Landsmálin krufin til mergjar

Opinn umræðufundur um landsmálin á laugardag

Viðar Guðjohnsen, formaður ungra frjálslyndra, og Sturla Jónsson standa fyrir opnum umræðufundi um landsmálin næstkomandi laugardag, 21. febrúar, í félagsheimili Frjálslynda flokksins, Skúlatúni 4, kl. 11:00.

Það er rétt að hvetja alla sem eru áhugasamir um horfur í landsmálum að láta sjá sig.

Heitt kaffi á könnunni

 


mbl.is Geir gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég kíki á þá kumpána ef mér tekst að vakna svona snemma.

Jens Guð, 21.2.2009 kl. 01:07

2 Smámynd: Rannveig H

Ég kíki ekki þó ég vakni eldsnemma.

Rannveig H, 21.2.2009 kl. 01:35

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rannveig, þú ættir að endurskoða hug þinn, þetta verður fróðlegt.

Ég ætla alla vega að mæta.

Sigurður Þórðarson, 21.2.2009 kl. 07:00

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sturla hvalreki, er það ekki sá sem er á móti því að hvíla sig? Mikil er nú blessun okkur að hafa Evrópusambandið sem reynir að koma vitinu fyrir slíka menn og tryggja öryggi í umferðinni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.2.2009 kl. 08:37

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir innlitið Gunnlaugur.  Ætlar þú að koma á fundinn?

Sigurður Þórðarson, 21.2.2009 kl. 08:55

6 Smámynd: Ólafur Als

Gott er til þess að vita að einhver hafi vit fyrir Gunnlaugi, þess á milli sem þessi eðalkrati eltir niðurstöður skoðanakannana. Sem ég segi, það er hvergi í hinum vitræna heimi öryggi í umferðinni, nema þar sem hönd Evrópusambandsins leggur blessun sína yfir ástandið ... amen!

Ólafur Als, 21.2.2009 kl. 09:57

7 identicon

Var ekki Sturla búin að stofna flokk og vildi allt hyskið út af þingi? Hann hefur greinilega ákveðið að friða hyskið í Frjálslyndum. Ég held að Össuri finnist Grétar Mar enn vera greindasti maðurinn í flokknum ekki hækkar hún við að fá Sturla í safnið. Þetta hljóta að verða mög djúpar umræður um landsmálin Innflytjandamálin (rasisminn) hljóta að vega þar þungt ,er ekki þessi Viðar sérfræðingurinn í þeim eða er það Akranes Magnús þór og Viðar honum til aðstoðar. Þeir toppa þessir menn. Ég vona að þjóðin hugsi sig vel um áður en hún fer að kjósa svona aula það er ekki á bætandi á bölið.

Ég er sammála Gunnlaugi þvíumlíkur hvalreki fyrir Frjálslyndaflokkinn

Karl Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 10:21

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Karl mér finnst þú vera dálítið hrokafullur. Ég hef fyrir löngu áttað mig á að ómenntaðir alþýðumenn geta búið yfir miklu hyggjuviti og verið djúpvitrir á sinn hatt þó þeir tali ekki málfræðilega rétt. Sturla er alþýðuhetja og baráttujaxl sem nýtur mikils fylgis meðal vörubílstjóra. Hann talar þeirra máli og hann talar þeirra mál.  Vissulega er hann hvalreki.

Sigurður Þórðarson, 21.2.2009 kl. 10:51

9 identicon

Sigurður erum við ekki að tala um kosningar og hverja við myndum kjósa til þings. Löggjafasamkundu þjóðarinnar!  Ég hef ekkert heyrt djúpviturt frá Sturla eða Viðari upphrópanir og frasar er það eina sem ég hef heyrt frá þessum mönnum. Þú mátt kalla það hroka en ég krefst þess af mönum sem láta sig dreyma um að komast á þing að þeir hafi lámangsþekkingu á hinum ýmsu málefnum. En ef vörubílstjórar þurfa talsmann á þing ættu þeir að nota einhverja aðra aðferð til að koma sínum málum fram. Þetta er móðgun hvernig Frjálslyndir fara með peningana sem þeir fá frá okkur almenningi.

Karl Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 13:23

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef ekki heyrt neinn hreyfa mótmælum þó fyrrv. flugfreyja gegni starfi forsætisraðherra. Eðlilega ekki. Og má þá vörubílstjóri ekki gefa kost á sér?

Sigurður Þórðarson, 21.2.2009 kl. 14:41

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Siggi.

Takk fyrir  síðast, þetta var ágætur fundur, alltaf gott að hittast og ræða málin.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.2.2009 kl. 00:50

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála því Guðrún

Sigurður Þórðarson, 22.2.2009 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband