Samfylkingin kemur Íslendingum í samevrópskt skuldafangelsi

kthompson-340-sad-child_1_Nú sannast hið fornkveðna að lengi getur vont versnað. Hún var svo sem ekki gæfuleg stjórnin sem eikavinavæddi bankana eða og leyfði handhöfum fiskveiðiheimildanna að veðsetja þær í útlöndum. Og ekki var hún betri sem lofsöng bankana um mitt árið 2008 og leyfði útrásarvíkingum, sem kostuðu prófkjörsbaráttu ráðherrana að mergsjúga Ísland.  Stjórnin skipti sér ekki af því en reyndi allt hvað af tók að komast í öryggisráðið viku fyrir hrun og löngu eftir að hrunið var fyrirséð. Þá hélt maður að botninum væri náð. En það var sem sagt hægt að fara úr öskunni í eldinn. Samfylkingin ætlar sér í ESB og ef Íslendingar vilja ekki inn með góðu þá verða þeir meðfærilegri sem skuldaþrælar. 

 

 Börnin skulu borga!

 


mbl.is Ósáttur við Icesave-lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Þetta er hroðalegt. Það skrítna er að margir samþykkja þetta vegna þess að það er vinstri stjórn sem stendur að þessu. Það er stórfurðulegt eins og það sé nóg að segjast vera góður og fara svo ekkert eftir því og berja mann og annan.

Helga Þórðardóttir, 6.6.2009 kl. 23:45

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég veit ekki hvort Samfylkingin er vinstri eða hægri og ég held að hún viti það ekki heldur. Það er aftur á móti ljóst að Samfylkingin er ESB flokkur. Mér virðist hún taka hagsmuni ESB fram yfir íslenska hagsmuni  þegar  ágreiningur rís.

Sigurður Þórðarson, 7.6.2009 kl. 00:03

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt, rétt, rétt. Samfylkingin var hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn því miður, og það kemur nú í ljós að VG eru tilbúnir til þáttöku.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.6.2009 kl. 02:09

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Þetta er afleitt að samþykkja að greiða skuldir sem við eigum ekkert í. Ég vona að fólk flykkist niður á Austurvöll og mótmæli gjörðum ríkisstjórnarinnar. Það þarf að veita þeim aðhald. Býst ekki við að það verði allt sama fólkið og var þarna í vetur því þau voru m.a. stuðningsmenn Vinstri Grænna sem nú eru í ríkisstjórn.

Guð veri með þér gamli sjóari.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.6.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband