Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Búnir að gleyma Íslandi?

Sumir eru svo miklir evrópusinnar að í þeirra huga er allt sem er íslenskt og finnst ekki á meginlandinu er púkó. En það breytir ekki því að við sem búum hér verðum að leysa þau vandamál sem að okkur snúa.

 Væri ekki ráð að Samfylkingin hugsaði aðeins minna um ESB svo hún geti leitt hugann að Íslandi?

european-union-flag


mbl.is Þingflokkur VG hvattur til að beita sér gegn aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin kemur Íslendingum í samevrópskt skuldafangelsi

kthompson-340-sad-child_1_Nú sannast hið fornkveðna að lengi getur vont versnað. Hún var svo sem ekki gæfuleg stjórnin sem eikavinavæddi bankana eða og leyfði handhöfum fiskveiðiheimildanna að veðsetja þær í útlöndum. Og ekki var hún betri sem lofsöng bankana um mitt árið 2008 og leyfði útrásarvíkingum, sem kostuðu prófkjörsbaráttu ráðherrana að mergsjúga Ísland.  Stjórnin skipti sér ekki af því en reyndi allt hvað af tók að komast í öryggisráðið viku fyrir hrun og löngu eftir að hrunið var fyrirséð. Þá hélt maður að botninum væri náð. En það var sem sagt hægt að fara úr öskunni í eldinn. Samfylkingin ætlar sér í ESB og ef Íslendingar vilja ekki inn með góðu þá verða þeir meðfærilegri sem skuldaþrælar. 

 

 Börnin skulu borga!

 


mbl.is Ósáttur við Icesave-lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin og kynskiptingar.

Ríkisstjórnin er vel meinandi í jafnréttismálum og henni tókst vel til með því að velja eingöngu konur í störf þingforseta. Henni tókst miður í stefnuyfirlýsingu sinni þar sem fram kemur að ríkisstjórnin transgender2transgenderstyðji kröfur kynskiptinga. Þar yfirsást ríkisstjórninni að ein helsta krafa kynskiptinga er að vera ekki kallaðir kynskiptingar heldur transgender. Þannig að stuðningur ríkisstjórnarinnar við kynskiptinga virðist ekki fara vel af stað.

Styður ríkisstjórnin allar kröfur kynskiptinga af heilum hug?


mbl.is Allir þingforsetar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franskir útgeramenn halda með Samfylkingunni

Eftir að bankafroðan fauk í burtu og þjóðin situr eftir með skuldirnar veðum við sem aldrei fyrr að treysta á gömlu undirstöðuatvinnugreinarnar ekki síst fiskveiðiauðlindina. Það tók franska sjómenn tvo mánuði að klára kvótann sem ESB úthlutaði þeim.  Þeir horfa nú vonaraugum til Samfylkingarinnar, að hún nái völdum í hruninu og ringulreiðinni hér. Látum það ekki gerast á kjördag  X-F fyrir auðlindir í almannaeigu.

 

   http://osammala.is


mbl.is AFP: Íslensk sjómennska í blóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameiginlegt áhugamál Geir Jóns Þórissonar og Harðar Torfasonar

Allir vita að Hörður Torfason er söngvaskáld og frábær listamaður en það er betur geymt leyndarmál að sá mæti maður Geir Jón Þórisson, sem hefur um langt árabil verið einn af máttarstólpum lögreglukórsins hefur verið forsöngvari og stýrt fjöldasöng á kristilegum mótum.  Ég er sannfærður um að það kemur ekkert nema gott út úr því þegar þessir tveir ágætu menn og lífskúnstnerar leggja262097685_02a82dc89c saman krafta sína. geir_jon__jpg_340x600_q95   

 

 Mig dreymir um að sjá Hörð og Geir Jón syngja saman með þúsund radda kór. Geir Jón er örugglega fús til að leiðbeina þeim er óska í Guðsorði og góðum siðum.


mbl.is Þjóðkórinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur þjóðkirkjuprestur fyrir aðkasti vegna trúleysis á jólasveina

Það er ekki bara á Ítalíu sem prestar hafa lent í vandræðum vegna trúleysis á jólasveina. Séra Flóki Kristinsson hefur margsinnis lent í útistöðum við safnaðarbörn sín, þar sem hann er haldinn þeirri áráttu að prédika gegn jólasveinum. Það hefur oft verið amast við þessari jol8undarlegu hegðun  bæði meðan hann var í Langholtskirkju og í Borgarfirðinum. Þetta fullkomlega óverðskuldað enda eru jólasveinar gleðigjafar barnanna og hafa algjörlega látið það eiga sig að amast við nokkrum og síst af öllu þjóðkirkjunni.

En auðvitað er þetta kjánaleg afbrýðisemi þar sem jólasveinar eru eftirsóttari en prestar á jólatréskemmtanir,


mbl.is Heiðarlegur prestur „eyðilagði jólin fyrir börnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól

Smiling%20KidsÁ jólunum minnast heiðnir menn braúðkaups Gerðar Gymnisdóttur (myrkrið) og Freys Njarðassonar (sólin), heinnar eilífu hringrásar og kritnir menn minnast fæðingar Frelsarans frá Nasaret. Hvoru tveggja er óður til lífsins. Hvað um það þá er jólasteikin í ofninum,  pakkarnir undir skreyttu jólatréinu og ég er kominn í hátíðarskap eins og alltaf á þessum tíma þegar fjölskylda og ástvinir njóta þess að vera saman.

Ég sendi  öllum bloggvinum mínum nær og fjærsun_big innilegar óskir um gleðileg jól!

sun


Músliimar hata Satan og grýta hann

st1%20pg7%20crowd Hvers vegna hata múslímar Satan? Satan var engill Guðs, ljósberinn Lúsífer, sat honum á hægri hönd, og hélt á kerti meðan aðrir englar báru vopn. En Lúsífer reyndist svikull og eftir misheppnaða valdabaráttu í Himnaríki fór hann með þriðjung starfsliðsins með sér og stofnaði sitt eigið ríki.  Þess vegna hata múslímar Satan.  Nú flykkjast þeir milljónum saman til Mekka til "að  grýta Satan".  Um er að ræða líkneski af Satan og ár hvert ganga milljónir fram hjá þessu líkneski undir eftirliti tugþúsunda lögregluþjóna auk enn fleiri  gæslumanna til að fylgjast með því að allt fari vel fram þegar milljónir ganga fram hjá líkneski af Satan  til að grýta það, formæla því og jafnvel hrækja í áttina að því þó það sé afgirt og múgurinn komist ekki að. Þrátt fyrir alla gæsluna deyr árlega fjöldi manna í atganginum. Það breytir ekki því að að ári mæta enn fleiri til að grýta og formæla Satan._40741569_jamarat203 satan
mbl.is Milljónir flykkjast til Mekka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkshestar lýsa yfir fullum fögnuði með ríkisstjórnina

Einhverjir flokkshestar í Samfylkingarinnar í Þingeyjasýslu hafa lýst yfir ánægju sinni með góðan árangur í ríkisstjórnarsamstarfinu og "fullum stuðningi við formann flokksins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. og ráðherra Samfylkingarinnar"  "Jafnframt er lýst yfir fullum stuðningi við ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokk" Ætli þessir flokkshestar viti að Ingibjörg fór til Afganistan til að kynna sér ættflokkadeilur eftir að hún fékk aðvaranir í febrúar og mars um yfirvofandi  bankakreppu og hundsaði allar ráðleggingar? Horseman

Eða voru flokkshestarnir kannski bara  fullir?

 

Það tekið fram að flokkshesturinn á meðfylgjandi mynd tengist ekki fréttinni með beinum hætti. 

 


mbl.is Lýsa stuðningi við Ingibjörgu og ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamlegar tillögur Lilju Mósesdóttur

Íslendingar eru nú að súpa seyðið af því að hafa verið með viðvarandi viðskiptahalla undanfarin ár. Útistandandi eru 500 milljarðar í Jöklabréfum sem ekki er hægt að borga út. Skynsamlegt er hjá Lilju að takmörkunin verði með almennum aðgerðum en ekki klíkuskap eins og stjórnvöld boða.
mbl.is Segir lögin fagnaðarefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband