Almenningur rændur í skjóli vanhirðu ráðamanna
Laugardagur, 18. október 2008

Stuðningsmenn stjórnarflokkana geta kannski sagt að bankarnir hafi brugðist trausti þeirra. Það er þó ekki nema hálfur sannleikur þar sem ráðamenn voru margsinnis aðvaraðir.
Nær væri að segja að stjórnvöld hafi brugðist almenningi og ekki gætt hagsmuna hans, með því að sinna ekki eftirlitsskyldu sinni.
![]() |
„Það er búið að þurrausa sjóðinn“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Blótað fyrir Ísland
Laugardagur, 18. október 2008
Ég rakst á þessa áhugaverðu færslu hjá honum Jens Guð í kvöld. Allsherjargoðinn efnir til blóts á morgun kl 17:00 við Þvottalaugarnar í Laugardalnum, til að styrkja fólk og efla samstöðuna. Oft var þörf en nú er sannarlega nauðsyn. Þarna verða að vanda áhugaverð og þjóðleg tónlistaratriði og ég væri illa svikinn ef landvættir, sem reynst hafa okkur svo heilladrjúgar í átökum við Breta, létu ekki sjá sig
núþegar svo mikið liggur við.
Ég vorkenni líka Íslendingum
Föstudagur, 17. október 2008


![]() |
Bretar vorkenna Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ísland vann með því að tapa atkvæðagreiðslunni
Föstudagur, 17. október 2008
Það eru sannarlega mikil gleðitíðindi að Ísland hafi tapað með afgerandi hætti í kosningu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Með þessu er okkur bjargað frá þeirri skömm sem misvitrir stjórnmálamenn, sem nú eru góðu heilli hættir, komu okkur í. Mikill meirihluti þjóðarinnar var alltaf eindregið á móti þessu en stjórnvöld létu það sig engu varða. Mér er kunnugt um að mikill fjöldi trúaðs fólks bað fyrir farsælum lyktum og hefur allt þetta fólk nú verið bænheyrt. Haleluja!
Til hamingju Íslendingar
![]() |
Ísland náði ekki kjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gjaldeyrissparandi eiturlyfjaframleiðsla
Föstudagur, 17. október 2008

![]() |
Framleiðslugeta fyrir milljónir evra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ESB býðst til að skuldsetja Íslendinga í 7 ættliði
Fimmtudagur, 16. október 2008

![]() |
Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Góðar fréttir fyrir Ísland! Markaðir opnast í Austur Evrópur
Fimmtudagur, 16. október 2008
Mörg íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa verið að gera það gott í Austur Evrópu ekki síst í Balkanríkjunum þar sem viðskiptamenn hafa flutt út þekkingu. Þetta hefur gerst í bankaviðskiptum, símaþjónustu, lyfsölu og lyfjaframleiðslu svo dæmi séu nefnd. Allt hefur þetta gengið með miklum ágætum. Nú eru markaðir óðum að opnast fyrir fiskafurðir.
![]() |
Frystar afurðir til Litháens |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stuðningur ESB að undirlagi Breta
Fimmtudagur, 16. október 2008

Bretar eru að spila þann leik sem þeir kunna best. Með því að fá ESB til að lýsa því yfir að "sýna þurfi Íslandi stuðning í baráttunni við fjárhagslegt hrun". Undanfarið hafa þeir leikið þann leik að senda vinaleg bréf og senda diplómata sem sýna af sér fágun og kurteisi meðan stjórnmálamenn þeirra tala í myndavélarnar og senda okkur tóninn jafnframt því sem þeir beita hryðjuverkalögum og leggja á ráðin að knésetja íslenskt fyrirtæki í Bretlandi. Stuðningurinn sem þeir bjóða er að lána Íslendingum svo stjórnmálamenn geti samið við Breta um að borga allar skuldir bankanna og skuldsett komandi kynsóðir.
Ég vil trauðla trúa því að Samfylkingin vilji draga landið í þá gildru. Sé það svo, mætti ég þá heldur þiggja ráð Davíðs í þessu máli.
![]() |
ESB-leiðtogar styðja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Upp er boðið Ísland"
Fimmtudagur, 16. október 2008
Eftir 17 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins er svo illa komið fyrir Íslandi að hræætur renna á lyktina og sveima yfir væntanlegri krás, veikburða fórnarlambi. Á meðan ferðast ráðamenn á fyrsta farrými og skrafa um hvernig hægt sé að koma landinu í öryggisráðið.
Vel slompaðir diplómatar bjóða kannski í glas og skála fyrir Ísland. "Kosturinn við að vera fullur er sá að maður er ekki timbraður á meðan"
![]() |
Fjárfestingarsjóður vill yfirtaka rekstur virkjana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
EBE hlutlaust gagnvart lögbrotum Breta á Íslendingum
Miðvikudagur, 15. október 2008
![]() |
ESB blandar sér ekki í deilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |