Glitnir lánaði 12 ára barni fyrir stofnbréfum í Byr

crop_500xHróbjartur Jónatansson hrl rekur mál fyrir hönd 12 ára barns sem fékk lánaðar 6 milljónir fyrir verðlausum stofnbréfum í  Byr. Vonandi mun barnið vinna málið en það er ekki sloppið því blessað barnið verður að borga mun hærri upphæð fyrir Icesave ef frumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt á þinginu.

Bretar og Hollendingar beittu Evrópusambandinu og AGS til að fá ríkisstjórnina til að samþykkja kvaðir á börnin þannig að þau verði að velja á milli slakra lífskjara eða flytja af landi brott.

Var ekki taktlaust af Hrannari B. Arnarssyni ræðuskrifara Jóhönnu að senda hana með lofrullu um Evrópusambandið á Norðurlandaráðsþing við þessar aðstæður?

 


mbl.is Börnum var lánað til að kaupa stofnbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað Jón Bjarnason!

Evrópusambandið og Norðmenn hafa fram að þessu litið á íslenska fiskveiðilögsögu sem ókeypis úthaga fyrir makrílinn sem þeir einir megi veða. Markílinn á sem sagt að éta sig sýlspikaðan af íslenskum seiðum þangað til honum þóknast að synda þangað sem þessar þjóðir geta veitt hann. Þetta er fráleit frekja og yfirgangur enda er Ísland ekki í Evrópusambandinu og ræður sinni lögsögu ennþá.

Ákvörðun Jóns Bjarnasonar um einhliða ákvörðun Íslands er því sanngjörn og rökrétt.

 


mbl.is Ísland mun ákveða makrílkvóta einhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dr. Gunnar Tómasson varar alþingismenn við að skuldsetja Ísland meir

Bréf frá Gunnari Tómassyni um núverandi gjaldþrot Íslands.

Ágætu bloggvinir, fékk sendan tölvupóst sem Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi upp á Íslands strendur. Gunnar hefur verið mjög gagnrýninn á að stjórnvöld hafa þverskallast við að horfast í augu við vandann og hagað sér að hætti okkar 2007.

Í þessu bréfi tjáir einn virtasti hagfræðingur Bandaríkjanna sig um stöðu Íslands. Hann segir blákalt að við séum gjaldþrota. Þrátt fyrir að allar helstu fréttastofur landsins hafi fengið bréfið frá Gunnari s.l nótt sjá þau enga ástæðu til að fræða okkur almenning um það. Þetta kallast þöggun og stríðir gegn upplýstri umræðu sem er almenningi nauðsynleg. Hverjum gagnast þessi þöggun?

Hér er bréf Gunnars;

 

Ágætu alþingismenn.
Í fyrradag spurði ég James Galbraith, einn virtasta hagfræðing Bandaríkjanna, um álit hans á því mati AGS (sjá IMF Survey 21. október sl.) að erlend skuldsetning Íslands að jafngildi 310% af vergri landsframleiðslu væri þjóðarbúinu ekki ofviða.
Galbraith svaraði um hæl (í minni þýðingu; enskur texti að neðan):
„Það segir sig sjálft: það er fáránlegt að ímynda sér að Ísland eða eitthvað annað land geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem jafngilda 300 eða 400 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og forðast greiðsluþrot. Ef skuldir væru 400 prósent og vextir aðeins þrjú prósent þyrfti afgangur á viðskiptajöfnuði og hliðstæður samdráttur innlendrar neyzlu að vera 12 prósent af VLF án nokkurrar greiðslu af höfuðstól. En auðvitað myndi enginn vilja eiga lágvaxta íslenzk skuldabréf vegna áhættunnar á vanskilum.

Ef stjórnvöld reyndu að axla slíka skuldabyrði myndu vinnufærir einstaklingar flytja af landi brott.  Útkoman yrði lýðfræðileg eyðilegging Íslands að viðbættu greiðsluþroti.  Staðan er því ekki síður alvarleg en sú sem kom upp vegna stríðsskaðabóta í Versalasamningnum eða Morgenthau áætluninni fyrir Þýzkaland 1945.  Samningurinn leiddi til óðaverðbólgu en áætlunin var ekki lögð til hliðar fyrr en ljóst varð að hún myndi leiða til brottflutnings eða útrýmingar mikils hluta þjóðarinnar sem lifði af stríðið.

Eins er það augljós skrípaleikur að leggja slíka skuldabyrði á litla þjóð, fyrst með svikum og síðan með hótunum.

Eins og málum er háttað er það siðferðileg skylda Íslands gagnvart alþjóðasamfélaginu að sækja svikahrappana til saka eftir því sem landslög leyfa.  Hitt er fyrir stjórnvöld erlendra ríkja, sem brugðust skyldum sínum við bankaeftirlit, að ákveða hvernig deila skuli tapinu sem af því hlaust milli reikningshafa og skattborgara sinna.

Þér er heimilt að koma þessum skoðunum mínum á framfæri við aðra.”
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingurDr.


mbl.is Íslandslán rædd á Norðurlandaráðsþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég mæli með Jóhannesi

 Ég fór í bíó í gær og sá Jóhannes. Ég man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið

Óborganleg skemmtun!

AlbumImage

 Herdís Þorvaldsdóttir fór á kostum

 


mbl.is Hver er þessi Jóhannes?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjan beitir hýðing gegn klámi

flogging1Víða í hinum múslímska heimi er kirkjan órjúfanlega tengd dómstólum, löggjafa og framkvæmdavaldi þ.m.t. lögreglu. Þar sem svo háttar er líkamsrefsingum undantekningalaust beitt gegn blygðunarbrotum. Harðastar eru refsingar fyrir kynvillu og hórdómsbrot sem sumstaðar er dauðasök. Mun vægar er tekið á nauðgunum einkum ef konan er fjölgyðistrúar, þá má allt eins búast við að henni verði refsað. Mildar er tekið á karlmönnum og því vekur athygli að karlmaður sem upplýsti lauslæti sitt skyldi dæmdur í fimm ára fangelsi og 1000 vandarhögg sem þýðir ævilangt örkuml eða dauða. Mig hryllir við þessu miskunnarleysi. 

 ú


mbl.is Húðstrýkt vegna sjónvarpsþáttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrt spaug að vera ekki í nærbuxum!

Kona nokkur vestur í Ameríku kíkti inn um eldhúsglugga og sá í typpi húsráanda sem var aleinn heima, allsber og nývaknaður að hella hella sér uppá kaffi. Þetta hefði líklega ekki verið tiltökumál nema vegna þess að konan var í meira lagi siðsöm og var í fylgd með 7 ára gömlum dreng sem hefur líklega aldrei farið í almenningss. Konan sá sér ekki fært annað en kæra manninn sem nú býður eins árs fangelsi.

 Þetta rifjar upp frásagnir af siðgæðislögreglunni í USA á tímum Macharty sem lá á gluggum manna sem grunaðir voru um "kynvillu". Ef grunsemdir voru rökstuddar fékk lögreglan húsleitarheimild til að afla sannana um að viðkomandi svæfu í sama rúmmi, sem dugði til sakfellingar.


mbl.is Handtekinn fyrir að hella upp á kaffi berrassaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein Lilju Mósesdóttur "Hljóðs bið ég allar helgar kindir"

6555ad8e47b1a9100c0e442977ba8d38_300x225Lilja Mósesdóttir prófessor í hagfræði og alþingismaður skrifaði skarpa grein í Morgunblaðið í dag sem á svo brýnt erindi við alla íslensku þjóðina, að mér flaug í hug upphafserindi Völuspár. Lilja dregur upp þær hættur sem steðja að íslensku þjóðinni og þá valkosti sem fyrir liggja. Ég ætla mér ekki að endursegja greinina en hvet alla til að lesa hana. Ef valkostirnir eru þeir að ganga í gegnum tímabundna erfiðleika eða leggja óbærilega skuldafjötra og ófrelsi á afkomendur okkar þá þykist ég vita hvorn kostinn þjóðin velur.

Lilja er kannski boðberi illra tíðinda fyrir suma en það ber að segja hverja sögu eins og hún er: AGS er ekki góðgerðarstofnun.

Lilja Mósesdóttir býr yfir þekkingu og frumlegri hugsun til að finna lausnir. Þannig stjórnmálamenn þurfum við Íslendingar í dag. 


mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verktakar fjárfesta í borgarfulltrúum

big-borgarr__jpg_280x800_q95Það er almælt að stór verktakafyrirtæki sem eiga mikil viðskipti við borgina fjárfesti í stuðningi við flokka og einstaka frambjóðendur, með því að kosta prófkjör þeirra. Eitt þessara fyrirtækja er Eykt sem fengið hefur mörg stórverkefni hjá borginni og leigði Reykjavíkurborg skrifstofuhúsnæði við Höfðatorg fyrir 4 milljarða verðtryggt til 25 ára. Fram hefur komið að Eykt lagði framboði Framsóknarflokksins til 5 milljónir en framsóknarmenn hafa gefið þá skýringu, sem ekki er rétt, að Eykt styðji alla flokka. Þá hefur Ólafur F. Magnússon ítrekað gengið eftir því að Óskar Bergsson að hann upplýsi hvað hann fékk persónulega mikið frá Eykt í prófkjörsbaráttu sína en án árangurs.   Mikill meirihluti borgarfulltrúa er meðvirkur í þessum feluleik og til að komast hjá því að upplýsa málið samþykktu þeir með fjórtán atkvæðum gegn einu að upplýsingaskylda gilti einungis um borgarfulltrúa framtíðarinnar.

Sjá fundarg. borgarstjórnar frá 20.10 2009   www.rvk.is 


mbl.is 1,5 milljóna þak á framboðskostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskylduhjálpin

Matthias-Imsland-01Ég vil þakka öllu því góða fólki sem hefur lagt hönd á plóg Fjölskylduhjálpar Íslands í þágu þeirra sem eru hjápar þurfi. Fjölskylduhjálpin hefur verið drifin áfram af stofnandanum Ásgerði Jónu Flosadóttur og fleiru góðu fólki en nú bætist henni öflugur liðsmaður þegar Matthías Imsland tekur við formennskunni og Ásgerður verður framkvæmdastjóri.

"Ég óska þeim báðum ásamt öllum sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálparinnar velfarnaðar og veit að störf þeirra muni leiða til blessunar fyrir marga."sgerur_Jna_og_Gurn_Mara_Rbert_Reynisson_jpg_550x400_q95

 

 

Á efri myndinni er Matthías Imsland en á þeirri neðri er Ásgerður Jóna Flosadóttir ásamt Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur sem hefur starfað mikið fyrir Fjölskylduhjálpina.


mbl.is Nýr formaður Fjölskylduhjálpar Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólína Þorvarðar: "Þjóðinni hollt að taka að sér Icesave"

 Það er rangt hjá Ólínu að börnin okkar eigi skilið að borga Icesave.

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Þjóðinni hollt að taka á sig skuldbindingar Icesave?

19.10 2009 | 00:30 | 32 ummæli

Guðmundur Heiðar Frímannsson nálgast Icesave málið á nýjan og óvenjulegan hátt, eins og fram kemur í Silfri Egils. Guðmundur Heiðar vann siðfræðilega úttekt á Icesavemálinu fyrir fjárlaganefnd þingsins í sumar, en álit hans fór ekki hátt.

Nálgun Guðmundar Heiðars er í stuttu máli þessi:

Það er siðferðilega hollt fyrir íslenska þjóð að taka á sig Icesave skuldbindingarnar. Þar með tekur almenningur þátt í því að þrífa til eftir hrunið og leggja drög að nýrri uppbyggingu. Þar með er einnig tryggt að þjóðin gleymir ekki því sem gerðist, a.m.k. ekki á meðan hún ber byrðarnar af því.

Athyglisverð nálgun - ég er sammála henni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag | Facebook




mbl.is Fjárlagaagi verður erfiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband