Færsluflokkur: Spaugilegt
Dóminum verður að áfrýja!
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Mennirnir sem réðust með offorsi á fíkniefnalögregluna og slösuðu þá sluppu vel í dag. Það varð lögreglumönnunum til happs að þeir fengu skjóta aðstoð. Einn fékk skilorðsbundinn dóm en hinir sluppu alveg. Ef þessum dómi verður ekki áfrýjað mætti kalla þetta svartan dag í íslenskri réttarsögu hvað varðar öryggi löggæslumanna. Í stuttu máli voru orð lögreglumananna sem urðu fyrir árásinni ekki tekin trúarleg um að þeir hefðu kynnt sig sem lögreglumenn. Það gengur ekki að fáliðuð lögreglan sem reynir að vinna sitt starf af samviskusemi geti átt undir högg að sækja frá erlendum ofbeldismönnum og þeir sleppi frá því refsilaust.
Einn dæmdur og tveir sýknaðir af ákæru fyrir árás á lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Íslenska utanríkisráðuneytið slær á ótta talibana!
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Svo sem kunnugt er stóð Talibönum mikil ógn af íslenska jeppagenginu, því er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að draga úr þessum mikla þrýstingi með því að senda óvopnaða menn í borgaralegum klæðum. Var Björn Bjarnason hafður með í ráðum?
Ógnvænlegur íslenskur friðargæsluliði.
Íslenskir friðargæsluliðar sendir til Afganistans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sprenghlægileg atvik úr fótboltakappleikjum
Sunnudagur, 2. mars 2008
Allir úr sömu klíkunni!
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Af öllum hæstaréttardómurum er að eins einn sem ekki er skipaður af Sjálfstæðisflokknum. Forysta flokksins gerir sífellt minna með hæfnisvottorð og skeytir hvorki um skömm eða heiður. Kannski finnst þeim að þeir eigi bara þetta batterí og aðrir eigi ekki að hafa skoðun á því? Ég veit að almennum sjálfstæðismönnum finnist það sniðugt að allir dómarar landsins séu úr sömu klíkunni. Verða ekki einhverjir að koma vitinu fyrir flokkseigendafélagið?
Ánægður að loknu góðu dagsverki.
Áhrif meðmælabréfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |