Fyrir hvað greiddi FL Group og Landsbankinn?
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Allir með þrjú eða fleiri skynfæri í lagi vita að Framsóknarflokkurinn samþykkti að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að ráðstafa Landsbankanum ef hann (Framsóknarflokkurinn) fengi að ráðstafa Búnaðarbankanum. Þá er það líka á allra vitorði að FL Group kom að REI og væntanlegri einkavinavæðingu Orkuveitunnar. Nú ætla ég ekki að giska en hvernig væri ef Sjálfstæðisflokkurinn upplýsti hreinskilningslega fyrir hvað þessi fyrirtæki voru að borga? Eða eiga kjósendur að kaupa það að Bjarni og Þorgerður þekki ekki til flokksins sem þau stýra?
![]() |
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Eftirsjá að Bjarna úr pólitíkinni
Föstudagur, 3. apríl 2009

![]() |
Hættir við þingframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott hjá Guðjóni
Mánudagur, 30. mars 2009
Frjálsar handfæraveiðar yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni og myndi stórauka gjaldeyrisöflun þjóðarinnar eitthvað sem við virkilega þurfum á að halda núna. Dr. Guðrún Marteinsdóttir hefur sýnt fram á það með DNA rannsóknum sem margir sjómenn hafa haldið fram að þorskstofnarnir séu margir (í það minnsta 35) og staðbundnir. Fólkið í sjávarþorpunum á að fá að nýta staðbundna stofna eins og það hefur gert öldum saman og það á ekki að þvinga það til að henda fiski. Þannig munum við vinna okkur út úr kreppunni.
X-F fyrir fólkið og firðina
![]() |
Vill aukið frelsi í fiskveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verður Geir Haarde næsti seðlabankastjóri?
Laugardagur, 21. mars 2009
![]() |
Neita að upplýsa afskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afnám kvótakerfisins, skýr leið úr kreppunni
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Fyrir um 14 árum var djúp banka- og efnahagskreppa í Færeyum en þeir þeir komust út úr henni með því að afnema kvótakerfið. Núna styrkja Færeyingar Íslendinga. Jón Kristjánsson fiskifræðingur skrifar um þetta hérna.
Ekkert kvótakerfi, landburður af afla án brottkast er ávísun á stórauknar þjóðartekjur.
Sjáið frábæran Komásþátt hérna
Arðbærar fiskveiðar, skýr leið úr kreppunni.
![]() |
Ár þar til þorskurinn verður vottaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Drengur góður
Föstudagur, 13. mars 2009
Ég er búinn að þekkja "Kalla" séra Karl V. Matthíasson og fjölskyldu hans síðan við vorum unglingar og bjuggum á Skólavöruholtinu.
Kalli er margbrotinn en ef ég ætti að lýsa honum með tveimur orðum úr Orðabók Menningarsjóðs myndi ég velja réttsýnn og heiðarlegur.
Af öllum öðum málum sem Kalli ber fyrir brjósti standa tvö uppúr þ.e. Hagsmunir sjávarbyggðanna og þjóðarinnar allrar af því að afnema mannréttindabrot og óhagkvæmt kvótakerfi. Og að vinna að vímuefnaforvörnum einkum meðal ungs fólks. Þetta hefur hann viljað gera með því að efla íþróttastarf og önnur heilbrigð viðfangsefni ungs fólks.
Kalli, ég óska þér alls góðs!
![]() |
Karl V. til liðs við Frjálslynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mannréttindabrot á Íslandi
Föstudagur, 6. mars 2009
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Góðar fréttir fyrir Frjálslynda flokkinn
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Ef marka má kynni mín af starfi Kristins H. Gunnarssonar í Frjálslynda flokknum get ég ekki annað en ályktað að það styrki hvern flokk að Kristinn gangi úr honum. Eftir þessu hefur lengi verið beðið.
Frjálslyndi flokkurinn hefur langbestu málefnastöðu allra flokka en geldur fyrir að hafa verið stjórnlaus lengi spurningin er hvort þessar góður fréttir komi of seint eða leiði til þess að flokkurinn nái vopnum sínum aftur skal ég ekki fullyrða. Guð láti gott á vita.
Það var meira sungið og brosað áður en Kristinn kom.
![]() |
Kristinn hættur í þingflokki frjálslyndra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áhugaverð hreyfing
Mánudagur, 23. febrúar 2009

![]() |
Borgarahreyfingin býður fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landsmálin krufin til mergjar
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Opinn umræðufundur um landsmálin á laugardag
Viðar Guðjohnsen, formaður ungra frjálslyndra, og Sturla Jónsson standa fyrir opnum umræðufundi um landsmálin næstkomandi laugardag, 21. febrúar, í félagsheimili Frjálslynda flokksins, Skúlatúni 4, kl. 11:00.
Það er rétt að hvetja alla sem eru áhugasamir um horfur í landsmálum að láta sjá sig.
Heitt kaffi á könnunni
![]() |
Geir gefur ekki kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |