Færsluflokkur: Dægurmál
Óþarfi að örvænta Óskar
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Óskar Bergsson er að fara á límingunum vegna þess að einni jarðgufuvirkjun er hafnað af umhverfisástæðum.
Veit Óskar ekki að verið er að byggja Hellisheiðarvirkjun, sem á eftir að stækka um helming. Fyrirhuguð er virkjun við Hverahlíð og stefnt að rannsóknaborunum við Meitil og Gráhnjúka. Þar með verða víst heilar 5 jarðgufuvirkjanir á Hellisheiðar- Hengilssvæðinu. Einhverra hluta vegna hefur Óskar Bergsson alveg gleymt þeim. Óskar er ungur maður við hestaheilsu og ekki gleymnari en gengur og gerist. Skyldi þetta vera pólitísk kölkun?
Segir flumbrugang einkenna samþykkt stjórnar OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er að koma frá spákonu, sem spáði fyrir mér í beinni á Sögu!
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hannes Hólmssteinn gegn einkavæðingu
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Ég er endilega sammála því sem sumir vinstrimenn halda fram að það sé ósamræmi í því að Hannes Hólmsteinn vilji láta einkavæða allt sem hægt sé að koma í verð en neiti samt að láta einkavæða sig. Hannes, (sem stundum er kenndur hornið) er þekktur fyrir að bulla heil ósköp þannig skilst mér að hann hafi skrifað greinar í erlend blöð þar sem hann vegsamar kvótakerfið og stórfellt skuldafen sjávarútvegsins og aflasamdrátt, sem hann kallar hagræðingu og telur að sé drifkraftur efnahagsframfara á Íslandi. Samt læðist að mér sá grunur að ánægja Hannesar með kvótakerfið lúti að því að einkaaðilar geti veðsett sameign þjóðarinnar. Nú hefur verið hleypt af stokkunum söfnun fyrir Hannes til að greiða fyrir sektir vegna ritstulds á íslensku og óhróðurs sem hann skrifaði á ensku um nafngreindan mann. Hannes er sannarlega skemmtilegur og kynlegur kvistur í mannflórunni og með öllu meinlaus.
Segir Ísland ekki vera að bráðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðar fréttir úr höfuðborginni
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Máluðu yfir veggjakrot í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
32% hækkun álverðs frá áramótum
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Þegar álverð reis hæst fyrir um 10 dögum hafði það hækkað um 36% frá áramótum í dollurum en síðan hefur það verið á nokkru flökti 2n er nú 32% hærra en um áramót. Helstu ástæður hækkunarinnar má rekja til aukinnar eftirspurnar á áli í Austur-Asíu og vegna hærra raforkuverðs og síðast en ekki síst kuldakastsins í Kína. Á móti kemur 9% lækkun dollars gagnvart evru. Haldist verðið þetta hátt út árið svara áhrifin til þokkalegrar loðnuvertíðar og hefur gríðarleg áhrif á rekstur Landsvikjunnar og þjóðarbúsins alls. Því er spáð að álframleiðsla muni aukast um 7% á árinu en eftirspurnin um 8%.
Burt séð frá umhverfisþættinum, sem er umdeildur, þá hljóta þessir framkvæmdir, ef af verður, að verða lyftistöng fyrir Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur.
Norðurál
Engin óvissa vegna orkuöflunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Davíð / Golíat -Vonandi gengur litla íslendingaliðinu vel
Föstudagur, 14. mars 2008
Ég verð í fermingu bróðurdóttur minnar á morgun þegar litla íslendingaliðið Reading sækir stórliðið Liverpool heim á Anfield kl:15:00. Það verður í nógu að snúaast hjá Ívari Ingimundarsyni fyrirliða, sem jafnframt er lykilmaður í vörninni. Ég ætla engu að spá um úrslitin. En bið Liverpool aðdáendur forláts að ég óska litla íslendingaliðu heilla á morgun.
Brynjar Björn til vinstri er á sjúkralista.
Ívar Ingimarsson th verður fyrirliði á morgun. Vonandi tekst vörninni að halda hreinu gegn firnasteku Liverpoolliðinu
Ívar vonast eftir góðum úrslitum á Anfield | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ingibjörg Sólrún fær prik fyrir þetta.
Föstudagur, 14. mars 2008
Það er gott að Ingibjörg Sólrún skuli hafa gefið sér tíma frá kapphlaupinu um að komast í öryggisráðið til að bera hönd fyrir höfuð íslensku bankana. Ingibjörg getur verið skeleggur og öflugur talsmaður þeirra sjónarmiða sem hún berst fyrir. Ég er aftur á móti ekki sammála henni um að okkur sé best borgið í Evrópubandalaginu. Ekki bara vegna þess að það muni rústa sjávarútveginn, heldur vegna þess svigrúms sem við höfum utan þess t.a.m. fyrir bankana. Talið er að sá mikli uppgangur sem verið hefur í fjármálalífi Írlands og Luxemburg sé brátt á enda vegna þess að Efnahagsbandalagið muni brátt samræma skattastefnu sína. Í því gæti falist mikil tækifæri fyrir íslenska banka.
Dönsku bankarnir keppa við þá íslensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Framkvæmdir hófust í Helguvík í morgun!!
Föstudagur, 14. mars 2008
Þau stórtíðindi gerðust í morgun að framkvæmdir hófust í Helguvík, strax eftir að forstjóri Norðuráls fékk afhent byggingarleyfi. (Sjá frétt) Þessar framkvæmdir virðast vera gerðar í fullri andstöðu við hluta ríkisstjórnarinnar ef marka má orð Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Núverandi áætlun gerir ráð fyrir að fyrsta áfanga verði lokið árið 2010 og verði þá framleidd150.000. tonn af ál. Næsta víst er að þetta mun stöðva lækkunarferli krónunnar.
Í Helguvík er mjög góð hafnaraðstaða
Myndin er af álveri Norðuráls við Grundartanga.
Framkvæmdir hafnar í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hannes Hólmsteinn fær létta æfingu í að borga skaðabætur
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Bótaskyldur vegna ævisögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Reykjavíkurflugvöllur í herkví
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Mikill og vaxandi meirihluti er fyrir því að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni enda er flugvallarstæðið frábært frá náttúrunnar hendi og enginn annað boðlegur kostur er sjáanlegur. Nú er mál að andstæðingar flugvallarins aflétti þeirri herkví sem þeir hafa haft flugvöllinn í.
Aðstöðuna þarf nauðsynlega að betrumbæta
Vandræðaástand í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)