Guð forði okkur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Þar sem Aljóðagjaldeyrissjóðurinn nær hreðjataki á ríkjum t.d. í Afríku og S-Ameríku setja þeir ýmiss skilyrði en þessi eru algengust:

1. Kröfur um að grunnatriði þjónustu við almenning verði aflögð með öllu

2. Náttúruauðlindir verði SELDAR og það STRAX.

3. Þar sem ekki eru til aurar innanlands, verði að selja útlendum aðilum auðlindirnar. S:S Kananum eða þeim sem þeir hafa velþóknun á.


mbl.is Rússar og IMF sameinist um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það er ekki hægt að bera saman ísland og þau skilyrði sem við fáum og fátækt Afríkuríki. Þegar einstaklingur sem getur ekki borgað skuldir sínar kemur í ráðgjafastöð heimilanna er honum gefin ráð sem honum hugnast ekki. Hann getur þurft að selja íbúð sína þó verð á íbúðum sé í lágmarki og tapa peningum og húsaskjóli. Þessi ráð eru gefin vegna þess að önnur eru ekki til staðar.

 Munur á okkur og Afríkuríkjum er að okkur skortir lausafé en við höfum framleiðslutæki og auðlindir í lagi. Afríkuríkin þurfa að selja af því þau hafa ekki geta nýtt náttúrauðlindir sínar og sala þeirra kemur þeim í not. Það á ekki við okkur. Við erum færastir að nýta okkar auðlindir og gerum það í ríkum mæli.

 Það er tekið fram á fundi IMF að skilyrði fyrir aðstoð verða mun minni nú en áður þegar ríku þjóðirnar þurfa hver af annarri að leita aðstoðar.

Jón Sigurgeirsson , 11.10.2008 kl. 00:48

2 identicon

Þvílík ósvífni, nú af því að það var ekki hægt að sökkva landinu eins og vestrænir fjölmiðlar með stjórnmálakröftum bak við sig, þá er þess krafist að þeir skýri frá.

Hvers konar verkefni sinnir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eiginlega?

Að beita viljandi þjóðum þvingunum um að fá skýringar. Hvernig væri að muna hvernig viðskipti voru við Sovjet á tímum þorskastríðs. Ferlega spælandi fyrir USA/UK að það var ekki hægt að ráða yfir þessum berberum í Norðri. Hvar Norðurlandasamstarfið var þá væri athyglisvert að vita í þessu sambandi.

Þetta væri að bera saman við að ef einhverjum sé bjargað, já á ekki  þá samkvæmt þessu að spyrja, hvers vegna í helvíti á að bjarga fólki frá að drukkna?

Sé það grundstöðull í þessari rökfræði, þá bera að varast áhrif svona valda.

Þróunarríki,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,Reuters orð eða IMF? Eða bara hreint af Moggans.

Ég segi bara ..................... Guð hjálpi þróunarríkjunum.

ee (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:59

3 identicon

Ég svo sem þekki þetta ekki (enda varla von) en má ekki athuga hvaða skilyrði yrðu sett og skoða svo hvort okkur hugnist þau? Eða þurfum við að taka bara öllu sem okkur er sagt um leið og við höfum samband við þá þarna í alþjóðagjaldeyrissjóðnum?

assa (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 01:01

4 identicon

Hvað felst í sessunni sem Geir situr á? Kominn tími að hann standi upp.

ee (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 01:05

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Trúlega er þetta hið besta mál úr því sem komið er. Miðað við það sem ég  hef lesið  í kvöld (og nótt) þá verða margir þjóðir sem fara illa út úr þessu nema töfralausn finnist um helgina (sénsinn). Í þetta skiptið gæti ég trúað að best sé að vera fyrstur í röðinni hjá IMF.

Haraldur Rafn Ingvason, 11.10.2008 kl. 01:10

6 identicon

Eitthvað segir mér að þetta muni vera rétt hjá Haraldi Rafni. Líklega gæti röðin orðið löng hjá IMF og kannski best að rétta upp hönd strax.

assa (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 01:20

7 identicon

Aðkoma IMF að málefnum okkar er afskaplega varhugavert. Þetta er fyrst og fremst pólitísk stofnun og ósvífin í alla staði.

Þetta eru ekki vinir neinnar þjóðar, enda leitar engin þróuð þjóð til þessara manna. Það má færa rök fyrir því að þróaðar þjóðir hafi ekki verið í þeirri stöðu að slíkt hafi verið nauðsynlegt, en umræddar þróaðar þjóðir hafa reynt sem þær geta að róa sem lengst frá þessum 'sjóði'.

Hvert eitt það land sem setur skuldbindur sig IMF glatar um ófyrirsjáanlega framtíð fjárhagslegu fullveldi sínu og þarf að lúta þeim boðum sem berast frá þessu ólýðræðislega apparati - IMF.

Það má vel skoða hvort IMF sé reiðubúið til að gera sérstaklega hagstæðan samning við íslendinga, án þeirra ósamþykkjanlegu skilyrða sem sjóðurinn er vanur að setja og taka því ef svo ber undir.

Hins vegar að öllu jöfnu er alveg jafn gott að leggja bara árar í bát, lýsa yfir þjóðargjaldþroti og byrja aftur á byrjunarreit, frekar en að taka samning frá IMF.

Ég segi mig úr lögum við þetta land og leita á náðir frjálsra ríkja í stað þess að lifa í landi sem tekur boðum frá ólýðræðislegum ofurstofnunum eins og IMF. Fullveldið er þá hvort eð er að engu orðið. Ég mundi aldrei aftur kalla mig Íslending.

Uni Gislason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 01:30

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðvitað er enginn kostur góður í stöðunni. Mér hugnast þó síst  að við afsölum sjálfstæði okkar, illskárra er að vera blankur um hríð.

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 08:32

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Tek undir með þér: "Guð forði okkur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum."

Ef þeir ná að komast að okkur þá er ég hrædd um að þeir rífa af okkur sjálfstæðið og setji skilyrði að við förum inní ESB og tökum upp Evru sem er líka veik og aum eins og íslenska krónan.

Þeir sjá auðvita að við eigum ódýra orku og góð fiskimið.

Væri betra að vera blankur um tíma og vinna sig út úr þessu. Landið okkar er sjálfbært og við getum alveg komið undir okkur fótunum á ný eins og forfeður okkar og formæður gerðu á sínum tíma með ekkert í höndunum. Við höfum heldur betur meira í höndunum en þau og getum vel þraukað og risið upp á ný með stæl.

Burtu með þennan viðbjóðslega kvóta.

Hvernig væri að semja frekar við Kínverjana hennar Ingibjargar Sólrúnar því þeir sjá tækifæri með siglingu um norðurhöf og þá er Ísland vel staðsett.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.10.2008 kl. 11:18

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mæl þú manna heilust Rósa.

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 11:30

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Trúirðu þessu sjálfur í pistli þínum, Sigurður minn?

Og Rósa mín, Peking-stjórnvöldin voru í læri hjá bolsévíkum og hafa ekki siðazt síðan. 

Jón Valur Jensson, 11.10.2008 kl. 16:18

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já Jón Valur, ég trúi þessu. Reyndar veit ég að þetta er rétt. Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðurinn lánar ekki nema með skilyrðum. Þessi skilyrði eru misströng en miðast meðal annars  við að koma skikk á fjármálin og tryggja að lánin verði endurgreidd. En þau geta líka miðast við hagsmuni ríku og stóru þjóðanna í okkar tilfelli Breta gegn Íslendingum. 

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 19:39

13 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Nú, séu skilyrðin óaðgengileg - þá göngum við ekki að þeim og reddum okkur með öðrum hætti.

Málið er ekki flóknara en það. 

Haraldur Rafn Ingvason, 12.10.2008 kl. 01:21

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Málið er reyndar örlítið flóknara Haraldur Rafn Ingvason. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er að finna skammsýna "feita þjóna" og fyrir þarf fólk að vera á verði jafnt hér sem annarsstaðar.

Sigurður Þórðarson, 12.10.2008 kl. 01:42

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Siggi minn, það sem við þurfum einna mest á að halda er einmitt að koma skikk á fjármálin. Treystirðu Davíð og ríkisstjórninni betur til þeirra hluta? Eða þjóðinni, ef út í það er farið? – þ.e.a.s. að þrýsta svo fast á pólitíkusana, að þeir beiti nú þeim ströngu aðhaldsaðgerðum og skattahækkunum, sem nauðsynlegar verða, þ.e.a.s. ef eignir bankanna fara langt frá því að ná að greiða upp skuldbindingar þeirra, einkum vegna Icesave. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 13.10.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband