Fær Gordon Brown Jóhönnu til að samþykkja skuldaklafann?
Laugardagur, 6. júní 2009
Bretar bjóða Íslendingum svokallað kúlulán (þar sem vextirnir leggjast við höfuðstólinn og greiðast í einu lagi) fyrir 650 milljörðum með 5.5% vöxtum til 7 ára. Þetta gerir 997,5 milljarða að 7 árum liðnum sannkallaðar drápsklyfjar fyrir jafn lítið þjóðfélag og okkar. Bretar standa á hæpnum lagalegum grundvelli að krefjast þessa af okkur enda segir EES samningurinn ekkert annað en að ábyrgðarsjóður banka sé ábyrgur en ekki ríkissjóður. Bretar veifa aftur á móti þeirri dulu að þeir muni reyna að fá IMF til að beita okkur þrýstingi og eins telur Samfylkingin sig þurfa að reiða sig á Breta til að komast í ESB.
En hvernig haldið þið að Bretar myndu fara með Íslendinga ef þeir undirgengust þeirra vald með inngöngu í ESB fyrst þeir koma svona fram við okkur?
![]() |
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áætlun ríkistjórnarinnar: Úr hugleiðslu í kóma?
Fimmtudagur, 4. júní 2009
Meðal þess sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu kjósendum fyrir kosningar var að aflaheimildirnar, sem er úthlutað til eins árs í senn skyldu fyrntar á 20 árum. Nú mánuði eftir kosningar boðar ríkisstjórnin að skipa nefnd til "að hugleiða hagræn áhrif svonefndar fyrningarleiðar" og formaður sjávarútvegsnefndar, Atli Gíslason, er byrjaður að draga í land varðandi kosningaloforðin og stjórnarsáttmálann og afsalar sér ábyrgðinni til nefndarinnar, sama hver niðurstaða hennar verður.
Því hefur verið fleygt að Dali Lama hafi haft svo mikil áhrif á suma stjórnarþingmenn að þeir stefni úr hugleiðslu í kóma. Vonandi er það ekki rétt.
![]() |
Nefnd skoðar áhrif fyrningarleiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um dautt og lifandi fé
Sunnudagur, 31. maí 2009


![]() |
Milljarða skuldir umfram eignir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hannes dreginn á flot
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Enn er Hannes Hólmsteinn Gissurarson dreginn á flot!
Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að prófessorinn sé nú staddur í Chile til að prédika ágæti efnahagsundursins, kvótakerfinu, yfir þarlendum. Þá er því slegið upp að HHG mæli sérstaklega með því að smábátar séu settir í kvóta. En það var einmitt framkvæmt fyrir um 5 árum á Íslandi og var eitt mesta óhappaverk sem íslensk ríkisstjórn hefur gert.
Fyrir fjölda ára skrifaði Hannes fjölda hástemmdra lofgreina um Pinoche og hina illræmdu herforingjastjórn sem ríkti í Chile. Er HHG nokkuð illa við Chilebúa?
HHG sagði eitt sinn að hægrimenn vildu þéna á daginn en drekka gott vín á kvöldin. Hver kostar Hannes í svona för?
![]() |
Kreppan grefur undan mannréttindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2009 kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (68)
Ríkisstjórnin festi góða veðrið í sessi
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Mér þætti mikils um vert ef okkar ágæta ríkisstjórn, sem nýtur ríflegs meirihluta á þingi myndi taka á sig rögg og festa góða veðrið í sessi a.m.k. fram yfir mánaðamót. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sálarheill sárþjakaðra landsmanna og því má ríkisstjórnin einskis láta ófreistað til að ná þessu fram, t.d. með fulltingi okkar ágætu veðurfræðinga og jafnvel erlendra sérfræðinga ef með þarf.
Þá þyrfti ríkisstjórnin, í samráði við aðila vinnumarkaðarins að leita leiða til að jafna aðstöðu þeirra sem stunda innivinnu og hinna sem njóta sólarinnar hvort sem það er í útivinnu eða á atvinnuleysisbótum.
![]() |
Festa gengið í 160 - 170 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Glæsileg jómfrúarræða Ólínu Þorvarðardóttur
Miðvikudagur, 20. maí 2009
Ég hef alltaf verið áhugasamur um þjóðmál en eftir að ég hætti að styðja nokkurn flokk á alþingi er ég ekki frá því að ég eigi auðveldara með að vera hlutlægur í mati á stefnu og málflutningi stjórnmálamanna. Meðal nýkjörinna þingmanna er Ólína Þorvarardóttir þjóðháttafræðingur og fyrrverandi skólameistari á Ísafirði, sem hefur meðal annars getið sér gott orð fyrir að standa sig vel í spurningakeppnum, þar sem reynir á almenna þekkingu, sem kvæðamanneskja og síðast en ekki síst fyrir vandað málfar. Ég beið því jómfrúarræðu hennar með nokkurri eftirvæntingu og varð ekki fyrir vonbrigðum. Ólína flutti sköruglega ræðu og sagði m.a. gamla grátkórinn aftur tekinn að hljóma í háværu harmakveini. Þessi málflutningur væri í ætt við sérhagsmunagæslu undir yfirskini stjórnmála.
Þessum orðum er ég sammála og gæti ekki orðað þessa hugsun betur.
![]() |
Veruleikafirrtur grátkór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, stórglæsilegur fulltrúi Íslands
Laugardagur, 16. maí 2009


![]() |
Ísland í 2. sæti í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mannúðarmál: Er Alsírbúinn afkomandi Íslendinga?
Laugardagur, 16. maí 2009
Hælisleitandinn Hitchems Mansrís frá Alsír er enn í hungurverkfalli og líður að sögn mjög illa. Efnahagsástand í Alsír er mjög ótryggt og atvinnuleysi mikið. Sú var tíðin að Alsírbúar rændu Íslendingum frá Vestmannaeyjum og áttu þeir niðja sem blönduðust íbúum þar syðra samkvæmt rannsóknum Úlfars Þormóðssonar. Nú hafa stuðningsmenn Hitchems Mansrís leitt að því líkum að hann kunni að eiga íslenska forfeður og sótt um hæli af mannúðarástæðum.
![]() |
Fái leyfið af mannúðarástæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ríkisstjórnin og kynskiptingar.
Föstudagur, 15. maí 2009
Ríkisstjórnin er vel meinandi í jafnréttismálum og henni tókst vel til með því að velja eingöngu konur í störf þingforseta. Henni tókst miður í stefnuyfirlýsingu sinni þar sem fram kemur að ríkisstjórnin styðji kröfur kynskiptinga. Þar yfirsást ríkisstjórninni að ein helsta krafa kynskiptinga er að vera ekki kallaðir kynskiptingar heldur transgender. Þannig að stuðningur ríkisstjórnarinnar við kynskiptinga virðist ekki fara vel af stað.
Styður ríkisstjórnin allar kröfur kynskiptinga af heilum hug?
![]() |
Allir þingforsetar konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Borgarstjórnin djammar fyrir útsvarið
Föstudagur, 15. maí 2009
Núna á dögunum var það upplýst að veislu og risnukostnaður lækkaði um 40% í krónum talið í borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar frá því sem áður hafði verið. Ferða- risnu og veislukostnaður rauk svo aftur upp úr öllu valdi eftir að Framsókn koma aftur inn. Nú segir borgarstjórnin að sparnaðartillögur Ólafs séu óþarfar og því rétt að vísa þeim frá enda hafi borgarstjórnin séð sig um hönd.
Guð láti gott á vita, því batnandi mönnum er best að lifa.
![]() |
Aðhald í ferðakostnaði borgarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)