Færsluflokkur: Menntun og skóli

Ráðherrar krafðir svara um mannréttindabrot

Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður fyrir réttum 10 árum með það að meginmarkmiði að stöðva mannréttindabrot í sjávarútvegi. Skeleggir talsmenn Frjálslynda flokksins þeir Guðjón Arnar Kristjánsson, Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson minntu allir ríkisstjórnina á að nú eru einungis 11 dagar eftir af þeim fresti sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gaf henni til að stöðva mannréttindabrotin. Ekkert bólar á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og Geir Haarde hefur ranglega sagt að Ísland sé ekki skuldbundið til að fara að úrskurði nefndarinnar. Þetta er ekki rétt íslenska ríkið er skuldbundið að alþjóðalögum að virða mannréttindi borgarana og íslenska ríkið hefur skuldbundið  sig til að virða úrskurði nefndarinnar um þetta er ekki deilt.  Hvað er Geir þá að meina?  Ætlar hann að hundsa úrskurðinn og komast þannig í vafasaman félagsskap örfárra þjóðhöfðingja í þriðja heiminum?  


mbl.is „Ósamstíga stjórn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

59,4% sjálfstæðismann vilja fugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.

Á sínum tíma þegar kosið var um veru flugvallarins í Vatnsmýrinni reyndist naumur meirihluti fyrir því að flytja flugvöllinn. Reyndar var málið illa kynnt og kosningaþátttaka var svo lítil að hún taldist ekki bindandi. En eftir því sem málið hefur verið rætt betur og fleiri fletir komið í ljós hefur stuðningur við áframhaldandi  veru flugvallarins í Vatnsmýrinni vaxið. Aðrir staðir á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki staðist öryggiskröfur að mati flugmanna. Það er augljóslega hagræði að innanlandsflugið sé nálægt stjórnsýslunni og öryggisatriði að hann sé skammt frá hátæknisjúkrahúsi. Mikill og vaxandi meirihluti Reykvíkinga sem áttar sig á þessu, getur verið þakklátur Ólafi F. Magnússyni fyrir að standa fast við þetta kosningaloforð F-listans. Þar með meirihluti sjálfstæðismanna, sem eru sama sinnis, en ný foringjaefni flokksins, þau Hanna Birna og Gísli Marteinn, sem ganga ekki í takt við 59,4% kjósenda flokksins. Væntanlegur foringi flokksins mun ekki geta gengið þvert á vilja meirihluta kjósenda sinna. Meðal kosta flugvallarins eru: Aðflug af hafi, bestu veðurskilyrði, öryggisatriði vegna sjúkraflugs og þægindi vegna nálægðar við stjórnsýsluna.                                birk_flugnet

 

 

Meðal kosta flugvallarins eru: Öruggissjónarmið og þægindi.


mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan heldur innreið sína innan tíðar.

david_oddsson1 geir_og_solla Háir stýrivextir seðlabankans eru byrjaðir að bíta að sögn Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Með nokkurri eftirvæntingu er samt beðið eftir raunverulegum samdrætti á vinnumarkaði, sem enn sem komið er hefur látið á sér standa en vonast er eftir innan tíðar. Því er ekki talin þörf á að hækka stýrivexti að þessu sinni. Utanríkisráðherrann hefur ekki ástæðu til að leiða hugann að þessu enda upptekin við að koma Íslandi í öryggisráðið og efla utanríkisþjónustuna. Hún er á móti hvalveiðum það sjaldan sem hún er á Íslandi en styður þær meðan hún dvelur erlendis.  Mannréttindabrot á íslenskum sjómönnum eru mál sem ríkisstjórnin vell ekki ræða. Kannski það sé ráð að reisa flóttamannabúðir í öllum sjávarþorpum til að dreifa athyglinni?
mbl.is Ótvíræð merki um að eftirspurn er að dragast saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velheppnað Íraksstríð endurtekið annarsstaðar

Löngu áður en breska og bandarísku leyniþjónusturnar ákváðu að ljúga því að Írakar væru með gereyðingavopn og gætu gert mannskæða árás á Vesturlönd innan 45 mínútna hafði lítil hirð í kring um Búsk ákveðið að koma á lýðræði í Miðaustulöndum með vopnavaldi og var talað um að breiða út kristni í því sambandi. Það var því hvorki tilviljun né mismæli hjá Búsk að tala um "krossferð gegn Írak" eins og hann gerði fyrsta sólarhringinn, muslimum til mikillar skelfingar.  Nú þegar breski utanríkisráðherrann strýkur og hjalar við Condoleezzu Rice, hlýtur hún að mala.

miliband_0726

 

 

 

 

 

 

  Útstilling á David Miliband, við sjávarsíðuna.


mbl.is Úbreiðsla lýðræðis besta ráðið gegn hryðjuverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómenn segja sig úr Samfylkingunni

valberg_4

Ég hitti nokkra gamla skólabræður mínu úr Stýrimannaskólanum í hádeginu í dag.  Það er alltaf glatt á hjalla þegar við hittumst, sem reyndar er ekki nógu oft, en tilefnið í dag var sérlega ánægjulegt: Nýútgefinn veiðikvóti á hrefnu en einn okkar er einmitt hrefnuveiðimaður.  Umræddur félagi okkar hafði stutt Samfylkinguna og átti greinilega bágt þegar talið barst að skilningsleysi ráðamanna á þeim bæ gagnvart þessari atvinnugrein.  Ég finn til með  honum og öðrum betur meinandi samfylkingarmönnum  við þessar aðstæður. Hann upplýsti okkur félagana þá um að ef það kæmi í ljós, innan 30 daga, að áhugi forystunnar á mannréttindum íslenskra sjómanna yrði fyrir borð borin myndi hann yfirgefa flokkinn og bauð hann velkominn í FF, þar sem honum á eftir að líða betur. Svipaða sögur hef ég heyrt viða af landsbyggðinni hjá sjómönnum og fjölskyldum þeirra.

Sjálfur þekki ég það að um allt land er mikill fjöldi ærlegs alþýðufóls sem  stutt hefur Samfylkinguna og á fátt sameiginlegt með forystumönnum flokksins, sem skirrast ekki við að fórna hagsmunum sjómanna og landsbyggðarinnar allrar í þágu jafn fáfengilegs markmiðs og að komast í öryggisráðið.

 


mbl.is Hagsmunaaðilar fagna hrefnuveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxandi óánægja með Samfylkinguna meðal sjómanna

c_imba_136106

Samfylkingin er sýnir það æ betur að hún er óþjóðhollur flokkur, sem er tilbúin til þess að fórna auðlindum landgrunnsins  á altari Efnahagsbandalagsins. Íslendingar eiga trygga framtíð ef rétt er á málum haldið. Samfylkingin áttar sig ekki á að við eigum endurnýjanlega orku, nóg af vatni og auðugustu fiskimið heims en þetta eru einmitt þær auðlindir sem mun margar þjóðir mun skorta helst í náinni framtíð.  Íslendingar eiga efnahagslegt sjálfsstæði sitt og velmegun undir auðlindum hafsins og að þær séu nýttar í jafnvægi. Ráðherrar flokksins hafa haldið því fram að það skaði hvalaskoðun ef Íslendingar borði hval. Hvað kemur næst? Megum við kannski búast við að sömu aðilar fari fram á að við hættum að borða hrossakjöt til að skaða ekki ferðaþjónustu tengda hestaferðum?

Utanríkisráðuneytið eyðir nú 11800.0000.000,oo- og er þá ekki innifalinkosnaður við að reyna að koma Íslandi í öryggisráðið. Maður hefur á tilfinningunni að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi hugmynd um hvaðan þeir peningar koma sem hún er að spreða.


mbl.is Óánægja með hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hillary Clinton, Halldór og Davíð

Hillary Clinton heyr nú hetulega en vonlausa baráttu  til að ná útnefningu demókrata til að verða  forsetaefni þeirra og hefur í  því skyni lánað sjálfri sér milljónir dollara.  Hillary  studdi innráisna í Írak á sínum tíma og skipaði sér á bekk  með  Halldóri Davíð og  fleiri pólitíkusum af því sauðahúsi  sem komnir eru í  pólitíska úreldingu, annar sem formaður norrænu ráðherranefndarinnar og hinn sem æðsti yfirmaður seðlabankans.  Innrásin  og stríðið í Írak er óþurftarverk  og það virðist  vera frett-dabbislapparafHalld%C3%B3r%20%C3%81sgr%C3%ADmssonIMG_0696hillary-clinton-caricature

 dragbítur  þeim sem studdu það. Þeirra tími er liðinn.


mbl.is Clinton heldur baráttunni áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Háksólakennari nauðgar börnum sínum"

boyprotect _1571979_abusedchild300 Manni finnst eitthvað  svo afkáralegt og skrýtið við þetta.  En því miður, þessi stórkostlega brenglun, sem flestu fólki finnst góðu heilli, fjarlæg eða jafnvel óraunveluleg, virðist taka sér bólfestu í fólki óháð stétt eða menntun. Við verðum því miður að sætta okkur við að það fólk sem haldið er þessari áráttu er krónískt, þ.e. það losnar ekki úr þessu rétt eins og fólk læknast af líkamlegum sjúkdómum, þess vegna á það ekkert erindi út í samfélagið.
mbl.is Grunaður um kynferðisbrot gagnvart 5 börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilin spara ríkisstjórnin þenur útgjöldin um 20%

Það er hið besta mál að heimilin skuli auka sparnað sinn til að mæta yfirvofandi kreppu. En útlagastjórnin sem er á eyðslufylleríi eykur útgjöld sín um 20% og kyndir verðbólgubálið og lætur Davíð  seðlabankanum  um að slökkva bálið með litlu handslökkvitæki sem á stendur hækkun stýrivaxta. Ekkert ráðuneyti hefur þó vaxið hraðar en utanríkisráðuneytið en áætlað er að það muni eyða 11.800.000.000 á þessu ári!  Allt útlit er samt fyrir að sú tala verði miklu hærri, enda finnst útlagastjórninni þetta smásálarlega gagnrýni, miðað við þann gríðarlega árangur sem náðst hafi. Þannig hafi Ingibjörg Sólrún grafist fyrir um rætur langvinns ættflokkarígs í Afganistan. Þetta sé nauðsynleg tómstundaiðja fyrir hana og aðra meðlimi útlagastjórnarinnar til að gleyma efnahagsvandanum hér heima og sífelldu kvabbi um mannréttindabrot á sjómönnum. rifle_148226t

 

 

Einn stærstu ættflokkanna eru Past20470050úrar.

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi bandaríksa móðir er ósátt við hernaðinn. 


mbl.is Heimilin auka sparnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefnasamningurinn áréttaður

 Í málefnasamningi  núverandi meirihluta er kveðið á um að á kjörtímabilinu skuli ekki unnið að því að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Þetta vissu skosku arkitektarnir ekkert um, þvert á móti virðast þeir hafa haft hugboð um að flugvöllurinn ætti að fara.  Það voru einungis 3 Íslendingar í dómnefndinni en þeir voru í stafrófsröð: Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Ætli að sé ekki örugglega tilviljun að þessir þrír einstaklingar sem valdir voru af handahófi og allir eru yfirlýstir andstæðingar flugvallarins skyldu einmitt velja þessa skrýtnu tillögu og veita henni fyrstu verðlaun? Við skulum kalla hlutina réttum nöfnum, verðlaunin voru pólitísk úthlutun. 


mbl.is Ólafur segist ekki hafa skipt um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband