Hannes dreginn á flot

Enn er Hannes Hólmsteinn Gissurarson dreginn á flot!

hannesholmsteinn2 Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að prófessorinn sé nú staddur í Chile til að prédika ágæti efnahagsundursins, kvótakerfinu,  yfir þarlendum.  Þá er því slegið upp að HHG mæli sérstaklega með því að smábátar séu settir í kvóta. En það var einmitt framkvæmt fyrir  um 5 árum á Íslandi  og var eitt mesta óhappaverk sem íslensk ríkisstjórn hefur gert.

Fyrir fjölda ára skrifaði Hannes fjölda hástemmdra lofgreina um  Pinoche og hina illræmdu herforingjastjórn sem ríkti í Chile. Er HHG nokkuð illa við Chilebúa? 

HHG sagði eitt sinn að hægrimenn vildu þéna á daginn en drekka gott vín á kvöldin.   Hver kostar Hannes í svona för?  


mbl.is Kreppan grefur undan mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1) Ég sagði, að sjálfstæðismenn vildu græða á daginn og grilla á kvöldin.

2) Ég hef ekki skrifað fjölda lofgreina um herforingjastjórn Pinochets, en bent á, að efnahagsstefna stjórnar hans eftir 1975 var tiltölulega skynsamleg og bar góðan árangur.

3) Stofnunin, sem hélt ráðstefnuna í Chile, bauð mér á hana í samstarfi við aðrar rannsóknarstofnanir, sem ég er tengdur vegna umhverfismála.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 22:56

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér Hannes kærlega fyrir innlitið og að leiðrétta mig. Það er góður þjóðlegur siður, sem ég vil ekki víkja frá, að hafa það sem sannara reynist.

En fyrst þú sýnir mér þann heiður að líta við freistast ég til að spyrja þig út í sameiginlegt áhugamál okkar, kvótakerfið. Þú hefur sýnt aðdáunarverðan dugnað við að ferðast um heiminn og prédika kvótakerfið. Þú hefur í þessu skyni lagt á þig langar pílagrímsferðir og hvorki sparað tíma né erfiði og hvergi dregið af þér og verður seint sakaður um að eyða tímanum í að græða á daginn og enn síður að grilla á kvöldin.  En hefur þér aldrei dottið í hug að sannfæra Færeyinga? Færeyingar voru jú með kvótakerfi en lögðu það af og tóku upp sóknarstýringu. Áður en þeir afnámu kvótakerfið var þjóðfélagið og ekki síst sjávarútvegurinn á hausnum. Núna dettur engum í Færeyjum að taka upp kvótakerfi enda  gengur sjávarútveginum vel og Færeyingar eru aflögufærir og styðja Íslendinga.  Má ekki búast við að þú komir þarna við og talir um fyrir Færeyingum?

Sigurður Þórðarson, 30.5.2009 kl. 00:21

3 Smámynd: Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ég veit ekki um neinn mann, sem kynnt hefur sér málið í alvöru og styður sóknarstýringu. Gallarnir á henni eru augljósir: Efnt er til kostnaðarsams kapphlaups um að veiða sem flesta fiska á sem skemmstum tíma með sem stórtækustum veiðarfærum. Þetta er bein ávísun á offjárfestingu í fiskveiðum. Stefna á að arðbærum fiskveiðum, hámörkun ágóðans í greininni, sem minnstum kostnaði við að draga hvern fisk að landi.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 30.5.2009 kl. 03:47

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Hannes, mér þykir leitt þín vegna að þú skulir ekki hafa komist í tæri við skynuga menn sem hafa kynnt sér fiskveiðar. Ég er sannfærður um að þú sért það skynsamur að þú myndir skipta um skoðun við að hýða á röksemdir þeirra.

Það er er létt verk fyrir þig að ferðast eins og heimatrúboði  til fjarlægra heimshorna, þar sem enginn þekkir til þín eða afleiðinga kvótakerfisins hérlendis að draga upp glansmyndir. 

Hérlendis vita sjómenn og aðstandendur þeirra af brottkastinu, sem fylgir kvótakerfinu. Menn vita af skuldsetningu sjávarútvegsins sem er að minnsta kosti þreföld brúttó ársvelta.  Menn vita að flestir fiskistofnar standa verr nú en fyrir daga kvótakerfisins. Menn vita að mörg fiskiþorp eru til vegna þess að þau liggja skammt frá staðbundnum fiskimiðum.  

Í Færeyjum hafa málsmetandi stjórnmálamenn sagt að þeir hefðu mun seinna komist út úr kreppunni ef þeir hefðu ekki afnumið kvótakerfið. 

Ég þakka þér svörin og hvet þig til að kynna þér málin betur ef þú vilt tjá þig um það á heimavelli.

Sigurður Þórðarson, 30.5.2009 kl. 21:57

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Í raun er afar merkilegt hve einarður Hannes er fyrir eigna-kvótakerfið því í senn á það rætur sínar og allan grundvöll í ákvörðunum og eftirlti hins opinbar og sviptir í leiðinni aðra áhugasma um veiðar fresli sínu til að veiða.

- Í raun hin algeru ríkisafskipti. Eignakvótinn væri ekki til nema vegna ákvarðanna, afskipta og eftirlits ríkisns með takmörkunum á frelsi þegnanna til veiða.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.5.2009 kl. 23:14

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hárrétt athugasemd hjá þér Helgi.  Eða er Hannes kannski að stússast í þessu vegna þess að hann vill þéna á daginn og grilla á kvöldin?  Getur verið að velviljuð umhverfissamtök sjái til þess.

Sigurður Þórðarson, 30.5.2009 kl. 23:50

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég styð sóknarstýringu, að sjálfsögðu með ákveðnum skilyrðum þar að lútandi, en það eru nú einmitt skilyrði hvers skipulags sem menn þurfa að hafa á hreinu áður en ætt er af stað.

Fiskiskipaflotanum þarf að skipta í flokka eins og Færeyingar gera, sökum þess það gilda ekki sömu lögmál um úthafsveiðiskip og smábáta, frekar en heimilislækna og sjúkrahús.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.5.2009 kl. 23:58

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Komdu fagnandi Guðrún. Það er gott að Hannes skuli fá tækifæri til að kynnast manneskju með viti sem styður sóknarstýringu. (Vonandi telur hann þig með viti)

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 00:07

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Jesús Kristur er þessi boðorðapostuli andskotans (kvótakerfisins) og einn helsti hugmyndasmiður á hruni samfélagsins enn með ferðafrelsi, hver ber ábyrgð á því?

Hvernig gekk þetta eftir ? Þetta hér er þörf áminning. Skoðum þettaOg hjörðin klappaði. Hannes hafðu vit á því að skammast þín.

Siggi ég er handviss um að Færeyingar kæri sig ekkert um að fá þennan rugludall í heimsókn.

Mér er ekki kunnugt um að neitt af því sem Hannes hefur dásamað um heimsbyggðina hafi farið vel, honum tókst ekki einu sinni að skrifa ævisögu án skammar.

Hallgrímur Guðmundsson, 31.5.2009 kl. 00:40

10 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það er í raun alveg makalaust að einhver skuli yfir höfuð leyfa sér að dásama íslenska fiskveikerfið - hvað þá erlendis. Þegar yfir 80% íslensku þjóðarinnar er óánægt með kvótakerfið þarf að leita með logandi ljósi í Færeyjum að einhverjum sem er óánægður með þeirra kerfi. En það er einhverra hluta vegna aldrei litið til þess þegar okkar kerfi er dásamað.

Þá forðast íslensk stjórnvöld að minnast á Færeyjar. Má t.d. benda á að þegar Einar Kristinn var formaður sjávarútvegsnefndar þá bauð Jorgen Nicklasen þáverandi sjávarvegsráðherra nefndinni til Færeyja - en því var einhverra hluta vegna hafnað. Stuttu seinna brugðu alþingismenn sér hins vegar til Færeyja til að spila fótbolta við kollega sína.

Þetta svar Hannesar Hólmsteins og sleggjudómur hans á sóknardagakerfið segir mér það eitt að hann veit generalt sorglega lítið um fiskveiðimál. Þegar sóknardagakerfið okkar var endanlega lagt af sem var ekki fyrr en 1990, var það ekki gert að ósk þeirra útgerða sem enn voru í dagakerfinu. Heldur voru þeir beittir þrýstingi ættuðum frá Hafró sem fannst erfitt að "telja fiskana í hafinu" og áætla fjölda þeirra með kerfið opið í annan endann. Þá voru sóknarútgerðirnar ekki vinsælar hjá þeim útgerðum sem höfðu valið aflamarkið. Þeim gekk verr og tölur eru til um það ef menn vilja kafa í það. Lengst af á árabilinu milli 1983-1990 var meirihluti þorskaflans tekinn af sóknardagaskipum. Kerfið var lagt af vegna þess að þeim gekk "of vel" samanborið við kvótaútgerðirnar en ekki öfugt. Spyrjið bara Gísla Jón í Ögurvík, hann þekkir þetta mjög vel og var einn af þeim síðustu sem hættu á sóknarkerfinu.

Svo mætti að lokum einnig spyrja; ef dagakerfið er svona óhagstætt eins og Hannes vill vera láta, af hverju íslenskar útgerðir skulda ríflega þrefalt útflutningsverðmæti sitt, en Færeyingar aðeins 125% af sínum útflutningi.    

Atli Hermannsson., 31.5.2009 kl. 00:41

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Grillar Hannes Hólmstein á kvöldin? Hef mjög áræðanlegar heimildir um að HHG hafi verið í Brasilíu fyrir mörgum árum og var handtekin þar.

Fyrir hvað var hann handtekin? Ekki fyrir að grilla eða að vera á ráðstefnu. Og hver kostaði för lögreglumannana sem fóru til Brasilíu og mútuðu honum úr fangelsinu?

Svaraðu þessu HHG! Þú veist vel hver ég er, þú sendir mér mail vegna myndar sem ég setti á bloggið einu sinni. Ég tók hana út. Af hverju kvartaðiru ekki við MBL?

Ég veit að þú getur gert fólki "lífið leitt", og tek ég bara Lakkrísmálið sem dæmi.

Hvers vegna léstu reka kvenprest, eiginkonu manns sem þú hringdir í um kvöld á heimili hans og hótaðir honum, og svo framfylgdiru hótuninni? Hún hefur aldrei fengið neina rökrétta skýringu á þessu.

Þú ert hættulegasti maður á Íslandi. Davíð getur ekki verndað þig lengur. Það þarft enga vísindamenn til að vita að HHG hefur núll vit á sjávarútvegsmálum, og er andskotinn sjálfur holdi klæddur. Kvótakerfið á Íslandi eru landráð. HHG bjó þetta til.

Af hverju haldið þið gott fólk að HHG komi ekki lengur til Pattaya í Thailandi? Af því að hann veit það að hann yrði lamin af Íslendingum sem búa þar. Það er ástæðan.

Hann er á "athugunarlista" á Bangkok flugvelli segir lögreglustjóri í Thailandi mér, sem er góður vinur minn. HHG mun alltaf þræta fyrir allar ásakanir fyrr enn skjalfestir pappírar og nógu mörg vittni eru komin saman.

Ég á nokkuð af skjalfestum pappírum um HHG og vitnin verða fleiri og fleiri. Og það mál er ekki um kvótakerfi eða umhverfismál sem hann lýgur að hann hafi áhuga á. 

Óskar upplýsingasafnari.

Óskar Arnórsson, 31.5.2009 kl. 00:43

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Hallgrímur, myndu Færeyingar ekki bara hlæja að honum?

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 00:52

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér góðan og fróðlegan pistil Atli. Eitt sinn sagði vís maður að því meira sem hann vissi því betur áttaði hann sig á takmörkunum sínum. Kannski er betra að vita lítið um fiskveiðar ef menn ferðast um heiminn  til að prédika kenningar Hannesar.  Annars myndu menn ekki grilla á kvöldin með góðri samvisku.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 01:00

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

HHG hefur enga samvisku Siggi svo ég leyfi mér að leiðrétta þig...

Óskar Arnórsson, 31.5.2009 kl. 01:05

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar, ég efast ekki um að þú sért með stórt upplýsingasafn.

Ert þú í Tælandi um þessar mundir?

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 01:08

16 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Svo er þetta náttúrulega óborganlegt.

Höfum við ekki fengið alveg nóg frá þessum gaur? Ég svara fyrir mig játandi.

Ég er ekki viss um það Siggi, ég geri ráð fyrir því að Færeyingar nenni ekki að hlusta á svona rugl. Hann yrði í besta falli kjöldreginn rólega.. 

Hallgrímur Guðmundsson, 31.5.2009 kl. 01:09

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Hallgrímur, ég vona bara að LÍÚ eða önnur álíka velviljuð umhverfissamtök haldi áfram að styrkja Hannes til að halda fyrirlestra um ágæti kvótakerfisins sem víðast um heiminn og helst á Íslandi og Færeyjum líka.  Ég tel að flýti fyrir nauðsynlegum breytingum á fiskveiðistjórnuninni ef Hannes mælir með óbreyttu kerfi og því styð ég hann í því.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 01:23

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fiskiskipaflotanum þarf að skipta í flokka eins og Færeyingar gera, sökum þess það gilda ekki sömu lögmál um úthafsveiðiskip og smábáta, frekar en heimilislækna og sjúkrahús.

Þjóðin sem stjórnar því miður, sér eina hlið á málinu og ein flokk í einu. Þroskaheft með afbrigðum.  Eða magn og lávöru? Eina sem má vera kostnaðarsamt og flókið hér á landi eru fjármál. Einföldun getur oftar en ekki verið óarðbær.

Einhvertíma datt einhverjum um í huga að landhelginni mætti skipta upp eftir stærð skipa og báta. 3 míl., 12, míl.,  25., míl., 50 míl., 200 míl ., t.d. Þá yrði eftirlit með veiðum mikið ódýrara því hver báta stærð passaði upp á sína landhelgi.

Júlíus Björnsson, 31.5.2009 kl. 01:48

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nákvæmlega rétt hjá þér Júlíus.  Þetta væri mjög góð byrjun. Það var afleitt þegar smábátarnir voru settir í kvótakerfið og trillukarlarnir neyddust til að fara að fleyja fiski.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 02:08

20 identicon

Heill og sæll; Sigurður - líka, sem þið önnur, hér á síðu hans !

Þessi helvízki frjálshyggju ódráttur; Hannes Hólmsteinn Gissurarson, væri bezt geymdur - í Turninum í Tower kastala, hjá frændum okkar Bretum, upp á forugt vatn og myglað brauð, ásamt skaðræðis kerlingu þeirra, Tatcher, unz þau hrykkju upp af.

Punktur !!!

Með beztu kveðjum; engu að síður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 02:32

21 identicon

Hallgrímur og Óskar, Ekki er nú þetta málefnalegt hjá ykkur.

En hvernig finnst ykkur Davíð Oddsson ?      

A: Frábær  B: Mjög góður  C: Æðislegur.

Hundur í mér (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 02:46

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Siggi. Já ég er með upplýsingasafn. Og er í Norður Thailandi. Er að ná mér eftir annað slöngubitið, því eins og þú veist eru slönguveiðar eina hobbýið mitt. Afslappandi miðað við að veiða "slöngur" sem líta út eins og fólk í Armani jakkafötum.

Ég er ekki "málefnalegur" hvað sem það orð þýðir eiginlega. Þú þarna "Hundur í mér" ...kanntu "málefnalegu mállýskuna"? Ég hef bara nákvæmlega enga löngun í þetta "málefnalega" kjaftæði. Kann ekki heldur mállýskuna og er ekki að fara að læra hana núna. Tala bara og skrifa eins og mér finnst og sýnist.

Það er trixið sem siðspillta Ríkisstjórnin notar sér til varnar. Davíð Oddson er veikur og stundum soldið fullur fullur, enn alltaf á morfíni. HHG hefur notað Davíð sem er bara fársjúkur, enn HHG er með annan sjúkdóm sem ég myndi ekki vilja mínum versta óvini að hafa.

Davíð er trúður, kann að tala, er eða var sannfærandi. Enn ég er reyndar með samúð í veikt fólk sem hægt er að hjálpa, eins og Davíð.

HHG er EKKI hægt að lækna af sínum veikindum. Hann stjórnaði Seðlabankanum enn ekki Davíð.

Hans HHG sjúkdómurinn er þess eðlis að psykopati er eins og dauf flensa ef ég geri samanburð.

Er þetta nógu skýrt? "Hundur í mér"! 

Ég er sammála Hallgrími. 

Óskar Arnórsson, 31.5.2009 kl. 04:04

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það dylst engum að ég er ósammála HHG varðandi kvóta en hann hefur lýt því yfir að hann líti á fiskana sem synda  í hafinu sem dautt fé þangað til þeir séu veðsettir, þá verði þeir lifandi fé. Þetta er hans skoðun og hann hefur fullan rétt á henni. Þá þykir mér aðdáunarvert að maður með jafn takmarkaða þekkingu á sjávarútvegi skuli ferðast tugþúsundir kílómetra til að halda fyrirlestra um málið.

Að gefnu tilefni vil ég  taka fram að  ég er þakklátur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir að líta hér við, leiðrétta missagnir mínar og rökstyðja sína skoðun. Ég bið Hannes afsökunar á persónulegri óvild í hans garð sem má greina í einstaka athugasemdum. Mér liði mun  betur  að vita af Hannesi með svuntu við grill og gott vín á stofuborðinu en í einhverjum turni eða dýflisu upp á vatn og brauð. 

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 08:12

24 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Er hægt að vera málefnalegur þegar HHG er umræðuefnið ég bara spyr?

Það sem ég vitna í eru verk og orð HHG og á þeim ber ég ekki nokkra ábyrgð, er það kannski málefnalegt sem út úr hrokabelgnum valt?

Guð forði okkur frá frekari hugmyndaútfærslum hans.

Sem betur fer þá er ekki lengur nauðsynlegt að tjá sig um DO.

Hallgrímur Guðmundsson, 31.5.2009 kl. 08:16

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Hallgrímur. Hannes Hólmsteinn er enginn ráðamaður. Við skulum virða honum það til vorkunnar að hann hefur lítið vit á sjávarútvegsmálum enn sem komið er. Þar fyrir utan er Hannes greindur maður og á örugglega eftir að kynna sér þessi mál og koma mörgum á óvart.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 08:33

26 identicon

Held að Hannes Hólmsteinn væri maður með meiri ef hann viðurkenndi að stefna síðustu 15 áranna hefði verið mistök.

Forfeður manns sem voru miklir Sjálfstæðismenn og atvinnurekendur byggðu fyrirtækinn með hagsýni og vinnusemi mundu snúa sér við í gröfinni ef þeir sæju hvernig farið hefði verið með atvinnurekstur á Íslandi með ævintýrarekstri veðsetningu kvótans einkavinavæðingu bankanna etc.

Fyrurtæjarekstur hjá mörgum byggðist á græðgi hverjir standa uppúr núna jú þeir sem hafa verið skynsamir og vinnusamir lausir við græðgi.

Kv Fyrrum Sjálfstæðismaður

sæi (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 13:57

27 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Þetta er ein mest hressandi lesning sem ég hef komist í lengi!

Þórður Már Jónsson, 31.5.2009 kl. 14:12

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæti fyrrum sjálfstæðismaður, ég skil þig vel. Ég rek sjálfur fyrirtæki, (sem reyndar er ekki auðvelt um þessar mundir) var aldrei innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokknum en kaus þann flokk a.m.k. stundum áður en nýfrjálshyggjunennirnir sem vilja einkavæða og veðsetja allt og flytja þjóðarauðinn úr landi tóku völdin. Sveiattann!!

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 14:53

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jón Frímann, færeyska kerfið, sem reyndar er íslenskt virkar ágætlega.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 14:55

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þórður, komdu fagnandi, mér finnst þú sjálfur með hressari mönnum.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 14:56

31 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við skulum svo afgreiða þetta umræðuefni með orðum færæska sjávarútvegsráðherrans sem sagði að Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefði bjargað þessum atvinnuvegi þeirra. Atvinnuvegi sem þeirra tilvera hefur byggt á allt frá örófi alda og mun gera um ókomna tíð.

Færeyingar trúðu mönnum á borð við fiskifræðinga Hafró og fjármálaspekinginn Hannes Hólmstein. Þessi trú entist þeim í tvö ár. Nú hafa þeir tekið upp sóknarkerfið eftir ábendingum Jóns Kristjánssonar og segja að hann hafi bjargað þeim frá hruni. Þeir segjast fá martröð þegar þeir minnist íslenska kerfisins.

En Hannes segist ekki vita un neinn mann sem styðji sóknarstýringu eftir að hafa kynnt sér málið. Nú fer ekki að verða seinna vænna fyrir Færeyinga að "kynna sér málið!"

Og síðan má ekki gleyma því að það er fátt sem betur sýnir siðferðilegan vanþroska í samskiptum við náttúruna en það að fleygja veiddum afla fyrir borð. Þó er eitt subbulegra. En það er að lögfesta reglur sem beinlínis bera þennan ósóma í sér, en það er aflamarkskerfið og leiga á aflaheimildum. 

Árni Gunnarsson, 31.5.2009 kl. 15:45

32 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vel mælt frændi

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 15:50

33 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Sigurður; eldforni spjallvinur ! Meiri andskotans viðkvæmnin í þér; gagnvart þessum réttmætu pílum mínum - hér ofar.

Ertu orðinn meyr; dreng stauli ?

Með hinum beztu kveðjum; eftir sem áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 16:00

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar minn.

Mér var kennt það undum að ég ætti að bera virðingu fyrir höfðingum og öðrum fyrirmönnum. Ég hef reynt að virða þá mannasiði sem mér voru kenndir í æsku. 

Þakka þér samt fyrir athugasemdina.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 16:06

35 identicon

"Stefna á að arðbærum fiskveiðum, hámörkun ágóðans í greininni, sem minnstum kostnaði við að draga hvern fisk að landi."

Hannes er að mæla með því að stóru togurunum verði lagt og veiðar eingöngu stundaðar með minni bátum sem eyða minni olíu og menga minna. fara betur með fiskimiðin. Handfæra og línubátar eru það sem koma skal.

Engin vaxtabyrði af slíkum veiðiskipum miðað við milljarðaskuldbindingar í stórkallalegum verksmiðjuskipum.

Gott að eitthvað vitrænt kemur úr þessu horni.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 16:20

36 identicon

Komið þið sæl; enn á ný !

Sigurður minn !

Mér var kennt það; á uppeldisárum mínum, niður á Stokkseyri, að bera virðingu fyrir ærlegu fólki, sem grandvöru og skikkanlegu.

En; að fyrirlíta loddara og lýskrumara, jafnframt, minn kæri spjallvinur.

Með; enn betri kveðjum, sem fyrr / en, fullrar vorkunsemi, til Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, unz hann sýni iðran og yfirbót - allra sinna skálka bragða, gott fólk !

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 16:39

37 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jón Óskar, það er sem ég hef alltaf sagt: Hannesi er ekki alls varnað.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 16:52

38 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér Óskar fyrir þína góðu athugasemd. Nú skulum við vanda okkur og leggja okkar besta fram  hver og einn. Ég þykist vita að Hannes sé að lesa athugasemdir okkar og hugsa sitt ráð.  Þegar hann hefur sannfærst verður hann án nokkurs vafa okkar besti liðsmaður fyrir bættu fiskveiðikerfi.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 16:58

39 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ef við lítum nú framhjá kvótakerfinu, eignarréttinum á kvótanum og vísindunum bak við stýringuna -- Stenst þá ekki vangavelta Hannesar úr athugasemd #3 ?

Að það sé hagkvæmara að veiða fisk í ró og næði og hámarka nýtinguna á tólum og tækjum í stað þess að láta sóknartímann ráða því hversu mikið er veitt.  Er það ekki rétt að sóknarstýring leiðir til þess að menn kaupa stórar og miklar græjur sem standa síðan ónýttar hluta ársins?

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 17:56

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nei Ólafur minn, það er ekki flugufótur fyrir þessari staðhæfingu sem var skálkaskjól til að útvaldir gætu sölsað undir sig almannafé.

Það eru ekki bein tengsl á milli hvernig tæki eru keypt og hvort þau eru nýtt í sókn eða aflamarki. Fiskveiðiauðlindin er metin á mikla fjármuni og menn töldu sig hafa hag  af því að veðsetja og jafnvel leigja og það var lítill kostnaður því samfara að dubba upp "sérfræðinga" til að halda þessu fram.  Staðreyndirnar tala sínu máli.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 18:10

41 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólafur, þó þú hafir aldrei verið til sjós þá sérð þú þetta ef þú hugsar málið. Það eru engar hillur í hafinu sem geyma bara þorsk eða bara ýsu. Þess vegna er þetta kerfi ávísun á mikla sóun:

Þegar takmörkin eru bundin við kíló reyna menn að koma með sem mest verðmæti í vigt og henda því minni eða ódýrari fiski.

Þegar menn hafa ekki kvóta fyrir tiltekna tegund verða þeir að henda henni þegar hún veiðist og stundum veiða menn eingöngu ranga tegund.

Í kvótakerfi vita menn aldrei hvað mikill fiskur er í hafinu, þess vegna er nauðsynlegt að hluti flotans sé í sókn.

Sum kvótalaus þorp liggja við auðug fiskimið

Kvótakerfið leiðir til að smávaxnir þorskstofnar verða vannýttir en  stórvaxnir stofnar hugsanlega ofnýttir.

Af þessum ástæðum felst mikil sóun í þessu kerfi. 

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 18:25

42 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ólafur. Það er ódýr ályktun að hámarka þurfi nýtingu af tólum og tækjum. Þarna má það ekki gleymast að fiskimiðin eru auðlind sem okkur ber að ganga um eins og siðað fólk. Þegar ég, drengstúfur á sjötta ári fór á sjó fyrsta sinn með föður mínum á lítilli bátkænu til að draga fisk í soðið þá fékk ég svo smáan fisk á öngulinn að ég ég vorkenndi honum og spurði hvort ég ætti ekki bara að sleppa honum í sjóinn aftur? Svarið var afdráttarlaust: "Nei. Það er ósiður og ólánsmerki að fleygja á gafarans nasir því sem hafið gefur okkur." Þessi setning sem ég hef munað orðrétt síðan var arfur frá kynslóð til kynslóðar og hún sýnir hvaða augum sjómenn fyrri tíðar litu þá lífsbjörg sem fólkið trúði að því væri send af Drottni. 

Þegar þær systur helgin og bannhelgin eru horfnar úr saamfélagi fólksins en heimskar hagfræðikenningar komnar í staðinn þá hefur orðið tjón sem er óbætanlegt.

Aflamarkskerfið og leigukvótinn því samfara gefa beinlínis fyrirmæli um brottkast upp að því marki að það borgi sig fjárhagslega betur að landa fiskinum en að eiga heimildina óveidda.

Það er bara komið svo að þetta virðist vera aukaatriði í margra augum, meðal annars þínum Ólafur Eiríksson.

Árni Gunnarsson, 31.5.2009 kl. 18:38

43 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Það var og.

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 19:00

44 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólafur, ég hvet þig og alla aðra sem vilja kynna sér málin frá fyrstu hendi að skoða hvernig ástatt var í Færeyjum meðan þeir voru með kvótakerfi. Og síðan hvernig ástandið varð að eftir að sóknarkerfi var tekið upp.  Spyrjið Færeyinga

 En svo eru það mannréttindabrotin

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 19:36

45 identicon

Ég man eftir því, þegar Pinochet steypti löglegri stjórn Allendes í Chile, að tveir háskólastúdentar hérna heima skrifuðu ofstækisfullar greinar, þar sem nýja herforingjastjórnin og hin nýja frjálshyggjustefna hennar var vegsömuð og hin fallna stjórn fordæmd. Annar háskólastúdentinn var að nema stjórnmálafræði og allir vita hver hann var. Hinn háskólastúdentinn var guðfræðinemi, en ég man ekki hver hann var. Getur einhver frætt mig um hver þessi maður er?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 20:22

46 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Sigurður og takk fyrir svörin.

Þessi spurning mín sneri ekki að kvótakerfinu í heild með öllum þeim hörmungum sem því fylgja. Ég er einungis að velta fyrir mér þessari afmörkuðu pælingu um hagkvæmni aflamarksins á móti sóknarstýringu.

Erum við þá komnir í að Hannes geti hafi rétt fyrir sér í fullkomnum heimi, en það sé brottkastið sem felli aðferðina sem slíka - að stýra veiðum með aflamarki?

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 20:40

47 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Getur verið að það hafi verið Geir Waage?

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 20:40

48 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólafur Eiríksson, svar mitt er nei.

Það vantar líffræðilega þáttinn í þetta módel. 

 p.s. 

Ég veit ekki hve langt og flókið ég má hafa svarið en stutta svarið er nei.  Í sem allra stysstu máli þá er ekki hægt að búa til kerfi þar sem allar stærðir eru þekktar heldur er hafið samspil ólíkra þátta og hringrásar.  Óvissuþættir og breytur eru margar líttu á svar nr. 42.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 20:49

49 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þú telur þá lítið gagn í því að innkalla kvótann og stefna á að leiga hann út árlega Sigurður, það verði að afleggja þessa aðferð til að stýra fiskveiðunum?

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 22:01

50 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll aftur Ólafur, þetta er mjög góð og rökrétt spurning hjá þér.

Stutta svarið við spurningunni er já.

Það eru til tvennslags rök gegn kvótakerfinu aðferðafræðileg og hins vegar einhverskonar réttlætis eða sanngirnissjónarmið.  Frá þjóðhagslegu sjónarmiði hef ég mikklu meiri áhyggjur af því fyrrnefnda. Ríkisstjórnin veit ekkert hvað hún vill í þessum efnum og þar er kannski enginn innanborðs sem hefur hugleitt þessi mál. Almenningur er heldur ekki mikið að pæla í þessu en þó ríkisstjórnin sé ráðvillt ákvað hún samt að taka hænufet í átt að "réttlætissjónarmiði" á þess að vita hvað eigi að gera svo.  Það er auðvitað ekki raunhæft að breyta nýtingaréttinum svona því það tæki 5 kjörtímabil hið minnsta. Færeyingar gerðu það á einni nóttu og þar vill enginn snúa til baka, enda jukust tekjur þeirra við að hætta brottkasti. 

En við skulum heldur ekki gera lítið úr því að útgerðarmenn vita manna best af öllum ágöllum kerfisins en bregða kíkinum fyrir blinda augað vegna þess að á móti kemur hagur þeirra af því að geta veðsett eða leigt kvótann. Þegar þeir hagsmunir dvína munu þeir verða fremstir í flokki þeirra sem krefjast þess að aflamark verði aflagt svo hægt sé að landa veiddum afla og veiða þær tegundir sem mikið er af.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 23:11

51 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Takk fyrir það Sigurður.

Réttlætið og sanngirnin fór í hafið með úthlutuninni á sínum tíma, það er búið og gert og vandséð hvort að úr því verði bætt með því að hirða kvótann aftur af útgerðunum bótalaus. Ég sé ekki alveg réttlætið í því. En gagnvart þeim útgerðum sem eru hreint og beint gjaldþrota þá skapast vissulega tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt. En ég er sammála þér að þetta er ekki stóra málið.

Mér er kunnugt um faglegan ágreining varðandi stofnstærðir, veiðar og líffræði milli Hafró og ýmissa annarra. Mér hefur sýnst sá ágreiningur nær alfarið snúast um hversu mikið er skynsamlegt að veiða. Það álitamál snýr ekki að því hvaða aðferð menn nota til að stýra veiðunum - hafi ég tekið rétt eftir.

Þriðja málið og það langstærsta í mínum augum er síðan hagfræðin á bak við þetta allt saman. Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska þjóð að arðurinn af greininni renni hér í gegnum hagkerfið, já eða eigum við að segja gjaldeyristekjurnar. Það er ótrúlega vitlaust að tekjur fyrir fisk af íslandsmiðum fari að verulegum hluta til að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum með veði í óveiddum fiski sem voru notuð til að kaupa útgerðarmenn út úr greininni. Það er staðan í dag og hún er hrollvekjandi. Helsti kosturinn við kvótakerfið (ef kost skyldi kalla) var að þegar menn gátu orðið veðsett kvótann þá opnaðist skyndilega gluggi í íslenska hagkerfinu - nýr skuldsetningarmöguleiki upp á mörg hundruð milljarða. Og hann var notaður til fulls. Þetta gæti svosem verið í lagi ef fólk hefði ekki villst á þessu og kallað góðæri. Góðærið fólst í lántökum út á óveiddan fisk og stærðargráðan var slík að hér var blússandi þensla meðan útgerðinar voru að skuldsetja sig og peningarnir flæddu út úr greininni og inn í allt hagkerfið. Þessu rugluðu menn saman við góðæri og velgengni. Gallinn var sá að lánin voru ekki tekin út á arðbæra hluti, það var ekki verið að taka lán út á ný framleiðslutæki, nýja tækni, eða aukin fiskimið. Þvert á móti var verið að taka lán til að kaupa réttindi til að gerast hliðverðir inn á íslensk fiskimið. Fyrir hvern og einn útgerðarmann gat þetta hljómað skynsamlega, en fyrir landið í heild ekki. Jafngilt því að einstaklingur væri að taka auka lán af því að hann gat loksins veðsett húsið sitt meira. (sem skapar honum engar auknar tekjur). Sem-sé hagfræðiþáttur málsins er alvarlega gallaður hvað þetta snertir.

Kv. 

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 23:56

52 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kvótakerfið á bara að jarða. Nota bara Færeyska sóknarkerfið. HHG þarf sömu meðferð og Pinochet fékk.

Þarf að hafa kvótakerfi og stýra fiskveiðum trillukalla? Það vita allir, nema landinn, að Íslendingar eru heimskasta þjóð á Norðurlöndum!

Þegar megahálfviti eins og HHG fær prófessorgráðu, hvernig er þá restin af Íslendingum?

Það eru bara Íslenskar rolur og aumingjar sem láta örfáa glæpakónga sem er of kallaður "aðallinn" á Íslandi,  trampa sig niður í skítinn og verja sig ekki!

Árni Gunnarsson er með eina vitræna kommentið á þessari síðu þinni Siggi! Eða hvað finnst þér?  

Ég veit um 2 litlar eyjur fyrir utan Indónesíu sem 35 - 40 Íslandingar þyrftu að fara á. Taka þá með valdi og senda þá þangað....  

Óskar Arnórsson, 31.5.2009 kl. 23:57

53 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar Eiríksson. Þessi síðasta athugasemd þín er með því besta sem ég hef lengi séð skrifað um þetta viðkvæma deilumál. Það er auðvitað og fyrirséð að um stjórn fiskveiða verður aldrei sátt og allt tal stjórnmálamanna um það er ódýr fyrirsláttur manna sem hvorki hafa vit né kjark til að takast á við eitt þýðingarmesta mál allra pólitískra mála.

Árni Gunnarsson, 1.6.2009 kl. 00:14

54 Smámynd: Óskar Arnórsson

Óskar Arnórsson, 1.6.2009 kl. 00:40

55 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Árni.

Ég treysti mér vel til þess að koma hér á vitrænni hugsun í gang við stjórn fiskveiða, með lærdóm í farteskinu af þeim mistökum sem nú þegar hafa verið gerð hvarvetna.

Ég get sagt eins og Eiríkur Stefánsson sagði við mig um daginn varðandi það að málið snýst ekki um menn og skoðanir þeirra heldur málið sjálft og það atriði að þoka því hinu sama til umbóta fyrir land og þjóð til framtíðar.

Mig skiptir því engu þótt Hannes Hómsteinn vaði villu síns vegar í sinni afstöðu, hann mun þurfa að luta í lægra haldi fyrir framþróun i einni atvinnugrein til umbóta, þar sem breytinga er þörf.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.6.2009 kl. 00:47

56 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þakka þér fyrir Árni Gunnarsson.

Ef það er rétt sem Sigurður og þú segja að hagræðingarrök Hannesar standist alls ekki m.a vegna brottkasts og vegna þess að þetta stýrikerfi passar ekki fyrir líffræðina -- þá eru um leið fallin rökin fyrir þessum risa lántökum á greinina með kvótaveðum. Einu rökin fyrir skuldsetningunni var umrædd hagræðing, það var það eina sem gat búið til tekjur á móti skuldsetningunni. (það er að sjálfsögðu botnlaus hagfræði sem finnur ekki nýja tekjustofna á móti lántökum)

Ef málið er svona vaxið þá er spurning hvort að Hannes ætti ekki að senda þeim tölvupóst til Chile og endurskoða málið. Staða greinarinnar hér á Íslandi ætti að vera vísbending um að einhversstaðar í kerfinu hafi leynst galli. Galli sem leiddi til hruns útgerðanna. Fleiri vísbendingar um þennan galla er síðan að finna í íslenskum landúnaði. Hér erum við reyndar komin á slóðir sem snerta mun fleira en bara fiskveiðistjórnunarkerfið. Ég tel að kvótafrasalið hafi verið fyrsti steinninn í stéttina sem varðaði veginn að efnahagshruninu s.l haust.

Ólafur Eiríksson, 1.6.2009 kl. 01:08

57 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar það var mjög gaman að lesa pistil þinn, þakka þér fyrir það. Það er ekki oft sem  maður sér skrif þar sem rýnt er undir yfirborðið. Ég er reyndar ekki sammála því að menn hafi keypt varanlegar veiðiheimildir og veiðiheimildir  sbr. 1. gr fiskveiðistjórnarlaganna, Valdimarsdóminn, Vatnsdóminn og nýlegan héraðsdóm Vinnslustöðvarinnar sem ekki var áfrýjað. Flestar veiðiheimildir skiptu aldrei um handhafa heldur kennitölu árið 1994 vegna skattabreytinga eins og þú eflaust veist. Það eru margir áhugaverðir fletir í innleggi þínu sem ég gæti vel hugsað mér að ræða við þig. Þessar vaxtagreiðslur til erlendra banka, reyndar með milligöngu þeirra íslensku sem nú eru farnir á hausinn leiða hugann að því hvort nú sé ekki einmitt rétti tíminn til að gera nauðsynlegar breytingar og skera á skuldahalann í leiðinni? En nú er orðið áliðið og ég segi þetta gott í bili. 

Sigurður Þórðarson, 1.6.2009 kl. 01:12

58 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Úps !!!!! ég  er orðinn sibbinn ætlaði að ávarpa Ólaf í færslunni að ofan

Sigurður Þórðarson, 1.6.2009 kl. 01:14

59 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir athugasemd þína Óskar og biðst afsökunar á þessum nafnaruglingi áðan.  Árni er alltaf góður en mér finnst nokkur góð innlegg hérna og umræðan er skemmtileg og hefur farið batnandi.

Ég er sammála þér um færeysku leiðina.

Sigurður Þórðarson, 1.6.2009 kl. 01:18

60 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll kæri frændi, ég er sammála þér eins og svo oft áður.

Sigurður Þórðarson, 1.6.2009 kl. 01:19

61 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Góða nótt Sigurður og takk fyrir spjallið.

Sjáum til um framhaldið 

Ólafur Eiríksson, 1.6.2009 kl. 01:20

62 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Guðrún mín,

alltaf gaman að sjá þig. 

Ég segi ekkert af viti núna nema kannski góða nótt og vona að ég heyri fljótt í þér aftur. Sama vil ég segja við þig Ólafur það er gaman að eiga orðastað við og hlýða á rök skynsamra manna.

Takk fyrir mig

Sigurður Þórðarson, 1.6.2009 kl. 01:25

63 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, Árni! Hvers vegna í andskotanum getur fólk eins og forsætisherfan ekki tekið í þetta mál? Verða ALLIR stjórnmálamenn hringlandi vitlausir BARA af því að fá einhver völd?

Annars stjórna Sjálfstæðisflokkurinn öllu á íslandi hvað sem hver segir, og áð skiptir nákvæmlega engu máli hvaða flukkur sem er "þingkosin" stjórn.

Það eiga allir að vita sem bara yfirleitt nenna að hugsa.

Af hverju eru ekki persónleikar eins og þú ekki á þingi Árni? Það er eins og allir með vit í kollinum forðist stjórnmál og embætti!!!

Heilbrygð skynsemi er í alvarlegri útrýmingarhættu á Íslandi! Það er bara því miður staðreynd.

Ég votta hér með þá virðingu sem ég tel mig hafa, til þín Árni. Þú ert alla vega með mig, sem er varla húsum hæfur, sem aðdáenda.

Siggi! Reyndu nú að svara Jóni Frímann almennilega! ERTU HRÆDDUR VIÐ ÞENNAN AUMINGJA HHG? 'EG VONA BARA AÐ ÞESSI BLAÐRANDI API SKOÐI SÍÐUNNA ÞÍNA!

Mig vatar bara peninga til að kaupa þessar skýrslur frá Braselíu og þá negli ég stærsa fant á Íslandi! Säpo í Svíþjóð og Pet í Danmörku vita allt um HHG, enn þeir hafa bara enga lögsögu þar.

Enn það þarf að negla þennan HHG almennilega! Það eina góða við HHG er að hann lýgur bara þegar hann talar.

Kv, Óskar

PS.

Sioggi! mailið er komið í gang. sendu mér mail, enn ekki frá .is símafyrirtæki.

Ég skal senda þér smá info um þennan drullusokk HHG! Það er bar prufa og hættu að afsaka þig fyrir honum!!!!

Óskar Arnórsson, 1.6.2009 kl. 01:41

64 Smámynd: Óskar Arnórsson

..enga lögsögu á Íslandi.. átti þetta að vera.

Óskar Arnórsson, 1.6.2009 kl. 01:49

65 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ath. Í athugasemd minni nr.43 er meinleg innsláttarvilla sem ég var að taka eftir núna ásamt nokkrum fleiri sem litlu máli skipta.

"að kasta á gjafarans nasir" að sjálfsögðu ekki gafarans eins og þar stendur.

Þetta er því mikilvægara að ég hef aldrei síðar heyrt þetta orðtak sem ég þykist vita að sé fornt. Faðir minn lærði sína sjómennsku af útvegsbónda í Skagafirði en sá var aðfluttur frá Ólafsfirði. Fróðlegt væri að fá vitneskju um fleiri sem þekkja þessa speki og þá hvar þeir hefðu heyrt.

Árni Gunnarsson, 1.6.2009 kl. 12:19

66 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ath! 

Þessi færsla er um sjávarútvegsmál og tilefnið var venjubundin lofgjörð HHG um kvótakerfið. Ég vona að Hannes fylgist með henni og hafi nokkurt gagn af. Þessari færslu var ekki ætlað að vera umræðuvettvangur um kynhvatir eða einkahagi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Telji menn sig vita um ólöglegt athæfi á að beina því til réttra yfirvalda en ekki á bloggsíðu um sjávarútvegsmál. Að gefnu tilefni fjarlægði ég eina athugasemd, sem var utan rammans. Hannes Hólmsteinn er jafn velkominn eins og her annar að taka þátt í umræðunni. Það væri raunar mjög gaman að fá að hlýða honum yfir.

Sigurður Þórðarson, 1.6.2009 kl. 12:23

67 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir þennan fróðleiksmola Árni. Ég hef gaman af öllu svona en get því miður ekki bætt neinu við.

Sigurður Þórðarson, 1.6.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband