Færsluflokkur: Kjaramál

"Svo bregðast krosstré sem önnur tré"

Ég held að ríkisstjórnarflokkarnir höfði einkum til opinberra starfsmanna og telur sig helst geta unnið fylgi með því að stofna allskyns stofur. Verkafólkið er að gefast upp á þessu og meira að segja Gylfi Arnbjörnsson leitar bjartari framtíðar.
mbl.is Gylfi segir sig úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tortóla, kvótakerfi, Icesave, ESB og verðtrygging

Tortóla, kvótakerfi, Icesave, ESB og verðtrygging virðast vera helstu trúarlegu gildi Gylfa. Getur ASÍ ekki boðið í Villa Egils?
mbl.is Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapsárir hælbítar forsetans

Forsetinn talar máli þjóðarinnar á erlendum vettvangi af myndugleik og hlýtur óvild ríkisstjórnarinnar, ASÍ og SA að launum.
mbl.is Forsetinn ruglar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlíking af vandaðri vöru er óráðvendni

Þetta er að minnsta kosti á gráu svæði þó ekki sé það jafn óforskammað og þegar heildverslunin Eggert Kristjánsson hf. markaðssetti eftirlíkingu af Rauðu Eðalginsengi, sjá hér.

Neytendasamtökin fengu kvartanir frá neytendum og sendu í kjölfarið sýnishorn keypt ér á landi til rannsóknar í faggiltri rannsóknarstofu í Þýskalandi, sem beitti þremur mismunandi aðferðum sem allar gáfu sömu niðurstöðu: Ekkert rautt ginseng var í vörunni!


mbl.is Ölgerðin ekki með einkarétt á appelsíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færeyingar láta ESB ekki kúga sig

Evrópusambandið hefur árangurslaust reynt að þvinga Færeyinga til að gefa eftir í makrílviðræðunum og hefur hótað Færeyingum ef þeir gerðu ekki langtímasamning þrátt fyrir að stofninn sé að flytja sig. Færeyingar féllust ekki á kröfur ESB og hefur viðræðunum verið slitið.
mbl.is Gerði makrílsamning að skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færeyingar og Íslendingar sameinist!

Davi%C3%B0_Oddsson_og_Halld%C3%B3r_%C3%81sgrimsson-1Nú er allt útlit fyrir að Danir muni greiða atkvæði gegn hagsmunum Færeyinga í þágu Evrópusambandsins með því að gera málamiðlun um hvalveiðar.  Vinir okkar Færeyingar eru æfir út í Dani fyrir þennan lúgahátt.  Við eigum að sameinast Færeyingum og fela þeim stjórn sjávarútvegs- og efnahagsmála sem þeir ráða mun betur við.

 Færeyskir stjórnmálamenn spretta úr atvinnulífinu og skammast sín ekki fyrir að spyrða fisk  ef engin eftirspurn er eftir þeim lengur, ólíkt íslenskum stjórnmálamönnum sem krefjast þess að verða sendiherrar eða seðlabankastjórar. Þetta ráðslag Íslendinganna þenur út utanríkisráðuneytið og hvetur til þess að sótt sé um aðild að öryggisráðinu þó það sé dýrt og Evrópusambandinu þó þjóðin tapi  á því.   c_documents_and_settings_andres_jonsson_my_documents_kratabloggi_kratabloggsmyndir_isg_og_evropa


mbl.is Færeyingar æfir út í Espersen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland framleiðir ekki fyrir vöxtunum

Vaxtastefna sem kennd er við  seðlabankans en í raun stjórnað er af AGS þýðir að Ísland framleiðir ekki fyrir vöxtunum. Þetta þýðir á mannamáli að skuldastaða Íslands versnar með hverjum degi sem haldið er áfram á þessari braut.

 


mbl.is Hefur kostað yfir 350 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú á að lækka skatta.

Nei nei þetta þetta var misskilningur. Samfylkingin ætlar að hækka álögur á atvinnulífið en bæta það upp og gott betur með slagorðum eins og nýsköpun, frumkvæði og evrópsk leið.  Samfylkingin í Reykjavík vonast eftir styrkjum frá EB fyrir afsal auðlinda.

 En hvað með spillinguna?   Ekki eitt orð!


mbl.is Vilja stefna að 3,5% hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlend lán í stað fiskveiða

Kvótalitlir sjómenn kvarta undan því að erfitt sé að forðast fisk.

Enn dregur samt úr afla íslenskra skipa nú í marsmánuði og nú um 21,5%. Það sem af er árinu hefur afli dregist saman um 14,2% miðað við sama tíma í fyrra. 

Þessu verður samt reddað í bili með aukinni lántöku og hærri sköttum.DeliverFile


mbl.is 21,5% minni heildarafli í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólína skildi samninginn til hlítar löngu áður en hún sá hann

Ólínu Þorvarðardóttur þykir lítið koma til Alain Lipietz sem tekur málstað Íslands af því að sjónvarpið þýddi starfsstöð sem útibú  og vegna þess að hann hafi setið á þingi í skamman tíma.  Ólína áttar sig ekki á að  Alain hefur verið þekktur hagfræðingur í fjölda ára áður en hann kom á þing. Vandamálið er að almenningur les sig ekki til og því er hægt að hagræða sannleikanum endalaust með verulegum árangri.  Ólína samþykkti Æsseif löngu áður en hún sá samninginn. Það er kannski þess vegna sem hún gerir lítið úr Lipietz.  Samfylkingin hefur líka horn í síðu Evu Joly sbr óviðeigandi ummæli aðstoðarmanns forsætisráðherra í hennar garð.

Mynd_0610148Margir lögmenn hafa dregið ábyrgð Íslands í efa t.d. Evrópulögfræðingarnir próf Stefá Már,  dr. Elvíra, prof. Sigurður Líndal, Magnús Thoroddsen fyrrv hæstaréttardómari, Ragnar Hall og dr.  Herdís Þorgeirsdóttir.

 Ég efast um að meira en 3% landsmanna hafi lesið þetta og því eiga stjórnmálamenn auðvelt með að segja hvað sem er. 

 

 


mbl.is Segir misskilnings gæta hjá Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband