Færsluflokkur: Mannréttindi

Ósammála - Ég er ósammála þeim sem vilja gefa fiskimiðin

ESB andstæðingar skráið ykkur á ósammála.is!

Ég vildi athygli allra sem eru ósamála því að Ísland innlimist í ESB og afnemi fiskveiðilögsögu Íslands um leið og tekin er upp fiskveiðilögsaga ESB  á að þeir geta skráð sig hér á ósammála.is! Endilega skráið ykkur og látið alla vita sem eru ekki hlynntur ESB aðild.

 

noEU

mbl.is Ósammála punktur is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vistmenn á Kvíabryggju snúa baki við Sjálfstæðisflokknum

Sigurjón bróðir minn hefur gert víðreist um Snæfellsnesið, þaðan sem við erum raunar ættaðir, í kosningabaráttunni en hann skipar annað sætið á lista Frjálslyndra í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf átt miklu fylgi að fagna á Snæfellsnesi og eitt sterkasta vígi hans um langa hríð hefur verið á Kvíabryggju. Gleðipinninn Árni Johnsen var þar fyrir skemmstu hrókur alls fagnaðar og naut þar engu minna fylgis en í Vestmannaeyjum. Því hefði fyrirfram mátt búast við að Sigurjón hefði átt við ramman reip að draga en það kom skemmtilega  á óvart að því var ekki þannig varið þvert á móti.  Fangarnir eru þarna af því að þeir brutu reglur samfélagsins en þeir líta  á vist sína sem betrunarvist og eiga það markmið að verða betri menn. Mútuþægni Sjálfstæðisflokksins gagnvart þeim sem ásælast auðlindir þjóðarinnar er þeim ekki aðeins áhyggjuefni heldur stríðir hún gegn lífsgildum fanganna. Eða eins og einn fanginn orðaði það: "Þetta voru mennirnir sem komu okkur á hausinn".                  Fangelsið Kvíabryggja, er mannbætandi.

Fangelsid_Kviabryggja


mbl.is Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hvað greiddi FL Group og Landsbankinn?

falki_826539xd_geir0salAllir með þrjú eða fleiri skynfæri í lagi vita að Framsóknarflokkurinn samþykkti að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að ráðstafa Landsbankanum ef hann (Framsóknarflokkurinn) fengi að ráðstafa Búnaðarbankanum. Þá er það líka á allra vitorði að FL Group kom að REI og væntanlegri einkavinavæðingu Orkuveitunnar. Nú ætla ég ekki að giska en  hvernig væri ef Sjálfstæðisflokkurinn upplýsti hreinskilningslega fyrir hvað þessi fyrirtæki voru að borga?  Eða eiga kjósendur að kaupa það að Bjarni og Þorgerður þekki ekki til flokksins sem þau stýra?


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám kvótakerfisins, skýr leið úr kreppunni

Fyrir um 14 árum var djúp banka- og efnahagskreppa í Færeyum en þeir þeir komust út úr henni með því að afnema kvótakerfið. Núna styrkja Færeyingar Íslendinga. Jón Kristjánsson fiskifræðingur skrifar um þetta hérna.

 

c8829fc1-6b1e-4ebb-bc55-9281c9dced56_MS

 Ekkert kvótakerfi, landburður af afla án brottkast er ávísun á stórauknar þjóðartekjur.

Sjáið frábæran Komásþátt  hérna

 

Arðbærar fiskveiðar, skýr leið úr kreppunni.


mbl.is Ár þar til þorskurinn verður vottaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drengur góður

getfileÉg er búinn að þekkja "Kalla"  séra  Karl V. Matthíasson og fjölskyldu hans síðan við vorum unglingar og bjuggum á Skólavöruholtinu.

Kalli er margbrotinn en ef ég ætti að lýsa honum með tveimur orðum úr Orðabók Menningarsjóðs  myndi ég velja réttsýnn og heiðarlegur.

Af öllum öðum málum sem Kalli ber fyrir brjósti standa tvö uppúr þ.e. Hagsmunir sjávarbyggðanna og þjóðarinnar allrar af því að afnema mannréttindabrot og óhagkvæmt kvótakerfi.  Og að vinna að vímuefnaforvörnum einkum meðal ungs fólks. Þetta hefur hann viljað gera með því að efla íþróttastarf og önnur heilbrigð viðfangsefni ungs fólks. 

 Kalli, ég óska þér alls góðs!


mbl.is Karl V. til liðs við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindabrot á Íslandi

Munu margir kjósa mannréttindabrot og skuldaklafa?
mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð hreyfing

Borgarahreyfingin á heiður skilið fyrir að veita ríkisstjórninni aðhald þegar stjórnmálastéttin brást almenningi og stjórnarandstaðan var ýmist sofandi eða meðvirk. Vonandi er þarna að koma verðugur valkostur fyrir almenning til að takast á við þau vandamál sem samtryggingarstjórnmálamennirnir og útrásarvíkingarnir komu okkur í.  borgarafundur_flksfjldi_12_jan_jpg_550x400_q95
mbl.is Borgarahreyfingin býður fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsmálin krufin til mergjar

Opinn umræðufundur um landsmálin á laugardag

Viðar Guðjohnsen, formaður ungra frjálslyndra, og Sturla Jónsson standa fyrir opnum umræðufundi um landsmálin næstkomandi laugardag, 21. febrúar, í félagsheimili Frjálslynda flokksins, Skúlatúni 4, kl. 11:00.

Það er rétt að hvetja alla sem eru áhugasamir um horfur í landsmálum að láta sjá sig.

Heitt kaffi á könnunni

 


mbl.is Geir gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúp gjá milli þings og þjóðar í kvótamálum

Þingmenn sækja atkvæðastyrk  til kjósenda en styrk til prófkjörsbaráttu til fyrirtækja. Frambjóðendur eru margir mjög háðir slíkum styrkjum og það endurspeglast síðan í því að þeir framfylgja frekar sjónarmiðum styrktaraðila en kjósenda. Í nýlegri könnun MMR voru  61% svarenda hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Aftur á móti voru 20,7% því andvígir. Þessi skoðun almennings á ekki hljómgrunn á Alþingi þar sem flestum þingmönnum þykir sjálfsagt að brjóta mannréttindi og hundsa álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna til þess að viðhalda vitleysunni sem stuðlaði að því að koma Íslandi á hausinn.  Hvað er til ráða fyrir okkur kjósendur?400799nsVR_w

 

 

Það er meira framboð en eftirspurn af svona þingmönnum. Þeir sem ætla í framboð ættu að huga að þessu. 


mbl.is 61% vilja innkalla kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dorrit er sólargeisli í skammdeginu!

Dorrit_Moussaieff_2Ég get bara ekkert gert að því að hún Dorrit heillar mig alveg upp úr skónum fyrir einlægni sína og jákvæðni. Hann Ólafur Ragnar Grímsson er einstaklega heppinn maður að eiga þessa konu og við Íslendingar erum heppin að þau skuli vera forsetahjón.

Þau lengi lifi:

Húrra, húrra, húrra, húrrrahaa!


mbl.is Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband