bágri stöðu útgerðarinnar fyrir örfáum mánuðum síðan og því yrði að fella niður auðlindagjald upp á 130 aura pr. kíló, þó hann kvarti ekki fyrir hönd leiguliðana sem borga 200 krónur í leigu fyrir kílóið.  Þessar tvær fullyrðingar Þorsteins geta ekki báðar verið réttar. Því miður þá er staðreyndin sú að útgerðin stendur víða höllum fæti einmitt vegna kvótakerfivalberg_4sins.  Því mun ég gera skil í blaði ritstjórans innan tíðar. 

 

 


mbl.is Mannréttindabrotum vísað á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkisstjórnin skipuð mannréttindaníðingum?

 Þessu hélt Grétar Mar Jónsson, fram í þingræðu á alþingi í gær og uppskar ávítur og bjölluslátt frá þingforseta, sem er samfylkingarmaður og var á móti kvótakerfinu áður en flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Gamalt máltæki segir að "sannleikanum sé hver sárreiðastur".  Var bjölluslátturinn þess vegna svona ákafur?  Mannréttindanefnd Sameinu þjóðanna hefur úrskurðað að það séu mannréttindabrot að mismuna þegnunum með því að búa til lénaskipulag í sjávarútvegi. 922
Mér finnst framkoma Geirs í þessu máli heldur aumleg. Hann heldur því ranglega framað við séum ekki skuldbundin til að fara að úrskurði mannréttindanefndarinnar.  Hvað er maðurinn að meina?  Með þessu opinberar forsætisráðherrann vanþekkingu sína á alþjólegum skuldbindingum landsins.  En segjum að hann hefði nú rétt fyrir sér finnst honum þá allt í lagi að brjóta mannréttindi?

Að hinu leytinu finnst mér það slappt hjá forsætisráðherra að sega að "lögfræðingar muni svara mannréttindanefndinni". Íslensku lögfræðingarnir eru búnir að skila greinargerð úrskurðurinn er fallinn.  Mannréttindanefndin er að bíða svara um hvenær ríkisstjórnin ætlar að láta af mannréttindabrotum. Þetta hljómar eins og pörupiltur sem staðinn er að verki og segist ekki svara fyrr en lögfræðingurinn komi, í veikri von um að honum verði reddað. 

 

 


mbl.is Þingi frestað fram í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju þóttist Halldór trúa á gereyðingavopnin?

Það er rétt hjá Condoleezzu Rice sem hún sagði : "Það voru ekki einungis Bandaríkin sem töldu að hann (Hussein) réði yfir gereyðingarvopnum sem voru falin," 

Það voru tveir menn á Íslandi sem þóttust amk trúa því líka þ.e. Halldór og Davíð. Þeir sem þekkja Halldór segja að hann sé það greindur að hann myndi aldrei trúa svona vitleysu.

Halldor_David

 

 

Halldór hélt í vonina um a20040706-2_hx0l0928jpg-515hð verða forsætisráðherra og þóttist trúa á  gereyðingavopnin.

 

 Búsh er átrúnaðagoð Davíðs og hann trúir öllu sem Búsh segir.  


mbl.is Rice ver ákvörðun um innrás í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband