Fyrir hvað greiddi FL Group og Landsbankinn?

falki_826539xd_geir0salAllir með þrjú eða fleiri skynfæri í lagi vita að Framsóknarflokkurinn samþykkti að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að ráðstafa Landsbankanum ef hann (Framsóknarflokkurinn) fengi að ráðstafa Búnaðarbankanum. Þá er það líka á allra vitorði að FL Group kom að REI og væntanlegri einkavinavæðingu Orkuveitunnar. Nú ætla ég ekki að giska en  hvernig væri ef Sjálfstæðisflokkurinn upplýsti hreinskilningslega fyrir hvað þessi fyrirtæki voru að borga?  Eða eiga kjósendur að kaupa það að Bjarni og Þorgerður þekki ekki til flokksins sem þau stýra?


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jæja Siggi minn, ég var að endurhanna lógó Sjálfstæðisflokksins, sjá hér, endilega notaðu þessar myndir!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Haukur. Það er mikið af heiðarlegu og góðu fólki í Sjálfstæðisflokknum. Sýnum því stuðning í siðferðilegri uppbyggingu flokksins með því að kjósa flokkinn ekki núna.

Sigurður Þórðarson, 9.4.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já sjálfstæðisflokkurinn þarf á góðri hvíld að halda

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 12:56

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tek undir það Jakobína

Ég er að fara út úr bænum

Gleðilega  páska öllsömun

Sigurður Þórðarson, 9.4.2009 kl. 12:58

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Sjálfstæðisflokkurinn þarf svo sannarlega á góðri hvíld að halda. Það þarf að þrífa allt sem úldið er í Valhöll og gæti það tekið langann tíma.

GLEÐILEGA PÁSKA

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 13:01

6 Smámynd: Helgi Kristófersson

Sæll Sigurður og takk sömuleiðis. Heldur þú að þetta skili sér ef þetta fer til baka. Þá fer þetta bara í lögfræðingana. Hvernig heldur þú að það sé fyrir lögfræðinga að fá peninga til baka. Það veldur bara lagaflækju. Veistu ekki að einfaltttttttttttt mál getur orðið rosalega flókið í svona ferli og þú ert sko að tala um flókið. Þarna á fjölskylduhjálpin að njóta vafans en ekki lögfræðingarnir.

Helgi Kristófersson, 9.4.2009 kl. 14:41

7 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Mig furðar mest hvað Gæsalappa Bjarni, Þorgerður leikaradóttir og Geiri glæpur halda andlitunum framanvið myndavélarnar. Hver ligin tekur við af annari og virðist ekki ætla að taka neinn enda. Og enn eru um 30 % sem ætla að kjósa þetta fólk. Já ekki er ein ligin stök

Ragnar L Benediktsson, 9.4.2009 kl. 20:03

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er að hefjast í Valhöll hreingerning sem mun verða mun sársaukafyllri, dýrari og tímafrekari en þegar rauða spreyinu var beint að framhlið hússins í haust.

Það er lengi hægt að varast skerin og grynningarnar ef vel er stýrt. En það er fáum skipstjórnarmönnum hent að verjast skerjunum sem koma innan frá.

Árni Gunnarsson, 9.4.2009 kl. 21:17

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Siggi!

Ég á í endalausum erfiðleikum að komast inn á bloggið þitt! Sendu mér mailið þitt og EKKERT íslenskt mail.! g-mail  eða hotmail. (hotmail er með virus) eða hvað sem er annað enn íslenskt mail. Þá skal ég senda þér smá fróðleiksmola.

kv, Óskar

Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 21:03

10 identicon

Heill og sæll; Sigurður minn, sem þið önnur - hér á síðu hans !

Fyrirgefðu mér; síðbúna aðkomu, Sigurður minn, en,..... ég hefi verið, mest í því, að slaka á - og gera mér betur grein fyrir - að þjóðfélagið á sér ekki viðreinar von, meðan S og V listar, véla hér með völd, svo og, hefi ég verið, að munnhöggvast við helvítis kratana, meðal annars.

Lifið heil - gott fólk !

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:45

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa sammála.

Gleðilega páska.

Sigurður Þórðarson, 11.4.2009 kl. 21:14

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Helgi. Mútufé á að  endurgreiða. það væri siðleysi að leggja mútufé til góðgeramála og ég er hissa á að þú skulir ekki sjá það strax. Skiptastjórar taka við  þessu.

Gleðilega páska. 

Sigurður Þórðarson, 11.4.2009 kl. 21:18

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ragnar, vonandi verða þeir ekki svo margir.

Gleðilega páska. 

Sigurður Þórðarson, 11.4.2009 kl. 21:19

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Árni, sagðir þú hreingerning?

Ég er nokkuð viss um að þeir munu ekki skúra í hornin.

Gleðilega páska. 

Sigurður Þórðarson, 11.4.2009 kl. 21:20

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar getur þú ekki notað immiflex@immiflex.is  ?

 Hafðu það sem best

Gleðilega páska. 

Sigurður Þórðarson, 11.4.2009 kl. 21:22

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar Helgi Helgason.

Ástandið er viðsjálvert eins og þú segir. 

Gleðilega páska.  

Sigurður Þórðarson, 11.4.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband