Færsluflokkur: Mannréttindi

Sjómenn yfirgefa Samfylkinguna

Mér hafa borist spurnir úr sjávarþorpum af því að sjómenn, sem fylgt hafa 3FISKERE Samfylkingunni frá upphafi, séu í þann mund að yfirgefa flokkinn vegna vegna svikinna loforða. Ráðstafa á 30.000 tonnum af þorski, sem hægt verður að veðsetja í  útlöndum. Hluti af þessari sameign þjóðarinnar mun fara í þrotabú sem erlendir bankar munu gera kröfu í. Klerkurinn, samviska samfylkingarmanna, kveinkar sér undan endurteknum mannréttindabrotum í sjávarútvegi. Kvennalistakonunum, femínistunum, í Samfylkingunni er skítsama. Gleraugu þeirra greina ekki misrétti gagnvart sjóbörðum körlum.
mbl.is Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mega þingmenn þiggja mútur?

Menn tala núna fjálega um að uppræta spillinguna:  Nýtt Ísland. Helstu hugsuðir landsins koma fram og leggja til að við stofnum nýtt lýðveldi. Hvorki meira né minna. Jafnvel framsóknarmenn tala nú um að kosið verði til stjórnlagaþings. Það er alveg ljóst að dýpt kreppan sem við stöndum nú frammi fyrir stafar ekki síst af spillingu, þar sem peningaöflin höfðu keypt sér öll þau áhrif í stjórnkerfinu sem þau vildu og þess vegna GeirHaarde2_GSL1493-sungu stjórnmálamennirnir með þrátt fyrir að öll rauð ljós blikkuðu.  Við þurfum þess vegna að fá heiðarlega stjórnmálamenn. 

Fyrsta skrefið ætti að vera að þeir þingmenn sem hafa orðið uppvísir og fengið fangelsisdóm fyrir að þiggja mútur séu ekki kjörgengir. Í þessu er mikill fælingamáttur. Sé gerð undantekning frá þessu ætti að vera algjört  skilyrði að einungis þjóðkjörinn forseti geti veitt sakamanninum uppreisn æru. Þá gætu spilltir flokksbræður ógæfumannsins, sem hugsanlega finna til samkenndar, ekki tekið sig saman um að bregða út öryggisneti fyrir félaga sem var svo óheppinn að gera tæknileg mistök þannig að upp komst. Þessir handhafar forsetavalds gætu líka verið undir óþægilegum þrýstingi þar sem sá sem gripinn var hótar að fletta ofan af hinum, um margfalt stærri arnijohnsenspillingarmál og gefa jafnvel út bók um spillingu sem þessir félagar hans kunna að vera blandaðir í.  Því er ekki rétt að setja veiklundaða handhafa forsetavalds í þá stöðu að hægt sé að ógna þeim með því að skrifuð verði bók.

 

Árni hótaði að skrifa bók, ef með þyrfti og fletta ofan af spillingaröflunum!


mbl.is Lagt til að kosið verði til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband