Glæsileg jómfrúarræða Ólínu Þorvarðardóttur

Ég hef alltaf verið áhugasamur um þjóðmál en eftir að ég hætti að styðja nokkurn flokk á alþingi er ég ekki frá því að ég eigi auðveldara með að vera hlutlægur í mati á stefnu og málflutningi stjórnmálamanna.  Meðal nýkjörinna þingmanna er Ólína Þorvarardóttir 20090224193556211þjóðháttafræðingur og fyrrverandi skólameistari á Ísafirði, sem hefur meðal annars getið sér gott orð fyrir að standa sig vel í spurningakeppnum, þar sem reynir á almenna þekkingu, sem kvæðamanneskja og síðast en ekki síst fyrir vandað málfar. Ég beið því jómfrúarræðu hennar með nokkurri eftirvæntingu og varð ekki fyrir vonbrigðum. Ólína flutti sköruglega ræðu og sagði m.a. gamla grátkórinn aftur tekinn að hljóma í háværu harmakveini. Þessi málflutningur væri í ætt við sérhagsmunagæslu undir yfirskini stjórnmála.

Þessum orðum er ég sammála og gæti ekki orðað þessa hugsun betur.


mbl.is Veruleikafirrtur grátkór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Sammála. Frábær byrjun og í takt við það sem ég átti von á.

Þórður Már Jónsson, 20.5.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir innlitið Þórður

Sammála

Sigurður Þórðarson, 20.5.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskemmtileg byrjun hjá þrasdrottningunni. Úthúða vinnandi fólki. En við hverju er að búast af þessu vinstri sinnaða pappírsliði. Fyrirlitning vinstri manna á vinnandi fólki og athafnamönnum er fræg að endemum.

Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 22:31

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvaða, hvaða Baldur minn. Það hlýtur að mega hæla vinstri mönnum eins og öðru fólki þegar þeim mælist vel. Ólína er flott, ég hef stundum þrasað við hana um eitt og annað og hvort sem við erum sammála eða ekki þá er hún alltaf málefnaleg og sanngjörn.

Sigurður Þórðarson, 20.5.2009 kl. 22:40

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég fylgdist ekki með umræðunni.  En Ólína er alltaf flott.  Baldur er alltaf skemmtilegur hægri öfga pönkari með ofnæmi fyrir öllu sem fer vinstra megin við Davíð Oddsson,  Hannes Hólmstein og húrrahrópum þeirra fyrir útrásarvíkingum,  einkavinavæðingu bankanna og frjálshyggjunni sem hannaði mesta efnahagshrun aldanna á Vesturlöndum.  Það er skemmtilegur flötur á kreppunni.

Jens Guð, 21.5.2009 kl. 02:01

6 Smámynd: Jens Guð

  Að ógleymdri þeirri hörðu vörn sem Bjarni Ben (Neinn) hefur tekið upp fyrir kvótagreifa.

Jens Guð, 21.5.2009 kl. 02:04

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jens, ég er sammála þér um Ólínu og Baldur. Baldur er með skemmtilegri mönnum og bráðgreindur en hann er haldinn einverri undarlegri meinloku þegar kemur að sjávarútvegi. Hann sækir allan sinn vísdóm um sjávarútveg til HHG sem mér er til efs að þekki mun á þorsk og ýsu en ferðast samt um heiminn og prédikar um besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Ég hlakka til að hitta Baldur í kaffi og vinda ofan af þessu.

Sigurður Þórðarson, 21.5.2009 kl. 05:52

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Siggi, þegar við hittumst yfir kappúsínó þá ræðum við æðri mál eingöngu en látum þá ræða sjávarútveg sem hafa vit á honum.

Og Jens, hvernig getur mér verið annað en hlýtt til þín eftir jafn flotta, sannferðuga og hárnákvæma lýsingu?

Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 09:37

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur, ég hef gaman af að ræða við þig um hvað sem er. Mest hlakka ég þó til að ræða við þig um vættir einkanlega landvættir. Ég sakna þess að alþingi skuli ekki fjalla um jafn brýn mál einkanlega á þeim óvissutímum sem nú fara í hönd. Ég er nú ekki grunlaus um að Ólína gæti lagt sitthvað til málana. Ef ég man rétt skrifaði hún  ritgerð sem fjallaði m.a. um óvætti. Óvættir s.s. tilberar eru að mínu mati ekki nærri eins merkilegar og aðrar vættir því þær komu fyrst fram löngu eftir siðaskiptin og höfðu hér skamma viðdvöl.

Sigurður Þórðarson, 21.5.2009 kl. 12:27

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hún skrifaði um galdra. Umdeild ritsmíð. Reyndar er allt umdeilt sem frá Ólínu kemur - en þarf ekki að vera verra fyrir það, nema síður sé. En Samfylkingarfólk á ekkert gott skilið nema þá kannski hægt andlát.

Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 18:28

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Allt fólk sem eitthvað kveður að er umdeilt. Mér finnst eins og ég hafi lesið þessa ritgerð einhversstaðar en ég man bara einhverjar glefsur.

Sigurður Þórðarson, 21.5.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband