Búnir að gleyma Íslandi?
Mánudagur, 15. júní 2009
Sumir eru svo miklir evrópusinnar að í þeirra huga er allt sem er íslenskt og finnst ekki á meginlandinu er púkó. En það breytir ekki því að við sem búum hér verðum að leysa þau vandamál sem að okkur snúa.
Væri ekki ráð að Samfylkingin hugsaði aðeins minna um ESB svo hún geti leitt hugann að Íslandi?
![]() |
Þingflokkur VG hvattur til að beita sér gegn aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lögmenn þykjast ósammála Evu Joly
Laugardagur, 13. júní 2009
Ríkissaksóknari og ýmsir lögmenn bera sig illa vegna gagnrýni Evu Joly, nú síðast kveinar Sigurður G. Guðjónsson í grein í Pressunni. Það er tvennt sem lögmönnunum þykir mikil goðgá:
1. Að Joly skuli gagnrýna að æðsti yfirmaður ákæruvaldsins skuli sitja í því embætti meðan grunur leikur á um hvort sonur hans verði ákærður.
Spurn: Hafa menn ekki fengið tímabundið leyfi af minna tilefni?
2. Eva Joly sagði að lögmenn sæktust eftir að verja fjárglæframenn.Þetta kallar Sigurður G. Guðjónsson að þeir séu afgreiddir sem leiguþý afbrotamanna"
Spurn: Eru það ekki einmitt hlutverk lögmanna að verja grunaða menn og eru það ekki almælt tíðindi að einmitt þetta sé best launuðu lögmannsstörfin?
Getur verið að þessir menn fagni henni í hjarta sínu þar sem þeir sjái nú fram á arðvænlega vertíð en vilji samt frekar hafa hana upp á punt?
![]() |
Málflutningur Joly gagnrýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ríkisstjórnin blekkti Svavar Gestsson illilega!
Föstudagur, 12. júní 2009
Bretar sendu sinn fremsta samningamann til að stýra viðræðunum. Það var aftur á móti illa gert af ríkisstjórninni að senda Svavar Gestsson sendiherra óundirbúinn og gera hann að formanni nefndarinnar. Ástæða þess að Svavar var ánægður með samninginn var sú að hann var blekktur. Í fyrsta lagi virðist hann hafa haldið að Íslendingum sem þjóð bæri að standa í ábyrgð fyrir einkabanka. Í öðru lagi taldi hann að öruggt væri að allar eignir Landsbankans rynnu til Icesave en það er óvíst að aðrir kröfuhafar samþykki það. Og í þriðja lagi virðist hann halda að 5,55% vextir séu lágir.
Þetta var ekki fallega gert af Samfylkingunni.
![]() |
Sjálfstæðismenn til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fyrsta ákæra Evu Joly á Íslandi
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Augljós tilgangur hins vanhæfa og vanmáttuga ríkisvalds með að fá Evu Joly til starfa á Íslandi var að skapa óumflýjanlegri rannsókn trúverðugleika. Eva Joly er of mikil manneskja og metnaðarfullur fagmaður til að láta nota sig sem fuglahræðu eða meiningarlausa dulu. Hún gerði rétt í að kæra yfirvöld fyrir almenningi á Íslandi í Kastljósi í gær 10. júní. Þetta var hennar fyrsta ákæra á Íslandi.
Það er gott til þess að vita að þjóðin skuli eiga þessa konu að.
![]() |
Ríkisstjórn styður Joly |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Verslunin skyldi ekki vanmeta sjávarútveginn
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Samtök verslunar og þjónustu mæla með inngöngu Íslands í ESB og telja að vaxtarmöguleikar séu í verslun og þjónustu "frekar en öðrum greinum t.d. sjávarútvegi" að sögn Margrétar Kristmannssdóttur formanns SVÞ. Margrét er fær á sínu sviði en við sem erum í verslun, ég tala nú ekki um okkur sem erum í innflutningi, skyldum varast að vanmeta sjávarútveginn. Í fyrsta lagi skapa útflutningsgreinarnar með sjávarútveg fremstan í flokki þann gjaldeyri sem nauðsynlegur er til að hægt sé að flytja inn erlenda vöru. Engin grein stendur undir jafn mikilli verðmætasköpun sem sést best á því að þessi grein er að borga 40-50 milljarða á ári í vexti til erlendra banka. Hvaða önnur grein myndi standa undir öðru eins? Í sjávarútvegi eru ótal tækifæri til að auka tekjusköpun t.d. með því að leyfa veiðar á sjávarspendýrum í meiri mæli en nú er gert. Hægt er að auka veiðar einkum strandveiðar og fullvinna afla í meira mæli en nú er gert. Þá er auðvelt að koma í veg fyrir brottkast þar sem tugmilljörðum er kastað á glæ á hverju ári. Og síðast en ekki síst er hægt að vinna mikilvæga markaði í Asíu með því að ganga ekki í Evrópusambandið.
Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ
![]() |
Blöskrar vinnubrögð Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leit hætt að dularfullum reyk
Miðvikudagur, 10. júní 2009
![]() |
Leit hætt á Faxaflóa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vanskil íslenska ríkisins aukast.
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Svona munu fyrirsagnir fjölmiðla líta út innan fárra ára ef ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir nær að telja þingmann á að skrifa undir glæfralegar skuldbindingar vegna Icesave sem nú liggja fyrir þinginu. Þessir uppgjafaskilmálar sem ríkisstjórnin hyggst gera við Breta eru nógu stórir einir og sér til að koma landinu í þrot en þvert á það sem sagt hefur verið veita þeir íslenska ríkinu ekkert skjól fyrir málaferlum vegna neyðarlagana. Ef Bretar þora ekki með þetta mál fyrir dómstóla eiga þeir enga kröfu. Það er skylda þjóðkjörinna fulltrúa að reyna já ég segi reyna, því það er ekki öruggt að það takist, að verja Ísland falli.
![]() |
Vanskil aukast hjá Íbúðalánasjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alþingismenn í óökufæru ástandi!
Mánudagur, 8. júní 2009
Ýmsir stjórnarliðar hafa látið eins og þeir hafi með harðfylgi náð hagstæðum samningum um lausn Icesave deilunnar við Breta. En um leið og fréttir bárust af hvers eðlis samningar eru brást markaðurinn hart við og gengi krónunnar féll um 3,6 stig í dag. Það sem formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, telur mikið fagnaðarefni ályktar markaðurinn að muni leiða til falls Íslands. Það sem formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, telur bestu fáanlegu niðurstöðu segja sérfæðingar í Evrópurétti að eigi að skjóta til dómstóla. Flestir sem skoða þetta mál halda því fram að Ísland hefði ekki skrifað undir slíka uppgjafaskilmála nema undir þungum hótunum. Formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, segir þetta ekki rétt þvert á móti hafi góður andi ríkt og engar hótanir átt sér stað.
Sendiherrar eru menn með góða þjálfun í að skála í kampavíni.
Alþingismenn, ykkur er treyst til að vera í ökufæru ástandi: Segið nei takk. "Eftir einn aki ein neinn" !
![]() |
Blekkingar, heimska og hótanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Samfylkingin kemur Íslendingum í samevrópskt skuldafangelsi
Laugardagur, 6. júní 2009
Nú sannast hið fornkveðna að lengi getur vont versnað. Hún var svo sem ekki gæfuleg stjórnin sem eikavinavæddi bankana eða og leyfði handhöfum fiskveiðiheimildanna að veðsetja þær í útlöndum. Og ekki var hún betri sem lofsöng bankana um mitt árið 2008 og leyfði útrásarvíkingum, sem kostuðu prófkjörsbaráttu ráðherrana að mergsjúga Ísland. Stjórnin skipti sér ekki af því en reyndi allt hvað af tók að komast í öryggisráðið viku fyrir hrun og löngu eftir að hrunið var fyrirséð. Þá hélt maður að botninum væri náð. En það var sem sagt hægt að fara úr öskunni í eldinn. Samfylkingin ætlar sér í ESB og ef Íslendingar vilja ekki inn með góðu þá verða þeir meðfærilegri sem skuldaþrælar.
Börnin skulu borga!
![]() |
Ósáttur við Icesave-lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í tilefni af sjómannadeginum
Laugardagur, 6. júní 2009



![]() |
Hátíð hafsins um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |