Af hverju þóttist Halldór trúa á gereyðingavopnin?

Það er rétt hjá Condoleezzu Rice sem hún sagði : "Það voru ekki einungis Bandaríkin sem töldu að hann (Hussein) réði yfir gereyðingarvopnum sem voru falin," 

Það voru tveir menn á Íslandi sem þóttust amk trúa því líka þ.e. Halldór og Davíð. Þeir sem þekkja Halldór segja að hann sé það greindur að hann myndi aldrei trúa svona vitleysu.

Halldor_David

 

 

Halldór hélt í vonina um a20040706-2_hx0l0928jpg-515hð verða forsætisráðherra og þóttist trúa á  gereyðingavopnin.

 

 Búsh er átrúnaðagoð Davíðs og hann trúir öllu sem Búsh segir.  


mbl.is Rice ver ákvörðun um innrás í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Kristinn og takk fyrir innleggið sem er í takt við það sem Hjálmar Árnason sagði.

 Mig grunar að framavonirnar hafi átt þar nokkurn þátt líka.

En hitt er víst að það trúði aldrei nokkur heilvita maður þessum uppspuna um gjöreyðingavopnin. 

Sigurður Þórðarson, 30.5.2008 kl. 09:19

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í vörn fyrir þessari ótrúlegri stuðningsyfirlýsingu þeirra svarabræðra lét Halldór þau orð falla á Alþingi að þessi geryðingarvopn væru staðreynd: "Víð vitum að þau eru þarna!"

Og síðar þegar fréttin barst af því að fundist hefðu skotflaugar sem taldar væru tortryggilegar steig þessi spekingur fram og sagði með óduldu yfirlæti: "Við vissum alltaf að þau væru þarna!" 

Þessar skotflaugar reyndust síðan vera frá síðustu dögum Rómarveldisins og leystust upp í duft þegar færa átti þær úr stað. 

Þegar íslenskir ráðherrar eru búnir að gera sig að pólitísku viðundri og hrökklast úr embættum bíða þeirra hálaunuð virðingarstörf á vegu þjóðarinnar.

Og með sjálfvirkum kaupaukum.

Árni Gunnarsson, 30.5.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Satt segirðu Árni,

það er skyldumæting á mótmæli við mannréttindabrotum á sjómönnum á sjámannadaginn frændi. 

Sigurður Þórðarson, 30.5.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband