Blótað fyrir Ísland

skjaldarmerki_linaÉg rakst á þessa áhugaverðu færslu hjá honum Jens Guð  í kvöld. Allsherjargoðinn efnir til blóts á morgun kl 17:00  við Þvottalaugarnar í Laugardalnum, til að styrkja fólk og efla samstöðuna. Oft var þörf en nú er sannarlega  nauðsyn. Þarna verða að vanda áhugaverð og þjóðleg tónlistaratriði og ég væri illa svikinn ef landvættir, sem reynst hafa okkur svo heilladrjúgar í átökum við Breta, létu ekki sjá sig c_documents_and_settings_jens_gud_my_documents_my_pictures_erpurnúþegar svo mikið liggur við. laug-sverrir4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Nær væri nú að biðja Guð almáttugan um blóðvernd heldur en að hrópa á Myrkrahöfðingjann. Margt skrýtið í kýrhausum í henni Reykjavík.

Megi almáttugur Guð varðveita þig

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.10.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Blóð Jesú Krists hreinsar okkur af allri synd

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.10.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki veit ég hvenær en að stokkar og steinar hafi skilað öðru en steinahljóði. Ég treysti Guði fremur en því sem er gjört með höndum manna. En það er bara ég, skemmti ykkur vel við þessa athöfn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.10.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæru kristnu vinir,ég þakka ykkur innlitin og athugasemdirnar. Það er bæði þarft og þakkarvert að prestar landsins skuli biðja fyrir þjóðinni og hvetja til samstöðu. Frjáls kristin trúfélög hafa ekki látið sitt eftir liggja og fyrir það getum við öll verið þakklát. Nú þurfa allir að leggja sitt besta fram og það viljum við ásatrúarmenn líka gera. Rósa, orðið blóta er skylt orðinu blessa sem er dregið af því fyrrnefnda. Myrkrahöfðinginn er ekki minn leiðtogi og það verður aldrei. Haukur minn, það er alveg rétt hjá þér að við náttúrutrúarfólk teljum okkur af sama meiði og dýrin, jurtirnar, steinar, loft og vatn. Það er margt fallegt og gott í kristindómnum en hugarfarið skiptir miklu máli sama við hvaða trú menn kenna sig við.  Takk fyrir góðar kveðjur og gott hugarþel.

Sigurður Þórðarson, 18.10.2008 kl. 13:17

6 Smámynd: Linda

Sæll Sigurður, ég hef aldrei upplifað þessa fornuhefð og ef ég væri ekki ´sofandi á daginn þá hefði verið gaman að fara og upplifa þennan forna heiðna sið, þó kristin sé. ;)

Já það gefur augaleið að allir sem vettlingi geta valdið eiga að biðja og við í kirkjunni látum ekki deigan síga og gott að vita að ásatrúar menn geri það ekki heldur. Öll búum við í sama landi ég bið bara að almáttugur skapari himins og jarðar, blessi okkur og verndi og leiði okkur úr þessum háska.

bk.

Linda, 18.10.2008 kl. 21:12

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir þessar fallegu kveðjur Linda. Mér finnst ég vera ríkur að eiga góða vini eins og þig, Róru og hann Guðstein Hauk.  Það er mikklu styttra á milli okkar en margan grunar. Eitt sinnn orti Guðmundur Böðvarsson eitthvað á þessa leið: Þótt ólík nöfn við hrópum hátt//þar hinst í kvíðans ranni// við vænntum bæði sama svars// frá sama ferjumanni.- Megir þú verða bænheyrð.

Sigurður Þórðarson, 19.10.2008 kl. 00:25

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Ég á líka góðan vin í þér. Það var nú stríðnin sem kviknaði þegar ég las pistilinn þinn.  Og nú kemur meira. Gangi þér vel að BLÓTA.

Guð veri með þér.

Þín vinkona Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.10.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband