Hannes Hólmssteinn gegn einkavæðingu

Ég er endilega sammála því sem sumir vinstrimenn halda fram að það sé ósamræmi í því að Hannes Hólmsteinn vilji láta einkavæða allt sem hægt sé að koma í verð en neiti samt að láta einkavæða sig.  Hannes, (sem stundum er kenndur hornið) er þekktur fyrir að bulla heil ósköp þannig skilst mér að hann hafi skrifað greinar í erlend blöð þar sem hann vegsamar kvótakerfið og stórfellt skuldafen sjávarútvegsins og aflasamdrátt, sem hann kallar hagræðingu og telur að sé drifkraftur efnahagsframfara á Íslandi.  Samt læðist að mér sá grunur að ánægja Hannesar með kvótakerfið lúti að því að einkaaðilar geti veðsett sameign þjóðarinnar. Nú hefur verið hleypt af stokkunum söfnun fyrir Hannes til að greiða fyrir sektir vegna ritstulds á íslensku og óhróðurs sem hann skrifaði á ensku um nafngreindan mann.  Hannes er sannarlega skemmtilegur og kynlegur kvistur í mannflórunni og með öllu meinlaus.

 


mbl.is Segir Ísland ekki vera að bráðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband