Olíukreppa, hagur Íslands?

Sú var tíðin að menn litu á olíuverðshækkanir sem mikla ógn fyrir viðskiptajöfnuðinn. Þessu hefur orðið meiri breyting á en margur áttar sig á. Nú er svo komið að landið flytur út svipað magn orku í formi áls og járnblendis og flutt er inn af fljótandi eldsneyti á farartæki lofts, láðs og lagar.  Að vísu eru stærstu sölusamningar okkar á raforku margir til langs tíma þar sem verðið er langt undir heimsmarkaðsverði. Þannig var atvinnuástandið á Austfjörðum notað sem skálkaskjól fyrir óhagstæða raforkusamninga til 40 ára. Háhitasvæðin eru gríðarleg náttúruleg og endurnýjanleg auðlind sem getur orðið Íslendingum til hagsbóta ef þeir sýna fyrirhyggju.

En það fer furðu hljótt um stóra lottóvinninginn sem Íslendingar geta verið með við Jan Mayen þar sem miklar  líkur eru á að olía og gas finnist og við eigum vinnsluréttindi ef við sýnum frumkvæði, annars falla þau niður. Norðmenn hafa áhyggjur af því að við verðum fyrri til.  Olíulindirnar ná oft yfir landamæri tveggja eða fleiri ríkja  og því er hægt að soga olíuna upp frá einum stað, því getur þetta orðið kapphlaup.  Kristinn Petursson skrifar um þetta í dag

 


mbl.is Olían hefur hækkað um 100%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Helsti hagur landsins af olíuverðinu er hversu lítið af olíu við í rauninni erum að nota. Munar þar mest um húshitunina.

Gestur Guðjónsson, 12.6.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gestur, þetta er rétt hjá þér en allt stefnir í að við verðum í plús þjóðhagslega þegar olían hækkar.

Sigurður Þórðarson, 12.6.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband