Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Kirkjan beitir hýðing gegn klámi
Sunnudagur, 25. október 2009
Víða í hinum múslímska heimi er kirkjan órjúfanlega tengd dómstólum, löggjafa og framkvæmdavaldi þ.m.t. lögreglu. Þar sem svo háttar er líkamsrefsingum undantekningalaust beitt gegn blygðunarbrotum. Harðastar eru refsingar fyrir kynvillu og hórdómsbrot sem sumstaðar er dauðasök. Mun vægar er tekið á nauðgunum einkum ef konan er fjölgyðistrúar, þá má allt eins búast við að henni verði refsað. Mildar er tekið á karlmönnum og því vekur athygli að karlmaður sem upplýsti lauslæti sitt skyldi dæmdur í fimm ára fangelsi og 1000 vandarhögg sem þýðir ævilangt örkuml eða dauða. Mig hryllir við þessu miskunnarleysi.
ú
Húðstrýkt vegna sjónvarpsþáttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dýrt spaug að vera ekki í nærbuxum!
Föstudagur, 23. október 2009
Kona nokkur vestur í Ameríku kíkti inn um eldhúsglugga og sá í typpi húsráanda sem var aleinn heima, allsber og nývaknaður að hella hella sér uppá kaffi. Þetta hefði líklega ekki verið tiltökumál nema vegna þess að konan var í meira lagi siðsöm og var í fylgd með 7 ára gömlum dreng sem hefur líklega aldrei farið í almenningss. Konan sá sér ekki fært annað en kæra manninn sem nú býður eins árs fangelsi.
Þetta rifjar upp frásagnir af siðgæðislögreglunni í USA á tímum Macharty sem lá á gluggum manna sem grunaðir voru um "kynvillu". Ef grunsemdir voru rökstuddar fékk lögreglan húsleitarheimild til að afla sannana um að viðkomandi svæfu í sama rúmmi, sem dugði til sakfellingar.
Handtekinn fyrir að hella upp á kaffi berrassaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Verktakar fjárfesta í borgarfulltrúum
Miðvikudagur, 21. október 2009
Það er almælt að stór verktakafyrirtæki sem eiga mikil viðskipti við borgina fjárfesti í stuðningi við flokka og einstaka frambjóðendur, með því að kosta prófkjör þeirra. Eitt þessara fyrirtækja er Eykt sem fengið hefur mörg stórverkefni hjá borginni og leigði Reykjavíkurborg skrifstofuhúsnæði við Höfðatorg fyrir 4 milljarða verðtryggt til 25 ára. Fram hefur komið að Eykt lagði framboði Framsóknarflokksins til 5 milljónir en framsóknarmenn hafa gefið þá skýringu, sem ekki er rétt, að Eykt styðji alla flokka. Þá hefur Ólafur F. Magnússon ítrekað gengið eftir því að Óskar Bergsson að hann upplýsi hvað hann fékk persónulega mikið frá Eykt í prófkjörsbaráttu sína en án árangurs. Mikill meirihluti borgarfulltrúa er meðvirkur í þessum feluleik og til að komast hjá því að upplýsa málið samþykktu þeir með fjórtán atkvæðum gegn einu að upplýsingaskylda gilti einungis um borgarfulltrúa framtíðarinnar.
Sjá fundarg. borgarstjórnar frá 20.10 2009 www.rvk.is
1,5 milljóna þak á framboðskostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fjölskylduhjálpin
Þriðjudagur, 20. október 2009
Ég vil þakka öllu því góða fólki sem hefur lagt hönd á plóg Fjölskylduhjálpar Íslands í þágu þeirra sem eru hjápar þurfi. Fjölskylduhjálpin hefur verið drifin áfram af stofnandanum Ásgerði Jónu Flosadóttur og fleiru góðu fólki en nú bætist henni öflugur liðsmaður þegar Matthías Imsland tekur við formennskunni og Ásgerður verður framkvæmdastjóri.
"Ég óska þeim báðum ásamt öllum sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálparinnar velfarnaðar og veit að störf þeirra muni leiða til blessunar fyrir marga."
Á efri myndinni er Matthías Imsland en á þeirri neðri er Ásgerður Jóna Flosadóttir ásamt Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur sem hefur starfað mikið fyrir Fjölskylduhjálpina.
Nýr formaður Fjölskylduhjálpar Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bretar viðurkenna fullveldi Íslands
Mánudagur, 19. október 2009
Þeir sem kynnt hafa sér skuldastöðu íslenska ríkisins samanborið við þjóðartekjur vita að landið kemur ekki til með að geta greitt vexti af lánum í framtíðinni þannig að þeir munu bætast við höfuðstólinn.
Þetta þýðir á mæltu máli að landið er löngu orðið tæknilega gjaldþrota á álþjóðlega mælikvarða og gæti tilkynnt greiðslufall og óskað niðurfellingu skulda. Þess vegna var það ákvæði í Icesave samningnum að Ísland afsalaði sér rétti til að geta óskað griða ótímabundið og óafturkallanlega vægast sagt ógnvekjandi. Á mæltu máli þýðir þetta að ef neyðarástand skapaðist á Íslandi gætu íslensk stjórnvöld ekki óskað þegnum sínum griða með vísan í alþjóðlegan þjóðarrétt. Þegar íslenska samninganefndin hafði undirritað þetta splæsti hún kampavíni á viðsemjendurna.
Núna segir Steingrímur hróðugur að mikill árangur hafi náðst:
"Þá féllust Bretar og Hollendingar á fyrirvara sem lúti að fullveldi og eignum landsins. Einnig verði þeir efnahagslegu fyrirvarar, sem Alþingi gerði, felldir inn í samninginn."
Íslendingar þurfa að borga út í hið óendanlega og mega fara í mál en þurfa samt að borga þó þeir vinni.
Lengra verður ekki komist sagði Jóhanna
Lengra varð ekki komist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Evrópusinnar deila innbyrðis
Miðvikudagur, 7. október 2009
Það er brostin á uppgjöf og flótti í herbúðum Evrópusinna og þeir eru augljóslega byrjaðir að deila innbyrðis fyrst Evrópusinni Nr. 1 Eiríkur Bergmann Eiríksson kvartar undan því að vera skammaður af öðrum Evrópusinnum. Eiríkur telur að það hafi verið glapræði að leggja inn umsókn án þess að kanna baklandið.
Skammaður af ESB-sinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýja Ísland, hvenær kemur þú?
Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Kvótinn, bankarnir gefnir, kúlulán, eigur hersins afhentar útvöldum.
Það mun taka langan tíma að hreinsa til eftir Sjallana segja menn.
Svo er spurningin hver eigi að gera það? Er það liðið sem vill afhenda Evrópusambandinu allt laust og fast? Er það liðið sem sér þann eina kost að skuldsetja börn okkar og barnabörn, gera þau að Ísþrælum, "til að við fáum mannorðið aftur"? Eða eigum við kannski að treysta þeim sem nú þykjast vera hneykslaðir en studdu alltaf spillinguna hvenær sem þeir áttu þess kost? Hvað er til ráða? Spyr sá sem ekki veit.
Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 5.9.2009 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ástir górillu og manns Varúð ! Ekki fyrir viðkvæma.
Mánudagur, 3. ágúst 2009
Það er þekkt úr dýraríkinu að spendýr sem öll eru talsvert skyld, eiga það til að flökta á milli tegunda í viðleitni sinni til að fjölga sér. Ekki má líta af hestum og ösnum nú eða köttum og tófum. Maðurinn er engin undantekning á þessu flippi spendýranna, hann er skyldastur öpum og HIV sýking kemur aðallega úr simpönsum en nú einnig úr górillum. Sama má segja um sárasóttina (sýfilis) sem kom til Evrópu úr lamadýrum í S-Ameríku sem siðmenntaðir kristnir Spánverjar lögðu undir sig.
Á stríðsárunum voru tveir amerískir úrvalshermenn staðnir að því að hafa samræði við kvígu og var þessi vísa þá ort:
Ef að þetta úrvalslið// iðkar kálfasmíði//Hverju ætli úrkastið//í Ameríkunni ríði?
Greindist með nýtt afbrigði HIV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Opið bréf til allsherjargoða
Laugardagur, 18. júlí 2009
Ágæti allsherjargoði.
Mörgum er ofarlega í huga hvenær landvættirnar muni grípa í taumana og blanda sér í stjórnmálabaráttuna með afgerandi hætti?
Við ásatrúarmenn og raunar allir Íslendingar aðhyllumst frelsi andans, samt er það æði oft svo að maður leiðir ekki hugann að forræðinu fyrr en það bitnar á manni sjálfum.
Hingað hafa jafnan borist stefnur og straumar utan úr hinum stóra heimi, nú síðast Evrópuhugsjónin, allt hefur þetta gengið yfir eins og flensurnar.
Forræðishyggjumönnum til yndisauka en gömlum sjómanni, vini mínum til ama eru verjur einungis leyfðar í einni EB-stærð og hefur hann því þurft að útvega sér þessa munaðarvöru frá Ameríku, þar sem enginn amast við því að þessi vöðvi, sem ekki má nefna, sé ekki af staðlaðri stærð. Við brosum kannski að þessum vandræðum vinar míns sem ber harm sinn í hljóði.
Nái óskir samforræðishyggjumanna fram að ganga verður Kjartani sægreifa innan tíðar gert að hætta að selja vinsælasta réttinn sinn hvalkjöt.
Hvalveiðimennirnir, segja sambræðingssinnar og yppta öxlum: Geta þeir ekki fundið sér eitthvað annað? Það skapast ný mörg störf þegar fjölgar um rúman helming í ráðuneytunum.
Kannski rekur það mig til að hafa samkennd með þessu fólki að ættingjar mínir hafa komið saman svo lengi sem elstu menn muna og borðað ólöglegar afurðir þ.e. sel, þetta köllum við selskap sem við hugsum ávalt til með mikilli tilhlökkun. Nú skilst mér að þetta sé þyrnir í augum Evrópuhugsjónamanna sem myndu heldur vilja sjá okkur Skógarnesinga borða evrópskt svínakjöt.
Allt eru þetta þó smámunir í samanburði við þá fyrirætlan Evrópuhugsjónamanna að gera okkur frjálsborna Íslendinga ásamt óbornum niðjum okkar að Ísþrælum, "sem afsala sér griðum óafturkallanlega og ótímabundið" (Icesave samn.), til þess eins að kaupa aðgöngumiða í "Kæfubelginn Brussel".
Því heiti ég á þig ágæti allsherjargoðai, að þú beitir tafarlaust áhrifum þínum við landvættirnar þannig að þær bægi þessari ógn, Evrópuhugsjóninni, frá landinu áður en hún veldur hér skaða.
Frestun Icesave slæmur kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 19.7.2009 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Sjónhverfingar fjármálaráðuneytisins
Föstudagur, 10. júlí 2009
Við skoðun Icesave samkomulagsins hafa komið í ljós margháttar afglöp samninganefndarinnar. Fjármálaráðuneytið hefur nú lagt fram útreikninga sem eiga að sýna að Íslendingar geti greitt Icesave. Í fyrsta lagi er horft fram hjá öðrum skuldum landsins en þar fyrir utan er gert ráð fyrir að þjóðarframleiðsla aukist á örfáum árum um 25% frá þeim tíma sem hún var mest!
Aukin landsframleiðsla. Ætli það sé í fjármálastarfsemi? Mér er sagt að álverðið verði að vera 1650$ tonnið til að standa undir afborgunum af Kárahnjúkum til 40 ára auk vaxta. Reyndar fór verðið hæst upp í 3300$ en lengst af hefur það verið undir þessum mörkum og því er Kárahnjúkavirkjun að sliga Landsvirkjun.
Kárahnjúkavirkjun var á gígantígskan mælikvarða við íslenskt efnahagslíf en samt kostaði virkjunin ekki nema 100 milljarða. Samt ætla stjórnvöld að fara með skuldirnar upp í 2500 milljarða með því að leggja Icesave við þessa 1800 milljarða sem við skuldum nú þegar!!
Forystumenn þjóðarinnar, sem ætla að skuldsetja Ísland fyrir hærri upphæð en hægt er að greiða og gera óborna þegna landsins að Ísþrælum vegna hótunar Evrópusambandsins og ætla síðan að eyða 6-800 milljónir í samningaviðræður í þeim tilgangi að ganga í það sama samband starfa ekki í mínu umboði. Það að þeir reyndu að halda samningnum leyndum jafnframt því að leyna lögfræðiálitinu það er í mínum huga kornið sem fyllir mælinn.
Ég ætlaði að birta myndir af Ragnari Reykás og Össuri Skarphéðinssyni en þær voru ekki tiltækar svo ég læt þetta duga:
1. Efri mynd Steingrímur J Sigfússon
2. Neðri mynd tvífari Össurar Skarphéðinssonar
Sló ekki á fingurna á Ásmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |