Áhugaverð hreyfing

Borgarahreyfingin á heiður skilið fyrir að veita ríkisstjórninni aðhald þegar stjórnmálastéttin brást almenningi og stjórnarandstaðan var ýmist sofandi eða meðvirk. Vonandi er þarna að koma verðugur valkostur fyrir almenning til að takast á við þau vandamál sem samtryggingarstjórnmálamennirnir og útrásarvíkingarnir komu okkur í.  borgarafundur_flksfjldi_12_jan_jpg_550x400_q95
mbl.is Borgarahreyfingin býður fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég tek undir þetta.

Jens Guð, 23.2.2009 kl. 23:40

2 identicon

Hvort finnst þér áhugaverðara við þessa hreyfingu, að hún þurfti að fá öll stefnumál að láni frá öðrum, eða að hún fékk þau að láni hjá hreyfingu sem ætlaði að berjast gegn flokkakerfinu, en náði ekki hljómgrunni af því að svo marga innan hennar þyrsti í völd?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 10:35

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæta Eva,

ég á eftir að sjá hvað fólk þetta er en öllum sem vilja bæta Ísland fylgja góðar óskir frá mér.  Mér finnst líka allt í lagi að taka undir góðar hugmyndir og stefnumál hjá öðrum sama hver það er enda er ekkert nýtt undir sólinni. Ekki trúi ég því á þig Eva mín að þú getir ekki stutt neitt nema þér detti það í hug sjálfri.  Ég er ekki á móti flokkakerfinu sem slíku  en ég er á móti spillingunni, sem hefur hreiðrað um sig í flokkakerfinu og víðar.

Grunnhugmyndin að flokk er fólk sem vill þoka málum í einhvern tiltekinn farveg.  Ætli það fari svo ekki eftir fólkinu og forystunni hvernig til tekst? 

Sigurður Þórðarson, 24.2.2009 kl. 11:26

4 identicon

Það er út í hött að ég geti ekki stutt neitt nema mér detti það sjálfri í hug. Ég hef t.d. stutt Raddir fólksins þótt ég hafi aldrei komið neitt nálægt þeirra starfi og ég hef kosið VG út á umhverfis- og mannréttindamálin, enda þótt forræðishyggja þeirra sé á skjön við allt sem ég trúi á.

Ég er á móti flokkakerfinu sem slíku, vegna þess að það þjónar ekki lýðræðinu. Engu að síður hef ég aldrei gagnrýnt fólk fyrir þátttöku í því. Mér misbýður hinsvegar þegar fólk þykist ætla að rísa gegn því með því að taka þátt í því.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 15:00

5 Smámynd: Ólafur Als

Siggi, ég skal kíkja á þig næstu daga - ef þú verður þá við ... hvað varðar athugasemd þína hjá henni Hlédísi, þá líð ég ekki ókunnugu fólki að froðusnakka um persónulega hagi mína eða bakgrunn fyrir allra augum. Ég kalla það ekki að móðgast, að bregðast illa við slíku. Ef fólk kann ekki mannasiði hef ég ekki áhuga á að umgangast það í bloggheimi eða annars staðar. Og svo er nú það!!!

Ólafur Als, 25.2.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband