Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Boðuð þverpólitísk mótmæli gegn ríkisstjórninni!
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Íslenska þjóðin er á móti ríkistjórninni. Áhrifamenn í Samfylkingunni skynja þetta og eru mjög áberandi á mótmælafundum á Austurvelli og í Tjarnargötu, sem beinast gegn ríkisstjórninni. Sjálfstæðismenn eru líka ósáttir við ýmislegt hjá ríkisstjórninni t.d. að utanríkisráðherra skyldi krefjast tafarlausra samninga við IMF án þess að kanna skilyrði sjóðsins. Þeir eru óánægðir með að að Samfylkingin skuli sífellt vera a klifa á að hún vilji að Ísland gangi í ESB, stundi einelti á Davíð og hún hafi engar efnahagslausnir þvert á móti hafi hún orðið til þess að framkvæmdir á Bakka voru blásnar af. Þá finnst þeim leiðinlegt að trúnaðarupplýsingar skuli leka.
Hvernig væri að sjálfstæðismenn sameinuðust nú samstarfsfólki sínu í ríkisstjórn með því að taka þátt í mótmælum gegn ríkistjórninni? Þannig væri hægt að mynda það sem geðlæknar kalla jákvætt og uppbyggilegt hópefli, sem myndi þjappa þjóðinni saman og leiða hana gegnum erfiðleikana.
Myndirnar eru teknar fyrir og eftirtilhugalíf.
Ísland vann með því að tapa atkvæðagreiðslunni
Föstudagur, 17. október 2008
Það eru sannarlega mikil gleðitíðindi að Ísland hafi tapað með afgerandi hætti í kosningu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Með þessu er okkur bjargað frá þeirri skömm sem misvitrir stjórnmálamenn, sem nú eru góðu heilli hættir, komu okkur í. Mikill meirihluti þjóðarinnar var alltaf eindregið á móti þessu en stjórnvöld létu það sig engu varða. Mér er kunnugt um að mikill fjöldi trúaðs fólks bað fyrir farsælum lyktum og hefur allt þetta fólk nú verið bænheyrt. Haleluja!
Til hamingju Íslendingar
Ísland náði ekki kjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég set allt mitt traust á Austurríki og Tyrkland
Þriðjudagur, 14. október 2008
Kosningabarátta Íslands í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 15.10.2008 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
"Einungis gyðingar í trúnaðarsambandi við Guð"
Mánudagur, 28. júlí 2008
Þá vitiið þið það kæru kristnu, bahísku og múslimsku vinir: Það eru einungis gyðingar, "Guðs útvalda þjóð" sem nýtur trúnaðarsambands við Guð, þannig að þið getið alveg sleppt því að fara með bænirnar á kvöldin. Í þessu felst réttlæting dagblaðsins Maariv á því að birta bæn Barabama við Grátmúrinn en það hefði verið ólöglegt ef hann hefði verið gyðingur. Sjálfum er mér innilega slétt sama þó ég sé af óæðri kynstofni eða trú að mati einhverra rabbía, sem segja að það standi í biblíunni.
Trúnaður við Grátmúrinn aðeins fyrir gyðinga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjóferðabæn
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Landnáma greinir frá því að landvættir hafi fylgt Suðurnesjamönnum til róðra með góðum árangri. (bls. 193-198). Ég hafði í hyggju að heimsækja alþýðuhetjuna Ásmund Jóhannsson, sem rær gegn mannréttindabrotum frá Sandgerði taka myndir og ná tali af honum en hann var þá til sjós. Honum fylgdu mínar bestu óskir.
Sjóferðabæn:
"Ég heiti á landvættir að fylgja nú þeim góða dreng Ásmundi Jóhannssyni í þennan róður, hann megi afla vel og kraftur þeirra megni að kvótakerfið leggist af, svo hjálpi mér Freyr, Njörður og hinn almáttki Ás".
Siðsemislögreglan passar upp á slæður og nekt
Laugardagur, 14. júní 2008
Sektaður fyrir að vera ber að ofan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju þóttist Halldór trúa á gereyðingavopnin?
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Það er rétt hjá Condoleezzu Rice sem hún sagði : "Það voru ekki einungis Bandaríkin sem töldu að hann (Hussein) réði yfir gereyðingarvopnum sem voru falin,"
Það voru tveir menn á Íslandi sem þóttust amk trúa því líka þ.e. Halldór og Davíð. Þeir sem þekkja Halldór segja að hann sé það greindur að hann myndi aldrei trúa svona vitleysu.
Halldór hélt í vonina um að verða forsætisráðherra og þóttist trúa á gereyðingavopnin.
Búsh er átrúnaðagoð Davíðs og hann trúir öllu sem Búsh segir.
Rice ver ákvörðun um innrás í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er að koma frá spákonu, sem spáði fyrir mér í beinni á Sögu!
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Gleðilega páska!
Sunnudagur, 23. mars 2008
Í gær fóru börn á öllum aldri um holt og móa að leita páskaeggja. Í dag brjóta börnin eggin sín og lesa málshætti. Páskalambið er borið fram með Ora grænum baunum og brúnuðum kartöflum og fjölskyldan hreiðrar um sig í stofunni og hlustar á messu sama hverrar trúar menn eru. Þá reikar hugurinn til Pílatusar, sem var heiðingi eins og ég en var þvingaður til að láta krossfesta Krist. Skyldi hann hafa valið páskana í von um lýðurinn veldi Krist í stað Barrabasar? Spyr sá sem ekki veit. Ég sendi kristnum vinum mínum og fjölskyldu bestu óskir um gleðilega páska.
Guðspjall Mrk 16.1-7 (sumir álíta að þarna sé að finna þungamiðju kristninnar)
En hann sagði við þær: Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.
Upprisan tákn gleði og vonar" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bubbi er orginal
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Allir sem þekka til tónlistar frá áttunda áratugnum til dagsins í dag vita að Bubbi er löngu búinn að skrifa sig inn í þá sögu með feitu letri. Auðvitað geta allir haft sína prívat skoðun á Bubba en því verður ekki í mótmælt að hann er orginal og enginn hefur selt eins mikið af plötum og hann. Bubbi er frægur af sínum verkum. Birgir Arnar ritstjóri Monitor tókst að vekja á sér athygli með því að segja eitthvað annað. Hann er í blaðamennsku, flott hjá honum en við vitum auðvitað betur. Það breytir ekki því að mér finnst Bubbi flottur en fyrst og fremst góður drengur.
Bubbi í Hofsá með væna veiði
Bubbi og Biggi í hár saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)