"Einungis gyðingar í trúnaðarsambandi við Guð"

Þá vitiið þið það kæru kristnu, bahísku og múslimsku vinir: Það eru einungis gyðingar, "Guðs útvalda þjóð" sem nýtur trúnaðarsambands við Guð, þannig að þið getið alveg sleppt því að fara með bænirnar á kvöldin. Í þessu felst réttlæting dagblaðsins Ma’ariv á því að birta bæn Barabama við Grátmúrinn en það hefði verið ólöglegt ef hann  hefði verið gyðingur. Sjálfum er mér innilega slétt sama  þó ég sé af óæðri kynstofni eða trú að mati einhverra rabbía, sem segja að það standi í biblíunni.Smile


mbl.is Trúnaður við Grátmúrinn aðeins fyrir gyðinga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þetta eru vonbrigði.  Einn ný"smurður" kristinn vinur minn sagðist á dögunum vera búinn að bæta inn í kvöldbænir sínar óskum um blessun mér til handa.  Þetta er þá jafnframt skýringin á því að ég finn engan mun frá því fyrir og eftir að hann bætti mér inn í bænapakkann.

Jens Guð, 28.7.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jens, þú ættir að benda vini þínum á Æsina. Ég hef aldrei heyrt að þeir taki aðrar þjóðir fram yfir Íslendinga, þvert á móti tel ég mig hafa vissu fyrir að þeim sé hlýtt til okkar.

Sigurður Þórðarson, 28.7.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband