Stuðningur ESB að undirlagi Breta

5388828-lg

Bretar eru að spila þann leik sem þeir kunna best. Með því að fá ESB til að lýsa því yfir að "sýna þurfi Íslandi stuðning í baráttunni við fjárhagslegt hrun". Undanfarið hafa þeir leikið þann leik að senda vinaleg bréf og senda diplómata sem sýna af sér fágun og kurteisi meðan stjórnmálamenn þeirra tala í myndavélarnar og senda okkur tóninn jafnframt því sem þeir beita hryðjuverkalögum og leggja á ráðin að knésetja íslenskt fyrirtæki í Bretlandi. Stuðningurinn sem þeir bjóða er að lána Íslendingum svo stjórnmálamenn geti samið við Breta um að borga allar skuldir bankanna og skuldsett komandi kynsóðir.

 Ég vil trauðla trúa því að Samfylkingin vilji draga landið í þá gildru. Sé það svo, mætti ég þá heldur þiggja ráð Davíðs í þessu máli.


mbl.is ESB-leiðtogar styðja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara svo það sé á hreinu Sigurður, þá var það Helle T. Schmidt formaður danskra jafnaðarmanna sem fékk þennan texta inn. Bretar frekar ósáttir. Ekki fara með fleipur ef þú veist ekki betur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gísli, ég trúi því seint að svona texti yrði samþykktur á leiðtogafundi ESB í andstöðu við Breta. Þessar þjóðir höfnuðu beiðni okkar en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vildi lána ef við semdum við Belga og Breta. Bretar vilja sjálfir lána okkur ef við samþykkjum drápsklyfjar á komandi kynslóðir.  

Sigurður Þórðarson, 16.10.2008 kl. 10:09

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek undir með þér Gulli:

 "Áfram Ísland"

Sigurður Þórðarson, 16.10.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hræsnin skýn þarna út úr Brussel-andlitinu. Hræsni - hræsni - hræsni til
að milda hina efnahagslegu hryðjuverkaárás Breta á Íslands þar sem ALLAR
grunnreglur  ESB voru ÞVERBROTNAR, og Nato líka.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.10.2008 kl. 10:46

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Góður að vanda

Vertu Guði falinn á þessum ólgutímum

Baráttukveðjur frá hjara veraldar

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.10.2008 kl. 11:05

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Guðmundur það skín í gegn um hræsnina. Þakka þér fyrir Rósa það veitir ekki  af aðstoð Guð og samvinnu við ginnheilög goð á þessum óvissutímum.

Sigurður Þórðarson, 16.10.2008 kl. 11:37

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.10.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband