Skynsamlegar tillögur Lilju Mósesdóttur

Íslendingar eru nú að súpa seyðið af því að hafa verið með viðvarandi viðskiptahalla undanfarin ár. Útistandandi eru 500 milljarðar í Jöklabréfum sem ekki er hægt að borga út. Skynsamlegt er hjá Lilju að takmörkunin verði með almennum aðgerðum en ekki klíkuskap eins og stjórnvöld boða.
mbl.is Segir lögin fagnaðarefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Sú tillaga Lilju að skattleggja fjármagnsflutninga yfir 10 milljónum með 60% skatti er beinlínis fáránleg, ég get því miður ekki fundið hóflegra orðalag.

Hvað halda menn að yrðu margar færslur upp á 9.999.999 krónur?

Hvernig ætti að borga af erlendum lánum eða taka ný?

Hvernig ættu fjárfestingar að ganga fyrir sig?  Enginn fjárfestir myndi koma með peninga til landsins ef hann sæi ekki fram á að geta tekið arð eða söluhagnað út aftur.

Það er ekki að furða að engin umræða hefur orðið um þessar tillögur, þær eru svo vitlausar að það er ekki einu sinni hægt að byrja að ræða þær.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 28.11.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vilhjálmur, ég ræð þér frá að nota stóryrði um virtan fræðimann eins og Lilja er. Þú mmissilur þetta ef þú heldur að um sé að ræða vörureikninga eða greiðslur af lánum. Það sem er galið er að koma þjóðinni í þá stöðu að vera með viðvarandi viðskiptahalla í mörg ár. Núna er engin lausn auðveld.Betra er að beita almennum reglum en klíkuskap eins og nú er stefnt að.

Sigurður Þórðarson, 28.11.2008 kl. 01:41

3 identicon

Þessar tillögur Lilju eru ekkert fáránlegar, í það minnsta ekki kjarninn í þeim. Þetta hefur verið reynt í nokkrum löndum, m.a. Malasíu og Chile. Í Asíukreppunni notaði tók Malasía upp gjaldeyrishöft og skatt á gjaldeyrir (exit tax) og kreppan þar var mun grynnri og sveiflur í gengi mun minni en í öðrum löndum Asíu sem fóru eftir ráðum IMF. Hægt að lesa um þetta m.a. hér: http://www.socialwatch.org/en/informesTematicos/11.html og hér: http://www.unctad.org/en/docs/gdsmdpbg2420053_en.pdf

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband