Hvor ráðherrann fer með rétt mál Geir eða Björgvin?

Laust eftir klukkan 23 í gærkvöldi lýsti Geir Harrde því yfir að ekki væri í undirbúningi að koma með sérstakan aðgerðapakka, hans væri ekki þörf. Þremur klukkustundum síðar sagði Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra í samtali við Ríkisútvarpið, að í undirbúningi væri aðgerðapakki og drög að honum liggja fyrir.
mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum bara öll vona að Björgvin sé að fara rétt með og skýringin á því að fyrirsögnin í öllum alþjóðlegum viðskiptamiðlum morgunsins sé að ríkisstjórn Íslands telji ekki þörf á neinum aðgerðum til að bjarga íslenska fjármálakerfinu sé tilkomin vegna stórkostlegs óvitaskapar forsætisráðherra!

Arnar (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:08

2 identicon

Jahá er búinn að vera að tala um þetta víða að allt fari hér í bál og brand og Íslendingar eru svo fljótir að gleyma.

Allt þetta hjal og aðgerðaleysi hjá Ríkisstjórnini er bara til að kaupa tíma til að gefa stóreignamönnum og vinum íhaldsins sem fengu bankana á silfurfati tíma til að koma sínu fé út og á öruggan stað svo flytur þessi hvítflibba flóra bara erlendis og alþýðan þarf að fara að taka á sig stóran skell og byggja allt upp aftur og svo endurtekur sagan sig þegar hlutirnir fara að ganga vel aftur þá verður aftur einkavætt til vina og vandamanna þeirra sem valdið og peningana hafa eftir að alþyðan í formi ríkissjóðs hefur innleyst til sín bankana í þjóðnýtingu og tryggt þá aftur.

Þorri manna tapaði öllu sínu í kreppuni miklu hér á milli stríðsára og þá hlupu þeir sem töldust stóreignamenn í burtu og alþýðan sat uppi slipp og snauð og það sama er að gerast núna menn eru að hjala til að halda öllu rólegu meðan þeir gráðugu tæma hirslur sínar í tað þess að skila því aftur og tryggja þjóðini bættan hag .

Spyrjum að leikslokum en ég er viss um að það á eftir að versna hér ástandið því lengi getur gott batnað en líka getur vont versnað ekki skulum við gleyma því og þá er viðkvæðið hjá okkur alþýðuni að segja þetta er vont en það venst

Kv Svartsýnn

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þér Arnar.  Guðmundur, Þetta er nú ekki svona slæmt það eru til þrjár lausnir: 1. eyða minnu (hætta við öryggisráðið) 2. afl meir (leyfa t.d. krókaveiðar) 3 taka lán. Ríkisstjórnin sér bara kost númer þrjú þó hinar tvær leiðirnar séu vel færar.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 10:10

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem þarf að gera er að auka kvótann straxum 50% og taka í framhaldi af því aðferðir HAFRÓ til endurskoðunar og gera heildarendurskoðun á kvótakerfinu.  Í framhaldi af þessu yrði svo að fara í sparnaðaraðgerðir eins og t.d að hætta við framboð í Öryggisráðið, minnka útgjöld ríkisins og fleira.

Jóhann Elíasson, 6.10.2008 kl. 13:14

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fínar tillögur Jóhann

 Ég myndi samt byrja á að gefa krókaveiðar frjálsar og losna þannig við brottkastið og losna þannig við brottkastið af smábátunum. Síðan þyrfti að skipta flotanum upp í flokka og losna alveg við brottkast með afnámi aflamarks á báta en vera með svæðabundna sókn. Þannig mætti auka tekjurnar um tugi milljarða jafnframt því sem stofninn væri byggður upp.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 13:25

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er nú á því að loðnuveiðar í hringnót hafi ekki svo mikil áhrif á stofninn en aftur á móti set ég stórt spurningamerki við veiðar á loðnu og síld með flotvörpu.  Flotvörpuveiðarnar hafa það í för með sér að fiskurinn á sér hvergi "griðarstað" fyrir ásókn mannsins.  Reyndar er ég ekki í alveg nógu góðri stöðu til að fjalla um loðnuveiðarnar almennt, því þar er þekkingin ekki mjög mikil og efast ég ekki um að Guðlaugur veit mun meira um þau mál en ég.  Ég hef verið þeirrar skoðunar, í mörg ár, að aflamark eigi að vera bundið byggðunum og óframseljanlegt t.d landi bátur 20 tonnum í Þorlákshöfn dragist 20 tonn af aflamarki Þorlákshafnar og svona gangi dæmið áfram.  Þetta þyrfti að sjálfsögðu að útfæra betur, en hugmyndin er komin og það er ekki mitt að útfæra þetta nánar en snillingarnir í Sjávarútvegsráðuneytinu yrðu ekki í neinum vandræðum með að "klúðra" þessu á einhvern hátt.

Jóhann Elíasson, 6.10.2008 kl. 19:35

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gulli, þorskurinn étur ekki bara 3 vikur á ári.

 Jóhann það eru margir góðir punktar í þessu hjá þer en það er margt sem mælir með að þessu sé styrt frkar með sókn en aflamarki. Ég nenni samt ekki að fara út í það núna. Tökum þa´umræðu seinna.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 19:44

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað eru þetta bara tillögur og ekki eru þær fullkomnar frekar en önnur mannanna verk, en ef þú villt líta nánar á þetta skulum við bara vera í sambandi og ræða þetta seinna.  Emailið mitt er á síðunni minni og væri mér það mikill heiður ef þú hefðir samband við mig í gegnum það.

Jóhann Elíasson, 6.10.2008 kl. 19:49

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóhann við skulum endilega vera í sambandi. Þetta er djúp pæling svo við geymum það aðeins en ég hlakka til. Mig langar samt að segja að sóknarstýring a.m.k. að hluta til er eina leiðin til að vita hvað er í sjónum.  Gulli, stórir fiskar borða litla fiska. Þannig er það í hafinu.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband