Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Til hvers að vekja úrillan hund?

Finnski sendiherra ESB á Íslandi sagði í viðtali við Fb að hann
óttaðist að samband Íslands við ESB myndi súrna ef til þess kæmi að
þjóðin hafnaði samningnum.   Með aðildarumsókn var Ísland að gefa Evrópusambandinu ádrátt um að það geti fengið fiskveiðilögsöguna. Viljum við auka þessar falsvonir þeirra? Því er ljóst að þessi misráðna umsókn mun í
öllu falli skaða Ísland og því meir sem það er dregið að draga umsóknina til baka.
mbl.is ESB þjarmar að Færeyingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttarkerfi misgott fyrir suma?

 Þó réttarkerfið sé gallað eins og þarna sést hef ég meiri trú á því en stjórnsýslunni. Sjálfur hef ég orðið vitni að því að Neytendastofa hafi meðvitað tekið við rangri skýrslu og látið það mál liggja árum saman og síðan fyrnast. Það ætti að skera niður fjárveitingar til opinberra eftirlitsstofnanna sem hilma yfir lögbrot og hindra framgang réttvísinnar.


mbl.is Getur hindrað framgang réttvísinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver talar þegar upplýsingafullrtrúi talar?

Ég hef þekkt Ragnar Arnalds til fjölda ára og veit þess vegna að hann er heillyndur og trúverðugur heimildamaður. Einhver Katrín Bessadóttir er dubbuð upp með titilinn "upplýsingafulltrúa" kannski til að vefengja orð Ragnars, sem er valinkunnur sómamaður og ef til vill dyggari stuðningsmaður hugsjóna VG en þeir sem láta upplýsingafulltrúann rengja hann. 
mbl.is Hafna ummælum Ragnars um ESB-kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þorskurinn alltf til vandræða"

Svokölluð fiskihagfræði sem kennd er í Háskóla Íslands gengur út á að hægt sé að ganga að öllum fiskitegundum vísum í hillukerfi vöruskemmu. Þess vegna þurfa fiskiskip að forðast fiskitegundir sem ekki eru til á skrá eða henda þeim. 

Ráðið við þessu er ekki að auka sístækkandi eftirlit heldur afnema hvatann til að henda fiski.


mbl.is „Þorskurinn til vandræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er þetta rétt

En þá munu einhverjir sauðtryggir spyrja:  En hvað með hina?  Þarf Framsókn ekki að gera upp fortíð sína Samfylkingin osf?  Þá er líka til eitthvað sem heitir gott fordæmi.
mbl.is Skoraði á fólk að kjósa Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur verður að aurum api

Sagt er að þessi "drengur" hafi boðist til að vera tálbeita og selja upplýsinngar um vini sína fyrir fé.  Mörgum hefur orðið hált á að selja sál sína fyrir 30 silfurpeninga.


mbl.is Segir Sigurð átt að vera tálbeitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19,6%

Hvað ætli það sé nákvæmlega sem þessi 19.6% séu óánægð með? 
mbl.is Icesave eykur vinsældir forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugstjórinn les stöðuna

Forsetinn kann að lesa á landakort og greinir þá möguleika sem fullveldisrétturinn gefur.  Hann er flugstjórinn en Jóhanna er yfir-flugþjónn ríkisstjórnarinnar.
mbl.is Ísland í betri stöðu utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógnarstjórn?

EVRU ríkin eru ekki hersetin en hvað á forsætisráðherra Hollands við þegar hann segir að "heimila" verði ríkjum sem nota Evru að hætta því án þess að yfirgefa sambandið?  Hérlendis heyrist æ oftar sú röksemd aðildarsinna að Ísland verði rekið úr EES fallist það ekki á aðild.


mbl.is Ríki fái að yfirgefa evrusvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærubréf frá dauðvona konu

Óhæfilegur dráttur er skaðlegur fyrir neytendur sem treysta (kannski um of) á hið opinbera eftirlitskerfi sem að mestu er til málamynda. Eftirlíkingapakkarnir eru um þúsunkalli ódýrari en búðirnar fá samt meira fyrir að selja það en Rautt Eðalginseng að því að mér er sagt. Hvergi í heiminum nema á Íslandi eru til svona ferkantaðir pakkar með sama texta. Nafn Eggerts Kristjánssonar hf er ekki á pökkunum, engin heimasíða og ekkert símanúmer. Flestir hefðu ekki eytt tíma í málið en Solveig Björsdóttir var sárlasin, skítblönk og full af réttlátri reiði yfir að hafa verið svikin. Ég fletti því upp að hún lést 9. október. Blessuð veri minning hennar. Það að Solveig sendi mér þetta eftir að hún veit að hún er með banvænan sjúkdóm segir mér að hennar ósk var að sjónarmiði sínu væri haldið til haga eftir sinn dag. Og er það hér með gert.

Sigurður Þórðarson

 

260631_848759242_435237403_n

Frá Solveigu Björnsdóttur:

Datt í hug að þig langaði að sjá hvað ég sendi Jóhannesi og fleirum hjá Neytendasamtökunum (þ.á.m. lögfræðing þeirra og fleirum)

Góðan dag. Solveig heiti ég og bý í Vík í Mýrdal. Ég er með fyrirspurn og sendi á ykkur öll og vonast eftir svari og enn betra ef að það yrði litið á málið. ;o) Þannig er að ég er langveik og meðal þess sem að ég þarf virkilega á að halda er styrkurinn sem að ginseng gefur mér. Ég er búin að prófa nokkrar gerðir og búin að finna það sem að virkar og það er Rautt eðal ginseng. EN vandamálið er að þetta fæst ekki hér í Vík en þar sem að ég er oft í Reykjavík vegna læknastúss að þá hef ég nú yfirleitt birgt mig upp en lenti í því fyrir ekki löngu að mig vantaði orkuna mína svo að ég hringdi í mömmu mína sem að býr í Reykjavík og bað hana um að kaupa fyrir mig ginseng. Ég lýsti pakkningunni fyrir henni.. Kassi sem er rauður og gylltur og stendur á ginseng.. Ekkert flókið fannst mér. Nú svo barst pakkinn og ég horfði á gyllta og rauða kassann og jú hugsaði með mér að það væri eitthvað búið að breyta pakkningum en velti því ekkert meira fyrir mér og byrjaði að taka mitt eðal ginseng. En það barasta virkaði ekki almennilega eins og áður! Ég fór að skoða betur og þetta er eitthvað allt annað ginseng og ekki það rétta. Mamma er eðlilega miður sín yfir að hafa keypt vitlaust en hvernig átti hún að geta annað en ruglast þegar að umbúðirnar eru nánast eins og ekki bara það heldur er þeim stillt upp nánast við hliðina á því sem að greinilega fyrirmyndin. Má hafa umbúðirnar svona líkar og má hafa þetta svona hlið við hlið nánast? Þó að ég þurfi að borga aðeins meira fyrir hið rétta að þá geri ég það með glöðu geði því að gæðin eru mun meiri. Er ekki sátt við að hafa eytt aurum í töflur sem að gera ekki sama fyrir mig og hinar eingöngu vegna þess að umbúðir eru svipaðar. Þegar að ég áttaði mig á þessu að þá skyldi ég athugasemd vinkonu um að þetta gerði ekkert fyrir hana því að ég hafði jú sagt henni frá þessum umbúðum og hún hafði keypt.. Ég spurði hana nánar um þetta og jú hún hafði eins og mamma keypt gyllta og rauða kassann.... En það var bara ekki rétt tegund. Humm líklega ósáttari en að ég hélt að ég væri því pósturinn er orðinn langur en fyrir manneskju eins og mig sem að er að fást við alvarleg veikindi og þarf alla þá hjálp sem að ég get fengið að þá er frekar fúlt að lenda í svona bara vegna blekkjandi útlits. Enn og aftur.. Má gera umbúðir svona líkar þegar um lakari vöru er að ræða? Kær kveðja

Svar Neytendastofu: • Sæl Sólveig, Það er mál til meðferðar hjá Neytendastofuvegna þessara umbúða sem kvörtunin þín snýr að. Þegar það verðurkomin niðurstaða í málið verður hún birt á heimasíðu stofnunarinnar. Bestu kveðjur / Best regards, Þórunn Anna Árnadóttir Sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofa / Consumer Agency Borgartúni 21, 105 Reykjavík S./tel: + (354) 510 1100 Bréfsími/fax: + (354) 510 1101 www.neytendastofa.is 16. apríl 2012


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband