Færsluflokkur: Sjónvarp

Færeyingar brjóta sparibaukinn fyrir Íslendinga

1386089751_32e67df259Færeyingar brjóta sparibaukinn fyrir Íslendinga. Risstjórnin er á ferð og flugi um allan heim að snapa lán, Geir er mjög glaður og tekur fegins hendi við öllum peningum sem honum eru réttir. Ríkisstjórnin er ekkert að láta það trufla sig hvort komandi kynslóðir geti borgað þessa skuldasúpu, það er seinna. Eitt sinn átti ég frænda sem var útigangsmaður og gaf honum alltaf eitthvað klink þangað til móðir hans skammaði mig fyrir að halda honum fullum. Færeyingar eru ekkert að spyrja Geir og Sollu hvort þau noti peninginn í sendiráð í Afríku. Þeir gera þetta af góðum hug. En hvort sem þessi hjálp er til góðs eða ekki er ég þakklátur Færeyingum.

 


mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segja seðlabankastjórar núna

Fyrsta frétt Stöðvar 2 í gær fjallaði um þá fullyrðingu Björgólfs Thor Björgólfssonar um að Bretar hafi viljað stuðla að flýtimeðferð á flutningi Icesave reikningunum til Bretlands en íslenski seðlabankinn hafi staðið gegn því. Bretarnir hafi ekki farið fram á nema 40 milljarða sem er smáaupphæð í samanburði við hvað í húfi var og Landsbannkinn hafi boðið fimmfaldar tryggingar í ríkisskuldabréfum.  Þegar seðlabankinn neitaði hafi  Bretar reiðst. Afleiðingarnar eru mesta efnahagshrun nokkurrar þjóðar. Og ekki bætir úr skák að viðkomandi þjóð er sú skuldugast í veröldinni eftir 17 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins. 

Hvað segir seðlabankastjóri? Hvað segir ríkisstjórnin?


Vill ISG ekki stefna flokksbróður sínum, hr. Gordon Brown?

"Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagði að það væri ekki endilega skilvirkasta leiðin til að endurreisa orðstír Íslendinga að fara í mál vegna hryðjuverkalaganna."

 Óttalegt rugl er þetta!  Málið snýst um að sækja skaðabætur fyrir tjón sem breska stjórnin hefur valdið Íslendingum og talið er geta numið hundruðum milljarða.  Íslendingar eru skuldum vafðir og landið er það langskuldugasta í Evrópu.  Er Ingibjörg enn með hugann við öryggisráðið?


mbl.is Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vorkenni líka Íslendingum

iceland-Geir_Haarde 610x Ég vorkenni líka Íslendingum fyrir að eiga "vini" eins og Breta. Við getum vel sleppt yfirflugi þeirra hér í desember enda þurfum við enga óvini, eigandi að slíka forláta vini. Sendiherra Breta nýtti tækifærið til að vera með aulahúmor um að hann vorkenni Íslendingum að fá ekki að vera með í öryggisráðinu. Geir Haarde veit ekki að þjóðin vildi ekki fara í öryggisráðið og hann fattar ekki háðið hjá breska sendiherranum og er því þakklátur honum
mbl.is Bretar vorkenna Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir Ísland! Markaðir opnast í Austur Evrópur

Mörg íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa verið að gera það gott í Austur Evrópu ekki síst í Balkanríkjunum þar sem viðskiptamenn hafa flutt út þekkingu. Þetta hefur gerst í bankaviðskiptum, símaþjónustu, lyfsölu og lyfjaframleiðslu svo dæmi séu nefnd. Allt hefur þetta gengið með miklum ágætum. Nú eru markaðir óðum að opnast fyrir fiskafurðir.Baby_Face_Russia


mbl.is Frystar afurðir til Litháens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EBE hlutlaust gagnvart lögbrotum Breta á Íslendingum

Það þýðir ekkert fyrir Íslendinga að klaga Breta fyrir ESB. Eftirlitsstofnanir ESB hafa ekki verið seinar á sér að hnippa í Íslendinga ef þeir telja íslensk yfirvöld ekki virða rétt evrópskra fyrirtækja í hvívetna hér.  ESB hefur hins vegar ekki neina skoðun á því þó bresk stjórnvöld beiti hryðjuverkalögum til að frysta eigni íslenskra banka og útgerðafyrirtækja og hafa jafnvel í hótunum við Baug.  Hverjir vilja rétta þessum mönnum öll okkar ráð?
mbl.is ESB blandar sér ekki í deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fjórðungi bregður til fósturs"

 Haldið þið að það sé gaman fyrir Geir H Haarde að senda fjármálaráðherrann að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og lesa það í blöðunum að ISG vilji semja skilyrðislaust víð IMF?

Gordon_Brown

"Fjórðungi bregður til fósturs"  segir gamalt orðtak. Fjórðungur ríkistjórnar Geirs Hilmar Haarde eru meðlimir í breska Verkamannaflokknum og lúta því leiðsögn Gordons Brown. Þar sannaðist hið fornkveðna, að erfitt er að þjóna tveimur herrum.


mbl.is Bíða niðurstaðna sérfræðinga IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eiga tvo kosti, uppgjöf eða viðnám.

Íslendingar voru svo slegnir þegar hvert áfallið öðru verra dundi yfir að maður hafði sterklega á tilfinningunni að ráðamenn ætluðu að láta leiða þjóðina eins og lömb til slátrunar án andmæla. Nú eru þeir að vakna hver á fætur öðrum og hinn annars hófsami Geir Haarde talar umbúðalaust og bregður upp skildi fyrir hagsmuni landsins. Ástæðan liggur fyrir: Færustu lögmenn telja að Bretar hafi skapað sér skaðabótaábyrgð þegar þeir brutust inn í banka sem alltaf hafði staðið í skilum og engar reglur brotið. Jafnvel þó þeir þyrftu ekki að borga nema 1/4 af því tjóni sem þeir hafa valdið myndi það hjálpa þjóðfélaginu verulega og bjarga mörum lífeyrissjóðum.
mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sýnir Íslendingum tennurnar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur lofað að veita Íslendingum lán gegn því að þeir kyssi á vöndinn og gangi að öllum skilyrðum Breta, sem beittu hryðjuverkalögum til að brjótast inn í  Kaupþing, breskan banka sem alltaf hafði staðið í skilum, á hausinn. Þessi aðgerð sem var löglaus og siðlaus kostar Íslendinga líklega þúsundir milljarða og rýrir verðgildi lífeyrissjóða.

Með þessu er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að höggva í sama knérunn og gera samningsstöðu Íslands verri.  Þá má ekki gleyma því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er þekktur fyrir að þvinga ríki til að selja náttúruauðlindir sínar.

Vonandi hætta samfylkingarmenn að líta á Brown sem sinn mann.

imf%20logo


mbl.is Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð forði okkur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Þar sem Aljóðagjaldeyrissjóðurinn nær hreðjataki á ríkjum t.d. í Afríku og S-Ameríku setja þeir ýmiss skilyrði en þessi eru algengust:

1. Kröfur um að grunnatriði þjónustu við almenning verði aflögð með öllu

2. Náttúruauðlindir verði SELDAR og það STRAX.

3. Þar sem ekki eru til aurar innanlands, verði að selja útlendum aðilum auðlindirnar. S:S Kananum eða þeim sem þeir hafa velþóknun á.


mbl.is Rússar og IMF sameinist um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband