Færsluflokkur: Dægurmál
Ráðherra spillingar og misréttis hækkar leiguverð á kvóta
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Með frumvarpi sínu um flutning á 33% aflamarks á milli ára er ríkisstjórnin að stuðla að hækkun leiguverðs á kvóta og auknum tekjum kvótagreifa á kostnað leiguliða í kerfinu. Leiguliðar eru núna að borga nálæt 2/3 af verðmæti aflans brúttó til leigusala með þessari ráðstöfun minnkar það magn sem er í umferð , sem þrýstir verðinu upp á leigukvótanum
Ég heiti á Karl V. Matthíasson og aðra góða ,jafnaðarmenn, ef þeir vilja standa undir því nafni, að gera sjávarútvegsráðherra afturreka með þetta frumvarp.
Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!
Mega geyma þriðjung kvótans milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
"Framboð Íslands út í hött"
Mánudagur, 20. október 2008
Framboð Íslands út í hött? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þar fóru olíupeningarnir!
Þriðjudagur, 14. október 2008
Jæja, þar fóru olíupeningarnir í bili. Sjeik Muhamed Bin er hættur við í bili að fjárfesta í Alfesca, hann er hálf sjokkeraður eftir að hafa tapað 25,6 milljörðum í Kaupþingi síðan í síðasta mánuði. En hann tekur það þó fram að hann er ekki hættur við að fjárfesta á Íslandi en ætlar að bíða þangað til óróinn fer yfir. Kunnugir halda því fram að það myndi hjálpa ef við leyfum muslimum að reisa mosku í Reykjavík.
Sjeik hættir við Alfesca | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verða orkulindirnar seldar? "Indíánar í eigin landi"
Þriðjudagur, 7. október 2008
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Borgarmálafélag Frjálslyndra í Reykjavík stofnað
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Í kvöld var haldinn framhaldsstofnfundur Borgarmálafélags Frjálslyndra í Reykjavík. Kjörin var 11 manna samvirk stjórn 50 manna fulltrúaráð Jón Magnússon alþingismaður var sjálfkjörinn. Ég vil óska öllu þessu góða fólki til hamingju og velfarnaðar í störfum sínum. Þetta er upptakturinn af því að Frjálslyndir mæti sterkir til leiks í næstu sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
KR kaupir allt kvikt á fæti
Mánudagur, 28. júlí 2008
Miðað við stöðu Akranes í Landsbankadeildinni þyrftu þeir á öllu sínu að halda. Nú er einn þeirra besti maður, sonur fyrrum þjálfara, Bjarni Guðjónsson genginn til liðs við KR. Stundum finnst manni litlu félögin vera þjálfunarbúðir og útungunarstöðvar fyrir peningamaskínurnar. "Það er af sem áður var".
Hvar er ungmennafélagsandinn?
Bjarni genginn í raðir KR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýr hestur í miðri á.
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Gunnari Guðmundssyni þjálfara HK var sagt upp í dag, þar sem árangur liðsins er undir væntingum, þrátt fyrir mjög góðan árangur hans undanfarin ár. Sem knattspyrnuáhugamaður fullyrði ég að Gunnar er ekki versti þjálfari Landsbankadeildar karla, árangurinn er ekki til að hrópa húrra fyrir núna í byrjun en á það ber að líta að HK er ekki heldur stjörnum prýtt lið eins og sum sem eru lítið eitt ofar. En hvort sem þetta er sanngjarnt eða ekki þá orkar alltaf tvímælis að skipta um hest á sundreið í straumharðri á þótt hrossið beri tímabundið af leið undan þungum straumnum. Vonandi farnast báðum vel.
Gunnar Guðmundsson á góðum degi
Gunnari sagt upp sem þjálfara HK | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stuðningur við ríkisstjórnina hruninn
Sunnudagur, 22. júní 2008
Stuðningur við ríkisstjórnina er hruninn úr 85% í byrjun ársins niður í rétt rúm 50% s.k.v. mælingu Fréttablaðsins. Fylgi færist á milli ríkisstjórnarflokkana Sjálfstæðisflokknum í óhag en Frjálslyndir bæta við sig.
Athygli vekur miklar breytingar á fylgi Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokksins. Frjálslyndir hafa alltaf mælst minni í könnunum en í kosningum öfugt við Sjálfstæðisflokkinn. Því má búast við að hreyfingin sé enn stærri.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kóngafólk hundelt af ljósmyndurum!
Sunnudagur, 22. júní 2008
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Guðni Ágústsson fái málfarsverðlaun.
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Ég geri það hér með að tillögu minni að Guðni Ágústsson fái málfarsverðlaun:
Samfylkingin sveik alþýðuna hún ætlaði að vera turninn sem stæði vörð um lífskjör almennings. Nú hvílir Samfylkingin rjóð og undirleit í faðmi Sjálfstæðisflokksins, blessuð litla stúlkan. Samfylkingin hefur forðast það svæði í pólitíkinni sem jafnaðarmenn á Norðurlöndum varða svo vel, Samfylkingin nefnir sjaldan láglaunastéttirnar, verkakonuna, sjómanninn og bóndann. Samfylkingin vill vera og er flokkur hinnar menntuðu elítu. Þess vegna hefur skírskotun Ingibjargar Sólrúnar verið að þrengjast. Við framsóknarmenn munum stilla upp til sóknar á skákborði okkar öflugri sveit karla og kvenna sem mun verja hagsmuni hins almenna borgara á Íslandi,"
Ríkisstjórn brostinna vona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)