Hvar er íslenski hermaðurinn?

Nú fjórum árum eftir að friður og ró komst á í 795 héruðum af 800 og í þessum 5 sem eftir voru væri minniháttar heimilisófriður virðist alt vera að fara í bál og brand að nýju eftir að íslenski hermaðurinn var sendur heim. Getur verið að íslenska ríkisstjórnin hafi verið of fljót á sér að senda liðsaflann frá Írak til Afganistan? Nú berjast allir á móti öllum.  Hvar er íslenski hermaðurinn?
mbl.is Enn hart barist í Basra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Það var ekki að ástæðulausu sem fulltrúar Bandaríkjahers og Nató kvörtuðu sáran undan brotthvarfi íslenska hermannsins frá Írak og töldu brotthvarfið geta stefnt friði og lýðræði í Írak í tvísýnu.

  Góðu fréttirnar eru að friðurinn og lýðræðið hafa verið flutt til Afganistan.  Þar stendur til að þeir aðstoði við valmúarækt og klæðist eins og talibanar til að enginn fatti að þeir séu útlendir hermenn að passa friðinn og lýðræðið.  Jafnframt hefur fjölmennur herflokkur frá Nató verið kallaður til þeim til verndar.  Hver einasti íslenskur hermaður verður umkringdur mörgum hermönnum allan sólarhringinn sem gæta þess að hann geti passað friðinn og lýðræðið. 

Jens Guð, 26.3.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband