32% hækkun álverðs frá áramótum

Þegar álverð reis hæst fyrir um 10 dögum hafði það hækkað um 36% frá áramótum í dollurum en síðan hefur það verið á nokkru flökti 2n er nú 32% hærra en um áramót.  Helstu ástæður hækkunarinnar má rekja til aukinnar eftirspurnar á áli í Austur-Asíu og vegna hærra raforkuverðs og síðast en ekki síst kuldakastsins í Kína. Á móti kemur 9% lækkun dollars gagnvart evru.  Haldist verðið þetta hátt út árið svara áhrifin til þokkalegrar loðnuvertíðar og hefur gríðarleg áhrif á rekstur Landsvikjunnar og þjóðarbúsins alls. Því er spáð að álframleiðsla muni aukast um 7% á árinu en eftirspurnin um 8%.

Burt séð frá umhverfisþættinum, sem er umdeildur, þverk_nordural_topá hljóta þessir framkvæmdir, ef af verður, að verða lyftistöng fyrir Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur. 

 

Norðurál


mbl.is Engin óvissa vegna orkuöflunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Vildi ég að satt væri hjá þér að hækkað álverð bætti hag Landsvirkjunar. Því miður er það ekki svo. Forráðamenn Landsvirkjunar slitu á þetta samband, þ.e. að tekjurnar taki breytingum með breyttu álverði, þegar þeir fóru í gerð stærstu framvirku samninga Íslandssögunnar. Þegar álverð hækkar kækka tekjurnar eðlilega en tapið á framvirku samningunum eykst. Samningarnir eru það stórir að þeir "netta" út áhrifin. Bendi þér á að skoða árskýrslur Landsvirkjunar.

Hagbarður, 18.3.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég átta mig ekki hvaðan þú hefur þessar upplýsingar.  Rafmagnsverðið er viðskiptaleyndarmál sem ekki hefur verið gefið upp með óyggjandi hætti þó menn telji sig geta giskað nærri. Það hefur þó verið staðfest af stjórnarmönnum að það tengist álverði. Ársskýrslan sýnir 18,5 milljarða hagnað.

Sigurður Þórðarson, 18.3.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Bara venjulegir baksamningar sem munu aldrei líta dagsins ljós. Svoleiðis samningar eru í sögulegu hámarki á Íslandi þessa dagana..

Óskar Arnórsson, 18.3.2008 kl. 09:55

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég hef grun um að það sé ekki gróði Landsvirkjunar heldur Álrisanna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 12:22

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég held að þú hafir alveg rétt fyrir þér í því Ásthildur..

Óskar Arnórsson, 18.3.2008 kl. 12:26

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Álverð sem og allir aðrir eðalmálmar hafa hækkað skuggalega mikið undanfarið. Þetta kom einmitt fyrst í Asíu fyrir nokkrum vikum því þeir voru hættir að treysta öllum bönkum og fjármálastofnunum. Þá hækkaði gull, silfur og fleiri eðal málmar í himinhæðir. Svona lagað einmitt gerist áður en kreppa skellur á, og ber að taka slíku alvarlega. Við sjáum nú hvað krónan hefur þurft að gjalda fyrir þetta í dag og í gær.

Ég er ekki á nokkurn hátt að verja álrisanna, því ég held að Ásthildur hafi rétt fyrir sér þar. En ég er aðeins að benda á aðra hlið málsins.  :) 

Flott grein hjá þér Siggi minn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband