Gott hjá Guðjóni

Frjálsar handfæraveiðar yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni og myndi stórauka gjaldeyrisöflun þjóðarinnar eitthvað sem við virkilega þurfum á að halda núna.  Dr. Guðrún Marteinsdóttir hefur sýnt fram á það með DNA rannsóknum sem margir sjómenn hafa haldið fram að þorskstofnarnir séu margir (í það minnsta 35) og staðbundnir.  Fólkið í sjávarþorpunum á að fá að nýta  staðbundna stofna eins og það hefur gert öldum saman og það á ekki að þvinga það til að henda fiski.  Þannig munum við vinna okkur út úr kreppunni.

 X-F  fyrir fólkið og firðina


mbl.is Vill aukið frelsi í fiskveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Sigurður minn - og þakka þér; allt gamalt og gott !

Rétt; mælir þú, en,........ Guðjón þarf að ganga enn lengra, og við öll, í því að koma á kerfinu, sem ríkti hér, um og upp úr 1970.

Þá voru alvöru vertíðir; maður - og engar fræðimanna blækur, að þvælast fyrir vinnandi fólki, til sjávar og sveita. 

Góð byrjun yrði; að lóga Hafrannsókna stofnun og Fiskistofu (ekki fólkinu; samt), og fara að vinna hlutina aftur, eins og hjá fólki, Sigurður minn.

Með beztu kveðjum; sem ætíð /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:13

2 identicon

Mér finnst þetta vera hugsunarfeill hjá ykkur félögum. Ef það má veiða meira þá er spurningin þessi. Geta þeir sem fyrir eru veitt meira en þeir geta gert í dag? Ég held að það sé ekki spurning að svo sé. Þeir sömu aðilar geta bæði veitt meira og nota til þess þau verkfæri (báta) sem þeir eiga. Eg skil því ekki í hagræðingunni að bæta 200 manns inn í veiðarnar. Þar sem væri hægt að bæta við störfum er í vinnsluþáttinn. Með því að vinna meira hér á landi væri hægt að skapa fleiri störf.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Egill minn það er líka ýmislegt og raunar heilmargt sem ég skil ekki.  En til að bæta úr því reyni ég af og til að afla mér meiri þekkingar og stundum tekst það.  Ég hvet þig til að prófa þetta líka. 

Tökum dæmi:  Ef enginn heyskapur væri stundaður á Norðurlandi um allnokkra hríð en ákveðið væri að skapa 200 störf með því að heyja á því svæði í þeim tilgangi að auka heyfeng og afla tekna, þá er ekki þar með sagt að það þyrfti að draga úr heyskap á Austfjörðum að því tilskildu að hægt sé að nýta heyið. 

Sigurður Þórðarson, 30.3.2009 kl. 16:57

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Stærstu þorskarnir eru þeir sem kjósa Frjálslynda flokkinn. Þetta er handónýtt fyrirbæri. Einmitt á þessum stað í hinu pólitíska litrófi hefðum við þurft að eiga vel mannaðan og hæfilega stóran flokk. En hlunkurinn, slúbbertarnir og fíflin eru búin að eyðileggja hann.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 17:34

5 identicon

Þetta er alltaf spurning í hvað smiðju maður fer og leitar þekkingar. Það er einhvernvegin þannig að ef maður fer í sumar smiðjur fer maður vitlausari út en maður kemur inn. Ekki hefur ykkur Frjálslindum tekist vel upp með að lokka nemendur í ykkar smiðju til að fræða menn um sjávarútveginn. Sennilega er nú svo komið að ykkar rödd þagnar endanlega á þingi eftir næstu kosningar. Ég gef mér þær forsendur að fiskiskipastóll okkar íslendinga sé meiri en nógu stór fyrir og geti hæglega bætt við sig meiri veiði. Þá breytir engu þó að stofnarnir séu 1 eða 30. Til að auka störf í sjávarútvegi þarf fyrst og fremst að auka vinnslu og vinnslugetu.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 18:15

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll félagi Baldur.

Alveg rétt hjá þér Baldur, þeir eru víða þorskarnir og ekki allir af sama stofni eins og ég var að reyna að útskýra fyrir Agli. 

Kæri Egill það er misskilningur hjá þér að ég sé að reyna að lokka þig í nám eða samning í minni smiðju. Eins þykir mér ofsagt hjá þér að rödd mín muni þagna 25 apríl hver svo sem úrslitin kunna að vera.  Mér skilst að þú gefir þér ýmsar forsendur og þá getur þú líka í guðsfriði gefið þér niðurstöður. 

Sigurður Þórðarson, 30.3.2009 kl. 22:54

7 identicon

Þú mátt ekki misskilja mig kæri Sigurjón. Ég sagði að  rödd ykkar þagnaði að öllum líkindum á þingi og átti þar við Alþingi. Ég bæði óska þér langlífis og velfarnaðar. Ef eitthvað er þá hvet ég þig frekar til að láta rödd þína heyrast frekar en hitt. Mér finnst hún oft á tíðum bæði kraftmikil og skemmtileg, þó við séum ekki alltaf sammála. En það kemur þó fyrir.

Með bestu kveðju. 

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:52

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála Agli, mér finnst alltaf gaman þegar hvín í Sigga

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 10:01

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæl þú manna heilastur Siggi minn.  Áfram XF.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 11:00

10 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Auðvitað á að auka handfæraveiðarar.

Jens Sigurjónsson, 31.3.2009 kl. 20:11

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

á haustinn veiðist nánast ekkert í Breiðarfirði sem hægt er að tala um. eftir áramót er þar allt full á meðan dapurt er annarstaðar.

Þessi hugmynd mun kannski búa til vinnu handa fleirum. en þeir sömu og allir aðrir sjómenn munu einnig verða án atvinnu í lengri tíma á milli þessara 3-5 mánaða sem hávertíð stendur hjá þeim á þeirra svæði. ekki nema að allir eigi kvóta úr stofnum út um allt en þá ertu komin með sama kerfi og núna. 

frjálsar veiðar munu bara leiða til sömu offjárfestingarinnar og lífsháskan og hún gerði áður en smábátar fóru í kvótann. menn að róa í öllum veðrum fjárfestandi á hverju ári í stærri bát, með öflugri vél og fleirri rúllum og jafnvel beitningarvél líka eins og komið var undir lok dagakerfisins. 

ofan á þetta bætist við að fiskurinn kemur á land á tilltölulega skömmum tíma og verðið verður sama og ekki neitt. semsagt kjaraskerðing. ekki er svo kerfið hjá færeyjafrændum gott. stökk úr 40.000 tonnum niður í 6.000 tonn á nokkrum árum í þorski í daga kerfinu. þá er nú stöðugleikinn betri fyrir sjómenn og landverkafólk í kvótakerfinu. 

Fannar frá Rifi, 31.3.2009 kl. 22:11

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Siggi minn

Sammála þér að það þarf að leyfa handfæraveiðar á ný án kvótakvaða.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2009 kl. 15:59

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stjórn fiskveiða við Ísland er bæði heimskuleg og ómarkviss. Aflamarkskerfið með leigukvóta er beinlínis ávísun á brottkast í boði pólitískrar stjórnunar. Þetta er ekki hvatvísleg ályktun heldur óhrekjanleg staðreynd. Óhrekjanleg! Helst er að sjá að Hafró stefni að því að búa til jafnstöðuafla við Ísland með reiknilikönum. Gegn um alla sögu þessarar þjóðar og annara þjóða við Norður- Atlantshaf hafa skipst á fisklileysisár og aflatímabil. Þetta er auðvelt að sjá í árbókum og annálum. Og við Ísland var það algegnt að vel aflaðaðist í einni verstöð en ördeyða væri í annari eitthvað fjarlægri. Mín skoðun er sú að Frjálslyndi flokkurinn sé eini flokkurinn sem haldið hefur fram raunhæfum tillögum um nýtingu þessarar auðlindar. Og að Jón Kristjánsson sé eini fiskifræðingurinn sem mark sé takandi á. Það er líka skoðun Færeyinga sem búnir eru að nota íslenska kerfið og fá martröð þegar það kemur upp í hugann. Af hverju skyldi það nú vera?

Árni Gunnarsson, 3.4.2009 kl. 23:11

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gulli, ef sjórinn helst svona hlýr hverfur loðnan hvort sem hún er veidd eða ekki og þá kemur síld og makríl.  Ef sjórinn kólnar kemur loðnan aftur og makríllinn hverfur. Góð innlegg hjá ykkur Rósa og Árni.

Sigurður Þórðarson, 4.4.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband