Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Til varnar myrtum vini
Mánudagur, 17. ágúst 2020
Það var fyrir meira en 20 árum og mér hefur ekki enn tekist að fyrirgefa Gerði Kristný fyrir þetta furðulega viðtal sem hún tók við Þórhall Ölversson, morðingja sem var gripinn var með blóðugar hendur eftir morðið á æskuvini mínum Agnari Agnarssyni. Sem ritstjóri Mannlífs gaf hún morðingjanum færi á að réttlæta verknaðinn meðal annars með því að bera á fórnarlamb sitt upplognar sakir um refsiverða háttsemi. Með þessu háttarlagi reyndi þáverandi ritstjóri Mannlífs að ræna ærunni af hinum látna, þótt fátt ef nokkuð styddi frásögn morðingjans, sem ritstjórinn þóttist trúa, vitandi að hinn látni gat ekki borið af sé sakir sem ritstjórinn tíundaði í blaði sínu. Þetta var áfall og viðbótar refsing fyrir okkur sem syrgðu látinn vin. Sem nánasti aðstandandi hafði ég fengið að skoða heimili Agnars sem var morðvettvangurinn. Blóði drifin íbúðin bar það með sér að um ránmorð var að ræða, morðinginn hafði augljóslega leitað í bókahillum og gefið sér góðan tíma til að fletta bókum, blóðugum höndum. Fjöldi misdjúpra stungusára þöktu líkama fórnarlambsins og báru glöggt merki um hetjulega baráttu sem sennileg hefur tekið nokkrar klukkustundir. Þar sem ég var náinn vinur fórnarlambsins vill svo til að ég veit nákvæmlega um ástæðu ránmorðsins: Ástæðan var sú að Agnari hafði þá nýverið tæmst arfur og ég var einn örfárra sem vissi að hann geymdi allt féð í gjaldeyri á heimili sínu. Þessi vitneskja hafði illu heilli borist til morðingjans, Þórhalls Ölvissonar, fáum klukkustundum fyrir verknaðinn. Aldrei hefur verið upplýst hvað varð um alla peningana, sem voru í reiðufé eins og áður segir. Um þetta hef ég gefið skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þessi skelfilega saga rifjaðist upp þegar ég las fréttir af því í fjölmiðlum að rithöfundurinn Gerður Kristný var að hæla sér af þessu framtaki sínu í hlaðvarpsþætti Ríkisútvarpsins. Þar yfirsést Gerði sorgin yfir voveiflegu morði en rithöfundurinn kemst á flug yfir spennandi ferð sinni á Litla hraun, þar sem rithöfundurinn þykist hafa náð fram óvæntri játningu. Mannorðsmorð er refsilaust sé sá er fyrir því verður þegar myrtur, löglegt en fullkomlega siðlaust.
Þessu smyglaði Gerður Kristný inn á Litla Hraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svo bregðast krosstré sem önnur tré
Miðvikudagur, 20. apríl 2016
Gamli góði Mogginn slær falska nótu. Ekki meira um það.
Ólafur í hópi með einræðisherrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Engin ástæða til að setja nígeríska hælisleitandann í steininn
Fimmtudagur, 23. júlí 2015
Vonandi hangir þetta par saman svo það smiti ekki aðra.
Viljandi smit þekkist víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lati Geir við lækjarbakka, lá þar til hann dó, langaði vatn að drekka en nennti ekki þó.
Miðvikudagur, 1. janúar 2014
Árum saman hafa sjómenn og smábátaútgerðamenn í Grundarfirði beðið sjávarútvegsráðuneytið um leyfi til að veiða síld í reknet í Kolgrafarfirði og fékkst það loks í fáeina daga innan brúar, því síldin utan brúar var ætluð öðrum. Sjávarútvegsráðherra átti úr vöndu að ráða því það var slæmt til afspurnar að "besta fiskveiðistjórnarkerfi í heimi" léti tugmilljarða útflutningsverðmæti reka á fjörur til þess eins að skapa ýldu- og óþef sem legðist eins og mara yfir afskipt sjávarþorp, salt í sár atvinnuleysis.
Því hlýtur það að vera fagnaðarefni fyrir Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðuneytið að tugþúsundir máfa 12000 súlur og hundruð háhyrninga skuli vinna á síldinni þannig að ekki þurfir að láta undan kröfum Grundfirðinga sem horfa út um eldhúsgluggann á aðfarirnar. Hvað segja grundfirskir sveitarstjórnarmenn um þetta?
Taldi tólf þúsund súlur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Komið og smakkið glillaðan makríl
Föstudagur, 6. september 2013
Heimssýn heldur makrílhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hvers að vekja úrillan hund?
Laugardagur, 18. maí 2013
óttaðist að samband Íslands við ESB myndi súrna ef til þess kæmi að
þjóðin hafnaði samningnum. Með aðildarumsókn var Ísland að gefa Evrópusambandinu ádrátt um að það geti fengið fiskveiðilögsöguna. Viljum við auka þessar falsvonir þeirra? Því er ljóst að þessi misráðna umsókn mun í
öllu falli skaða Ísland og því meir sem það er dregið að draga umsóknina til baka.
ESB þjarmar að Færeyingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttarkerfi misgott fyrir suma?
Föstudagur, 12. apríl 2013
Þó réttarkerfið sé gallað eins og þarna sést hef ég meiri trú á því en stjórnsýslunni. Sjálfur hef ég orðið vitni að því að Neytendastofa hafi meðvitað tekið við rangri skýrslu og látið það mál liggja árum saman og síðan fyrnast. Það ætti að skera niður fjárveitingar til opinberra eftirlitsstofnanna sem hilma yfir lögbrot og hindra framgang réttvísinnar.
Getur hindrað framgang réttvísinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver talar þegar upplýsingafullrtrúi talar?
Miðvikudagur, 27. febrúar 2013
Hafna ummælum Ragnars um ESB-kosningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Þorskurinn alltf til vandræða"
Miðvikudagur, 27. febrúar 2013
Svokölluð fiskihagfræði sem kennd er í Háskóla Íslands gengur út á að hægt sé að ganga að öllum fiskitegundum vísum í hillukerfi vöruskemmu. Þess vegna þurfa fiskiskip að forðast fiskitegundir sem ekki eru til á skrá eða henda þeim.
Ráðið við þessu er ekki að auka sístækkandi eftirlit heldur afnema hvatann til að henda fiski.
Þorskurinn til vandræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margur verður að aurum api
Fimmtudagur, 21. febrúar 2013
Sagt er að þessi "drengur" hafi boðist til að vera tálbeita og selja upplýsinngar um vini sína fyrir fé. Mörgum hefur orðið hált á að selja sál sína fyrir 30 silfurpeninga.
Segir Sigurð átt að vera tálbeitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |