Færsluflokkur: Spaugilegt
Hannes dreginn á flot
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Enn er Hannes Hólmsteinn Gissurarson dreginn á flot!
Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að prófessorinn sé nú staddur í Chile til að prédika ágæti efnahagsundursins, kvótakerfinu, yfir þarlendum. Þá er því slegið upp að HHG mæli sérstaklega með því að smábátar séu settir í kvóta. En það var einmitt framkvæmt fyrir um 5 árum á Íslandi og var eitt mesta óhappaverk sem íslensk ríkisstjórn hefur gert.
Fyrir fjölda ára skrifaði Hannes fjölda hástemmdra lofgreina um Pinoche og hina illræmdu herforingjastjórn sem ríkti í Chile. Er HHG nokkuð illa við Chilebúa?
HHG sagði eitt sinn að hægrimenn vildu þéna á daginn en drekka gott vín á kvöldin. Hver kostar Hannes í svona för?
Kreppan grefur undan mannréttindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 31.5.2009 kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (68)
Fönikíumenn vildu feitar konur
Föstudagur, 24. apríl 2009
Horuð eða falleg? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verða orkulindirnar seldar? "Indíánar í eigin landi"
Þriðjudagur, 7. október 2008
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvor ráðherrann fer með rétt mál Geir eða Björgvin?
Mánudagur, 6. október 2008
Ekki þörf á aðgerðapakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þórunn flýgur til Hveravalla í loftbelg
Föstudagur, 20. júní 2008
Hálendisbjörn er hugsanlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hundaæði á Suðurnesjum!
Föstudagur, 13. júní 2008
Það er enginn hundur í Suðurnesjamönnum þessa dagana, þvert á móti hefur gripið um sig hundaæði og margir þeirra komnir í hundana. (Ekki farnir í hundana)
Hundur á hverja tuttugu íbúa á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Guðni Ágústsson fái málfarsverðlaun.
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Ég geri það hér með að tillögu minni að Guðni Ágústsson fái málfarsverðlaun:
Samfylkingin sveik alþýðuna hún ætlaði að vera turninn sem stæði vörð um lífskjör almennings. Nú hvílir Samfylkingin rjóð og undirleit í faðmi Sjálfstæðisflokksins, blessuð litla stúlkan. Samfylkingin hefur forðast það svæði í pólitíkinni sem jafnaðarmenn á Norðurlöndum varða svo vel, Samfylkingin nefnir sjaldan láglaunastéttirnar, verkakonuna, sjómanninn og bóndann. Samfylkingin vill vera og er flokkur hinnar menntuðu elítu. Þess vegna hefur skírskotun Ingibjargar Sólrúnar verið að þrengjast. Við framsóknarmenn munum stilla upp til sóknar á skákborði okkar öflugri sveit karla og kvenna sem mun verja hagsmuni hins almenna borgara á Íslandi,"
Ríkisstjórn brostinna vona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óþarfi að örvænta Óskar
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Óskar Bergsson er að fara á límingunum vegna þess að einni jarðgufuvirkjun er hafnað af umhverfisástæðum.
Veit Óskar ekki að verið er að byggja Hellisheiðarvirkjun, sem á eftir að stækka um helming. Fyrirhuguð er virkjun við Hverahlíð og stefnt að rannsóknaborunum við Meitil og Gráhnjúka. Þar með verða víst heilar 5 jarðgufuvirkjanir á Hellisheiðar- Hengilssvæðinu. Einhverra hluta vegna hefur Óskar Bergsson alveg gleymt þeim. Óskar er ungur maður við hestaheilsu og ekki gleymnari en gengur og gerist. Skyldi þetta vera pólitísk kölkun?
Segir flumbrugang einkenna samþykkt stjórnar OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn er ríkisendurskoðun svívirt, misnotuð og nauðgað!
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Ríkisendurskoðun hefur nú gefið Þróunarfélagi Keflavíkur "syndakvittun", eins og henni var ætlað að gera. Átti virkilega einhver von á öðru en að ríkisendurskoðun, sem er endurskoðandi reikninga Þróunarfélagsins gefi út umbeðið vottorð á eigin verk? Ekki trúi ég því en samt er þessu slegið upp sé frétt. Það virðist vera komin hefð á að ef eitthvað vafasamt er á ferðinni, sem stjórnmálamönnum þykir óþægilegt er ríkisendurskoðun kölluð til og látin gefa út syndakvittun t.d. þegar farið er yfir á fjárlögum. En svo eru auðvitað tilfallandi neyðartilvik eins og þegar ríkisendurskoðun var látin leggja blessun sína yfir sölu á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum til Eglu og síðar hæfi Halldórs Ásgrímssonar við söluna árið 2005, sem ríkisendurkoðnun staðfesti.
Grímseyjarferjumálið var bara smotterí fyrir ríkisendurskoðun að skúra.
Ekki skylda að bjóða eignir út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hvar er íslenski hermaðurinn?
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Enn hart barist í Basra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |