Íslenskur þjóðkirkjuprestur fyrir aðkasti vegna trúleysis á jólasveina

Það er ekki bara á Ítalíu sem prestar hafa lent í vandræðum vegna trúleysis á jólasveina. Séra Flóki Kristinsson hefur margsinnis lent í útistöðum við safnaðarbörn sín, þar sem hann er haldinn þeirri áráttu að prédika gegn jólasveinum. Það hefur oft verið amast við þessari jol8undarlegu hegðun  bæði meðan hann var í Langholtskirkju og í Borgarfirðinum. Þetta fullkomlega óverðskuldað enda eru jólasveinar gleðigjafar barnanna og hafa algjörlega látið það eiga sig að amast við nokkrum og síst af öllu þjóðkirkjunni.

En auðvitað er þetta kjánaleg afbrýðisemi þar sem jólasveinar eru eftirsóttari en prestar á jólatréskemmtanir,


mbl.is Heiðarlegur prestur „eyðilagði jólin fyrir börnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

allsendis rétt hjá þér. ég man þegar svartstakkurinn talaði gegn jólasveininum, á Hvanneyri.

ég hef séð jólasveininn, en aldrei séð guð. hvor þeirra ætli sé til?

Brjánn Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Þetta er ekki afprýðisemi, heldur trúarhroki.

Björgvin R. Leifsson, 26.12.2008 kl. 14:45

3 Smámynd: Heidi Strand

Jólasveinninn er orðinn gjaldþrota.

Heidi Strand, 26.12.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Brjánn, það er rétt hjá þér að það sauð uppúr á Hvanneyri en þessi afstaða til jólasveina hafði lengi verið til vandræða. Björgvin, þekkir veist þú hvort þetta ofstæki sé bundið við svartstakka? Heidi, jólasveinar verða aldrei gjaldþrota.

Sigurður Þórðarson, 26.12.2008 kl. 14:54

5 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 26.12.2008 kl. 14:58

6 identicon

Eftir nokkur ár þá verður bara sveinki, menn eru að dissa fullorðinsjólasvein kirkjunnar um allan heim... nema á íslandi(Og Afríku), að mér skilst.

Þarna er vandi íslendinga kannski í hnotskurn... við erum svo spes í okkar eigin augum að við eltum alltaf skottið á okkur sjálfum beint ofan í skurð, aftur og aftur og aftur.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 15:29

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þetta er skemmtileg hugleiðing hjá þér Siggi, mikið er ég sammála þér þarna.  Ekkert skemmtilegt má ver í friði fyrir afbrýðisseminni. 

Gleðilegar hátíðir, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 26.12.2008 kl. 16:32

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Siggi, varla ertu að ætlast til að klerkurinn fari að ljúga að blessuðum óvitunum? Auðvitað á hann að segja þeim sannleikann og ekkert nema sannleikann.

Baldur Hermannsson, 26.12.2008 kl. 17:54

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skrýtið að heyra, þar sem það er jú starf prestanna að ljúgja að fólki ekki satt, segja þeim allskonar vitleysu um Guð og biblíuna ? 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 18:30

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú röflar Ásthildur. Prestarnir trúa á Guð eins og annað heilbrigt og eðlilegt fólk en þeir vita að jólasveinninn er ekki til.

Baldur Hermannsson, 26.12.2008 kl. 18:37

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll öll og gleðileg jól. Nafni ég hafði ekki hafði ég hugmynd um að hommar séu útsendarar Djöfulsins.  So? Doctor E, ég legg venjulega ekki í vana minn að dissa presta og jólasveina.  Menn geta samt ekki treyst því að þó þeir klæðist einhverjum búning verði þeir yfir gagnrýni hafnir. Sæll bóndi já sumir halda að ef þeir klæðast einhverjum prestbúning geti þeir verið með leiðindi út í Pétur og Pál t.a.m. útsendara Djöfulsins.  Kæri Baldur ertu nokkuð viss um að það sé heppilegt að menn sem leggja fæð á jólasveina, jafn indælir og þeir eru, séu mikið að umgangast börn? Ásthildur sannleikurinn er súbjetívur. Sumir trúa að   hommar séu útsendarar Satans og að þeir séu betri en aðrir menn og mun merkilegri en jólasveinar.  Þó er það satt. (Fyrir þeim). Kannski við ættum að splæsa í mótmælaspjald fyrir prestinn Baldur svo þeir félagarnir geti staðið saman á Langholtsveginum?

Sigurður Þórðarson, 26.12.2008 kl. 22:49

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ahemm, það yrðu skrítin mótmæli en meðan þeir mölva ekki rúður eða bíta löggur þá styð ég það!

Baldur Hermannsson, 26.12.2008 kl. 22:59

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Siggi, er það ekki annars skrítið hvað mörgum liggur illa orð til presta hér á blogginu? Hefur það alltaf verið svona eða er þetta eitthvað nýtilkomið?

Baldur Hermannsson, 26.12.2008 kl. 23:00

14 identicon

Er ekki heimurinn absúrd?  Presturinn verður fyrir aðkasti fyrir að segja að jólasveinnin sé ekki til en er voða fínn þegar hann segir að heilagur andi hafi flekað Mæju Mey -  Jósef bóndi hennar sem vissi alveg að kona hans væri hrein mey eins og títt er um giftar konur í þessum heimshluta (Jah eða giftar konur í öllum heimshlutum), en var ekkert að hafa uppi athugasemdir við það að Mæja væri að nudda sér upp með þriðja aðila.  Svo fæðist þetta myndarbarn sem framkvæmdi hin ólíklegustu kraftaverk, gekk á vatni, breytti því í vín en gat þó ekkert gert gagnvart dómsvaldinu annað en að láta festa sig á spýtu.  Þó gat hann platað dómsvaldið með því að rísa upp frá dauðum en leiddist þó þófið það mikið að eftir þrjá daga tók hann far með himnalyftunni og situr nú við hlið pabba síns og dæmir okkur sem ekki trúa þessarri líklegu sögu til eilífðarveru í helvíti, svona í nafni friðar og miskunnar.  Og sagan um jólasveinin er lýgi? 

Þórður Magg (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 23:12

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll aftur Baldur, ég tek það ekki til mín að vera illa við presta enda á ég nokkra ágæta presta að vinum. Mér er meira að segja vel við séra Flóka sem er gamall bekkjarbróðir minn úr barnaskóla en mér er þessi andúð hans á jólasveinum framandi. Mér er líka óskiljanleg andúð Helga Hóseassonar á Jesú. Blessaður gamli maðurinn norpar næstum blár úr kulda frá morgni til kvölds með mótelaspjald og dreifimiða í vasanum gegn himnafeðgunum, sem hann trúir ekki á. Helgi er samt algjört góðmenni og ef ég fengi einhverju ráðið myndi ég strax uppfylla óskir hans um að afnema skírnina. En þá segir kirkjan að það sé ekki hægt að "afnema sáttmála hans (meðan hann var hvítvoðungur) við Guð, því fái enginn mannlegur máttur rift."

Gleðileg jól Þórður.  Vegir Guðs eru órannsakanlegir einkum þeim sem eru litlir trúmenn.

Sigurður Þórðarson, 26.12.2008 kl. 23:40

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Siggi, ég man vel þegar sonur minn ungur bar það undir mig hvort Guð væri örugglega til. Því miður man ég ekki svarið orðrétt, en vitanlega svaraði ég hvorki með jái eða neii. Við ræddum málið lýðræðislega og ég benti honum á að svo virtist sem manninum væri eðlilegt að trúa og hann ætti eftir að reka sig á það sjálfur er fram liðu stundir hvað trúlaust fólk væri oft einkennilega flatneskjulegt og leiðinlegt. En ég undirstrikaði að hver og einn yrði að svara spurningunni fyrir sig - og vísindin gætu ekki komið til hjálpar á þessu sviði. Hins vegar leiðist mér þessi andúð sem margir virðast hafa á prestum. Jaðrar stundum við hálfgerðar nornaveiðar.

Baldur Hermannsson, 27.12.2008 kl. 00:41

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur, ég er sammála þér.

Sigurður Þórðarson, 27.12.2008 kl. 02:18

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vegna orða þinna Baldur vil ég árétta að ég var ekki að gagnrýna presta almennt, heldur einn tiltekinn einstakling sem gegnir þessu embætti, fyrir skort á umburðalyndi.

Sigurður Þórðarson, 27.12.2008 kl. 02:46

19 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ef þú vilt að það sé borinn virðing fyrir þinni trú, þá skaltu bera virðingu fyrir trú annara. Þú trúir á að guð sé til og þú trúir á að Jólasveinninn sé til. að kúga hugsanir annara og kalla trú þeirra lýgi er ekki dæmi um það umburðarlyndi sem menn í þessari stétt hafa þó hrósað sér fyrir.

annars býð ég gleðilega hátíð og óska öllum velfarnaðar á nýju ári. 

Fannar frá Rifi, 27.12.2008 kl. 13:20

20 Smámynd: Anna Steinunn Þengilsdóttir

Sæl verið þið jólafólk 

Persónulega finnst mér það ekki vera hlutverk presta að segja af eða á með tilvist jólasveinsins, annað er að við vitum að þetta er þjóðsaga og hefur fylgt okkur um ómunatíð og jólasveinninn verið tákn jólanna víða um heim og það vitum við líka. Þjóðsögur eru ekki allar sannar og oftar en ekki uppspuni frá rótum en við höfum gaman af þeim eins og öðrum skáldsögum sem hafa fylgt mannkyninu. Sagan um jesúbarnið og öll þau ótrúlegu kraftaverk þess hafa líka fylgt okkur um ómunatíð og er meira að segja talað um ártölin fyrir og eftir krist, sem er stórmerkilegt fyrirbrigði að mínu viti. Við megum hafa hvaða trú sem er og ylja okkur við hana, hvort sem trú á jólasveinin eða jesú, nema hvorutveggja sé, og því ættu prestar að forðast það í lengstu lög að gagnrýna þjóðsögur Íslendinga, ég tel það ekki hafa neitt upp á sig fyrir þá. Og hvað er þessi prestur að gera sóknarbörnum sínum? Vísvitandi að særa þau og búa til leiðindi sem vel er hægt að sleppa og notar til þess auma afsökun um að sannleikurinn sé sagna bestur, veröldin hefur lifað við þjóðsögur alla tíð og afhverju má þessi ekki lifa góðu lífi meðal barna okkar líka eins og aðrar hafa gert?

Bestu kveðjur ASÞ

Anna Steinunn Þengilsdóttir, 27.12.2008 kl. 13:47

21 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Bíddu nú aðeins, Baldur: "trúlaust fólk væri oft einkennilega flatneskjulegt og leiðinlegt"?

Eins og Woody Allen, Douglas Adams, Marlene Dietrich, Stephen Fry, Ricky Gervais, Penn & Teller, Gene Wilder, George Orwell, Terry Pratchett, H.P. Lovecraft, Shelley, Kurt Vonnegut, Björk, Richard Branson, George Carlin, Billy Connolly, Eddie Izzard, Dylan Moran...og ég?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.12.2008 kl. 14:50

22 Smámynd: Fannar frá Rifi

"trúlaust fólk væri oft einkennilega flatneskjulegt og leiðinlegt"

þvert á móti þá eru þeir sem ekki eru steyptir í sama mót og aðrir oftast fjölbreytir og fjörugir. 

Fannar frá Rifi, 27.12.2008 kl. 14:58

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Velkomin á síðuna mína Fannar, Anna og Tinna og takk fyrir líflegar umræður gott fólk. Ég er ekki vanur að ræða mína trú og hún skiptir raunar engu í þessu samhengi en mér er samt engin launung á því að ég er ekki kristinn. Ég vil ekki  taka þátt í metingi Baldurs og Tinnu um hvorir séu skemmtilegri, trúaðir eða trúlausir. Eiginlega hef ég enga skoðun á því, né heldur því hverju fólk ætti helst að trúa. En rétt eins og börnin hafa gaman af því að trúa á jólasveininn finnst mér líka gaman að trúa á eitt og annað sem ég sé ekki. Þjóðsögur Íslendinga og þjóðsögur Gyðinga mega gjarnan vera í sömu bókahyllu heima hjá mér.

Sigurður Þórðarson, 27.12.2008 kl. 15:36

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hæ Tinna, Woody Allen er annálaður leiðindapjakkur, spurðu bara Miu. Ég á erfitt með að trúa því að Lovecraft hafi verið trúlaus - ertu alveg viss um þetta? Ég tek það fram að ég er alls ekki að tala bara um Kristindóm eða álíka skipulögð trúarbrögð. Huldufólk, töfrar, fylgjur, miðilsfundir, spádómar - allt er það í sama góða pakkanum.

Baldur Hermannsson, 27.12.2008 kl. 15:57

25 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

In 1932, Lovecraft himself declared: "All I say is that I think it is damned unlikely that anything like a central cosmic will, a spirit world, or an eternal survival of personality exist. They are the most preposterous and unjustified of all the guesses which can be made about the universe, and I am not enough of a hair-splitter to pretend that I don't regard them as arrant and negligible moonshine. In theory I am an agnostic, but pending the appearance of radical evidence I must be classed, practically and provisionally, as an atheist.[24"

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.12.2008 kl. 16:30

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Áhugavert, Tinna, takk fyrir þetta. Ég hef mætur á Lovecraft og á nokkrar bækur eftir hann sem ég les þegar ég verð leiður á veruleikanum.........

Baldur Hermannsson, 27.12.2008 kl. 17:27

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér finns þetta eiginlega merkilegri frétt:

A teacher has been banned from a primary school after telling children that Father Christmas wasn't real.

A class of seven-year-olds were left with their dreams dashed when the supply teacher blurted out that their Christmas hero was in fact made up, and it was mums and dads who really left presents under the tree.

Furious parents stormed into the school and made complaints after the youngsters told them what they had heard, and an apology was sent out by the head teacher, Angela McCormick.

The woman teacher has been barred from working at the Blackshaw Lane Primary in Royton, Oldham and a complaint has been lodged with her agency.

Confused children have now been given extra lessons on Christmas and have sent letters to Santa.

http://www.rochdaleonline.co.uk/news-features/2/community-news/17526/santa-isnt-real-teacher-banned-from-school-after-christmas-blunder

Að vísu verður maður alltaf að taka fjölmiðlum með vissum fyrirvara.  Þeir vilja náttúrulega að allt sé sem sögulegast.  Selja og sona.  Finnst líka að einhver svona jólasveinafrétt komi á hverju ári.

En með Jólasveina og trú á þá, þá er mín tilfinnig að síerfiðara sé að fá börn til að trúa slíku.  Fer auðvitað eftir aldri - en ótrúlega snemma eru þau búin að átta sig (mín reynsla)

Veit ekki alveg afhverju það er en mér dettur td. í hug að svo mikið er af fígúrum ýmiskonar, teiknimyndir og tölvufígúrur sem blessuð börnin flest gera sér grein fyrir að er bara fígúra.  Þá verður Jólasveinninn enn ein fígúran í huga þeirra.   Tala nú ekki um Grýlu.  Þýðir ekkert að segja börnunum lengur,  að Grýla sé uppá fjalli.  Hlægja bara að manni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 19:23

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, hjartað sígur ofan í brók þegar maður heyrir annað eins. Ljóst að síra Flóki má fara að passa sig. Hempan gæti fokið ef hann heldur áfram að véfengja tilvist jólasveina. Hvað skyldi gerast ef hann tæki nú líka upp á því að véfengja tilvist drauga og huldufólks?????

Baldur Hermannsson, 27.12.2008 kl. 19:27

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég minnist þjóðkirkjuprests í Danmörku sem sagðist ekki trúa á tilvist guðs og það var heilmikil umræða um það hvort það mætti reka opinberan starfsmann fyrir þá sök eina að hann tryði eða tryði ekki því sama og yfirmaðurinn. Þá var heldur ekki víst að biskupinn tryði því sama og kirkjumálaráðherrann.

Sigurður Þórðarson, 27.12.2008 kl. 22:08

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er náttúrlega mikil samkeppni um fantasíur hjá kirkjunni. Flóki og fleiri ættu kannski að kynna sér málið um Jesú Kr. Jósefsson betur: www.jesusneverexisted.com

Jón Steinar Ragnarsson, 28.12.2008 kl. 18:35

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé ekki að prestum ætti að vera skotaskuld að bæta einni hvítri lygi til viðbótar við fantasíuheim trúarbragðanna.

Allt er þetta náttúrlega rakalus lygaþvæla frá a-ö. Lýsi ég eftir þeim, sem getur sýnt fram á annað.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.12.2008 kl. 18:40

32 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Jón Steinar Ragnarsson;  Þótt Konfúsíus (Kon-Fu-Tse) hafi e.t.v., aldrei verið til og þessi skrif "hans" því fengin annarsstaðar frá, þá hafa þau sama gildi fyrir mig, því boðskapurinn og heimspekin stendur fyrir sínu.

Þótt Óðinn hafi e.t.v., aldrei verið til, eða ef hann hefur verið það, þá hvort hann hafi verið eineygður og átt tvo hrafna, þá standa Hávamál fyrir sínu.

Þótt Jesús Kristur hafi e.t.v., aldrei verið til, eða ef hann hefur verið það, þá hvort hann hafi verið fæddur á aðrafanótt 25. desember rétt fyrir áramótin 0 fyrir Krist/eftir Krist, eða hvort hann hafi verið krossfestur drepinn og vaknað upp frá dauðum, hvort hann hafi svifið upp til himna, þá stendur boðskapur hans fyrir sínu. 

Það gildir einu hvaðan gott kemur.

Trú + Pólitík = Trúarbrögð.  (Varúð). 

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 28.12.2008 kl. 19:49

33 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jón Steinar, þetta heitir að svara í sömu mynt og það er ekki alltaf rétt.  Er nokkur þörf á því að vera að viðra hvað manni finnst skynsamlegt í trú annarra?  Trú er ekki vísindi mér finnst affarasælast að hver trúi því sem hann vill.  Eftir siðaskiptin gaf kirkjan út fræðirit um villutrú og hvernig mætti þekkja þá sem af henni væru smitaðir.  Meðal þeirra ráða sem mælt var með var að vígðir menn skyldu þreifa á tilteknum líkamshlutum kvenna. Ég sleppi nánari lýsingum hér fyrir siðasakir. Er ekki best að hver trúi því sem hann vill?

Sigurður Þórðarson, 28.12.2008 kl. 21:07

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð hugleiðing Bjössi. Þú lítur á þetta meira sem heimspeki og siðaboðskap en beinlínis trú ef ég skil þig rétt?

Sigurður Þórðarson, 28.12.2008 kl. 21:17

35 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Siggi;  T.d., ef það "að láta gott af sér leiða" eða "að gera öðrum ekki illt" er heimskpeki þá er svarið "já".  Ef það er trú, þá er svarið "nei". 

Það skiptir mig engu máli hvaða merkimiði er settur á góða hluti, ef þeir virka. 

"Brostu til náungans og þú færð brosið margfalt til baka."  Er það heimspeki, siðfræði eða trú?

"Karmalögmálið" heitir á sveitaíslensku: "Að leggja inn hjá sánkti Pétri".  Það er vissa mín að það virkar.  Er það heimspeki, siðfræði eða trú?

Voða er lífið flókið.  Kveðja, Bjössi.   

Sigurbjörn Friðriksson, 28.12.2008 kl. 21:48

36 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er klárlega siðfræði en siðfræði er líka ákvðinn hluti af nánast öllum trúarbrögðum.  Í heiðninni er t.d. lögð áhersla á að bera virðingu fyrir fötluðum og í Islam að gefa fátækum o.s.f.

Sigurður Þórðarson, 28.12.2008 kl. 21:57

37 identicon

Að ábendingu vina minna var mér sagt, að hér væri af Morgunblaðinu auglýstur vinsæll umræðuþráður. Eftir að hafa lesið athugasemdirnar hér að ofan get ég ekki orða bundist og vil koma eftirfarandi á framfæri.

Allt tal um að ég hafi kennt börnum að jólasveinninn sé ekki til er úr lausu lofti gripið, líklegast fengið úr heimskulegri grein í DV fyrir tveimur árum. Þar var fullyrt að ég kenndi börnum að afneita jólasveininum. Hið rétta er að ég sagði þremur 7 ára börnum að sögurnar um jólasveinana væru þjóðsögur sem við hefðum öll gaman af. Í DV var einnig fullyrt að ég hótaði börnum djöflinum og helvíti og gott ef ekki einhverru enn verra. Allt er þetta fásinna og hefur við ekkert að styðjast nema fáránlega grein DV. Veikluð aðkomukona hér á Hvanneyri sá sig knúna til að koma þessum þvættingi á framfæri við blaðið í skjóli nafnleyndar á sínum tíma. Hvanneyringar vita að allur þessi áburður er tóm fabúla og á ekki við nokkur rök að styðjast en er hlægilegur, enda hlógu margir að þessari "frétt".

Það er hins vegar ekkert hlægilegt við það þegar fólk, sem telur sig heilbrigt og skynsamt, endurvekur þennan draug úr DV og fer að ræða þetta eins og um sannleika væri að ræða.

Ég harma það vegna þess sem upphaflega vakti máls á þessu að hann skyldi hafa komið af stað þessari skriðu sem hér er orðin. Og ég undrast að hann skuli ekki stöðva þetta í ljósi gamalla og góðra kynna okkar frá barnæsku.

Alvarlegast er þó þegar maður sem vill láta taka mark á sér fullyrðir að ég hafi fermt börnin hans og þá beitt son hans andlegu og líkamlegu ofbeldi. Sá heitir Sigurður Helgi Magnússon og skrifar 6. athugasemd við bloggfærslu Sigurðar. Samkvæmt upplýsingum sem þessi maður gefur um sjálfan sig er hann Hrunamaður, fæddur 1966.

Í fyrsta lagi hef ég aldrei kennt börnum úr Hrunamannahrepp undir fermingu, þó ég kenndi mínum fermingarbörnum um tveggja ára skeið í sama skóla og börnunum úr Hrunamannahreppi.

Í öðru lagi fluttist ég úr Eystri-hrepp til Reykjavíkur 1992 en þá var Sigurður þessi aðeins 26 ára og hefur varla getað vera faðir fermingabarns, nema hann hafi eignast barnið þrettán ára gamall.

Í þriðja lagi hef ég aldrei lent í útistöðum við fermingarbörn mín, þvert á móti alltaf hlotið lof fyrir að komast vel af við þau og hef litið á það sem mestu umbun mína í þjónustu minni gegnum árin.

Í fjórða lagi hef ég gaman af börnum og þykir barngóður svo það er mér alveg ný reynsla að vera borin þeim sökum að hafa með einhverjum hætti níðst á þeim á einhvern hátt.

Ég furða mig á því hvaða sleggjudómar hér eru fram bornir á þessum vettvangi sem verður að teljast opinber, enda öllum aðgengilegur hvar í veröldinni sem er.

Ég hef sjálfur alið upp tvær dætur og báðar fengu þær að minni tilstuðlan að setja skóinn í gluggann á aðventu og biðu spenntar eftir því eins og önnur börn að fá gjafir jólasveinsins að morgni. Hins vegar voru þær ekki gamlar þegar þær mynduðu sér þá sjálfstæðu skoðun að jólasveinninn væri uppspuni og trúðu ekki á tilveru hans. Samt sem áður lékum við þennan leik.

Ég kenndi börnum hér í grunnskólanum á Hvanneyri í nokkur ár og las þá m.s. fyrir þau þjóðsögur, um tröll og álfa, huldufólk og jólasveina, skessur og önnur ævintýrakvikendi og þótti það eðlileg kynning á þjóðmenningu Íslendinga. Ég las einnig fyrir þau sögur af Sæmundi fróða og viðrueign hans við óvininn og púka og það þótti þeim skemmtilegast af öllu. Ekkert barn lagði þó trúnað á þessar þjóðsögur en lærði samt að hægt væri að hafa gaman af þeim og læra af þeim einhvern sannleika þrátt fyrir það.

Þessi þráður, að því leyti sem hann hefur snúist um mig og mína persónu og fullyrðingar um skoðanir mínar, skýtur langt yfir markið. Hann hittir illa þá sjálfa sem hér hafa farið geyst með meiðandi ósannindi um mig. Það er þeim til lítils sóma, frekar vansæmdar.

Og varðandi gífuryrði um kristna trú vil ég aðeins segja þetta. Ég er hér kallaður svartstakkur - hvað sem það orð annars á að merkja í hugum ykkar, væntanlega eitthvert illt - en ég virðist þó vera miklu umburðarlyndari en flest þið sem hér skrifið. Ég hef bæði umburðarlyndi gagnvart trúleysi og öðrum trúarbrögðum og kalla engan vitleysing eða öðrum ónefnum vegna trúar sinnar eða trúleysis. Ég vil hins vegar lifa eftir því lögmáli kristinsdómsins sem segir: Eins og þér viljið að aðrir komi fram við yður, þannig skulið þér og þeim gjöra.

Ég biðst undan ónefnum, ósannindum og mér uppgerðum skoðunum. Og við Sigurð Þórðarson minn gamla bekkjarbróður og vin vil ég segja: Hafðu engar áhyggju af því að ég sé að gera allt vitlaust á Hvanneyri, hér er allt í friði og spekt á milli mín og safnaðar míns.

Flóki Kristinson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 01:02

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við verðum öll að þakka síra Flóka fyrir þennan eftirminnilega pistil. Bloggheimur eru og verða vettvangur palladómanna, það er þeirra eðli - en síra Flóki minnir okkur á þá sjálfsögðu skyldu að tala varlega um þá einstaklinga sem nefndir eru í umræðum. Það er sök sér, og raunar meinlítið - þótt það sé hvimleitt - að tala illa um prestastéttina í heild, en ætli menn sér að nafngreina einstaka presta þá er eins gott að þeir fari ekki með fleipur. Ég hef reyndar einu sinni hitt síra Flóka í eigin persónu og man vel hvað þetta var látlaus og vingjarnlegur maður. Og nú er loksins komið á hreint að hann og jólasveinninn eru bestu vinir.

Baldur Hermannsson, 29.12.2008 kl. 01:25

39 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek undir með þér Baldur, mér finnst Flóki Kristinsson hafa svarað þessu mjög vel. Raunar hefur hann svarað svo vel að ég skammast mín fyrir að hafa talað illilega af mér vegna flugufregna sem að góðu heilli voru rangar. Séra Flóki Kristinsson á þakkir skyldar fyrir að hafa leiðrétt þetta.  Um leið og ég óska  Flóka gleðilegra jóla bið ég hann innilega afsökunar á mínum þætti í þessu máli og vil setja það í hans vald með hvaða hætti ég leiðrétti mig.

Sigurður Þórðarson, 29.12.2008 kl. 09:08

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Siggi (Sigurður Þórðarson), mér finnst flott hjá þér að bregðast svona við og sýnir að þú ert drengur góður.

Baldur Hermannsson, 29.12.2008 kl. 09:15

41 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur, ég er ekki sammála þér, ég á að skammast mín og geri það. Ég vona að séra Flóki sýni mér kristilegt umburðalyndi, þó ég eigi það ekki skilið og fyrirgefi mér þetta frumhlaup mitt.

Ég get fellt niður þessa færslu eða skrifað nýja?

Sigurður Þórðarson, 29.12.2008 kl. 09:38

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Siggi, erum við ekki allir stanslaust gerandi einhver mistök? Við verðum að lifa með þeim. Það verður ekki við öllu séð. Eins og Ómar Ragnarsson sagði einu sinni við mig: Baldur, lífið er bein útsending!

Baldur Hermannsson, 29.12.2008 kl. 10:38

43 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk, ætli Ómar hafi ekki haft nokkuð til síns máls.

Sigurður Þórðarson, 29.12.2008 kl. 10:47

44 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Flóki Kristinsson;  Á þarna heiður skilið fyrir greinagóða ábendingu til okkar allra varðandi umburðarlyndi, fordóma, sleggjudóma, múgsefjun, illkvittni o.s.frv. 

Ég er ekki saklaus sjálfur.  Það hlakkaði í mér þegar ég las um ósamkomulag milli Flóka og organistans í Langholtskirkjunni og tók ég afstöðu á móti Flóka án þess að hafa þekkt þá, hvorugan. 

Kveðja, Björn bóndi.   

Sigurbjörn Friðriksson, 29.12.2008 kl. 18:47

45 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sigurbjörn, ég þekkti ekki þessa deilu en tel að þeir séu báðir ágætis menn en hver á sínu sviði.   Sundum er betra að leiðir skilji ef menn ná ekki saman. Annars er best að vera ekki að tjá sig meira um hluti sem maður þekkir ekki til, nóg af því í bili.

Sigurður Þórðarson, 29.12.2008 kl. 19:03

46 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Siggi, það er vel mælt, því skrifað stendur: "Vik skal milli vina, fjörður milli frænda og hafsjór milli sjálfumsérlíkra."

Kv, Björn bóndi.   

Sigurbjörn Friðriksson, 29.12.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband