EBE hlutlaust gagnvart lögbrotum Breta á Íslendingum

Það þýðir ekkert fyrir Íslendinga að klaga Breta fyrir ESB. Eftirlitsstofnanir ESB hafa ekki verið seinar á sér að hnippa í Íslendinga ef þeir telja íslensk yfirvöld ekki virða rétt evrópskra fyrirtækja í hvívetna hér.  ESB hefur hins vegar ekki neina skoðun á því þó bresk stjórnvöld beiti hryðjuverkalögum til að frysta eigni íslenskra banka og útgerðafyrirtækja og hafa jafnvel í hótunum við Baug.  Hverjir vilja rétta þessum mönnum öll okkar ráð?
mbl.is ESB blandar sér ekki í deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Við erum ekki í ESB.

Við erum aftur á móti í NATO og á þeim vettvangi hefur verið komið á framfæri mótmælum. Vonandi eru okkar menn nógu harðir þar.

Gestur Guðjónsson, 15.10.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Það er ekki sama hvort um sé að ræða Séra Jón eða bara einhvern án titils.

Vertu Guði falinn.

Barátukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.10.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Getur einhver útskýrt það fyrir mér afhverju þetta er kallað "hryðjuverkalög"? Lögin heita á móðurmálinu "Anti-terrorism, Crime and Security Act ".

Hefur einhver hérna á þessu moggabloggi virkilega lesið umrædd lög? Endilega flettu yfir þau, part tvö, grein fjögur. Umrædd grein kemur hryðjuverkum (Anti-terrorsim) ekkert við heldur öryggi bresk almennings (security) þá sérstaklega fjárhagslegu öryggi.

Ég skil Bretana vel.
Við vorum meðvirk í sukkinu, núna verðum við að hreinsa upp eftir okkur.

Páll Ingi Pálsson, 16.10.2008 kl. 00:14

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

PIP spurðu bresku lögfræðingana sem eru hér á landi.

Sigurður Þórðarson, 16.10.2008 kl. 00:34

5 identicon


það er mjög skiljanlegt að enginn skuli vilja eiga viðskipti við Ísland.
Stjórnvöld á Íslandi eru rúin öllu trausti umheimsins.
Seðlabanki Íslands er stærsti brandarinn í fjármálaheiminum núna.
Skuldin sem Ísland þarf að greiða er 17000 milljarðar ISK eða 12 föld þjóðarframleiðsla.

Íslensku bankarnir notuðu innistæður sparifjáreigenda m.a. í Finnlandi og Bretlandi til að fjármagna afborganir af lánum sínum.

Allar lánalínur bankanna voru fyrir löngu lokaðar og þeir féllu í þá freistni að nota sparifé almennings í þessum löndum til að borga spilaskuldirnar.

Til að stöðva þessa starfsemi frystu Finnar allar yfirfærslur Kaupþings til Íslands mánudaginn
6 okt. Þetta var gert í kyrrþey. Frétt um þetta birtist fyrst í Hufvudstadsbladet 9 okt.
Sjá:
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php

Fimmtudaginn 9 okt var finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanení heimsókn hjá Gordon Brown til viðræðna um bankamál.
sjá:
http://www.zimbio.com/pictures/5r_RqGZhvZI/Gordon+Brown+Holds+Talks+Finnish+Prime+Minster/tOYAtpThaZA

Aðgerðir Breta og Finna virðast vera af sama tilefni.
Í báðum tilfellum var verið að stöðva glæpastarfsemi.
Bretarnir brutu hurðina að bankanum en Finnar hringdu dyrabjöllunni.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtals við yfirmann fjármála Íslands þar sem hann
með pókerfés á smettinu segir að þeir (ræningjarnir) ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi ummæli birtust á fjarritum kauphalla um allan heim.

Ummæli Gordon Brown um aö leiðtogar Íslands hafi svikið þegna sína er rétt.
Líklega verða einhverjir íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.

NB!
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Sjá texta undir mynd:
Finansinspektionen uppger att man redan på måndagen satte stopp för försök att flytta depositioner i finska Kaupthing till utlandet. Kaupthing berörs av den isländska statens depositionsskydd.

RagnarA (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband