Glitnir lánaði 12 ára barni fyrir stofnbréfum í Byr

crop_500xHróbjartur Jónatansson hrl rekur mál fyrir hönd 12 ára barns sem fékk lánaðar 6 milljónir fyrir verðlausum stofnbréfum í  Byr. Vonandi mun barnið vinna málið en það er ekki sloppið því blessað barnið verður að borga mun hærri upphæð fyrir Icesave ef frumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt á þinginu.

Bretar og Hollendingar beittu Evrópusambandinu og AGS til að fá ríkisstjórnina til að samþykkja kvaðir á börnin þannig að þau verði að velja á milli slakra lífskjara eða flytja af landi brott.

Var ekki taktlaust af Hrannari B. Arnarssyni ræðuskrifara Jóhönnu að senda hana með lofrullu um Evrópusambandið á Norðurlandaráðsþing við þessar aðstæður?

 


mbl.is Börnum var lánað til að kaupa stofnbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég kalla eftir ábyrgð foreldra - fólki er misboðið svona framferði

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2009 kl. 08:11

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Indverjar hafa bannað að börn séu veðsett.

Sigurður Þórðarson, 29.10.2009 kl. 08:22

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég bara skil ekki svona "græðgi" Sigurður - ég vil nú kanski ekki bera okkur saman við Indverja ;) tja en við erum djúpt sokkin þegar við beitum börnum okkar fyrir "græðginni" og kennum svo öðrum um

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2009 kl. 08:37

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Taktlaust já, en dæmigert fyrir þennan Hrannar. Maðurinn er glæpamaður, ég þekki fólk sem hefur unnið fyrir hann og á því voru þverbrotin flest sjálfsögð réttindi launafólks. Það að þessi maður skuli nú vera aðstoðarmaður forsætisráðherra sýnir best hverskonar glæpasamtök Samfylkingin er.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2009 kl. 11:42

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hann ber með sér illan þokka þessi Hrannar

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2009 kl. 13:15

6 identicon

Skrítin tenging og skrítnir útreikningar. Ekki virðist ykkur finnast óeðlilegt að foreldrar í græðgisrúsi beyti fyrir sig barni sínu!!!!!!!!!!!!!!

Ef Icesave verður 300 milljarðar gerir það 1 milljón á hvern Íslending Ekki 6 millur + Hvað segir það til um foreldra þessa barns!!!!!!!!!!!

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 15:39

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér sýnist Jón að Indverjar séu mun skárri en við ekki sökkva þeir sínum börnum í skuldir. Guðmundur það er ekki okkar heldur dómstóla að dæma menn sem glæpamenn.

Arthur Þorsteinsson, ég átta mig ekki á hvað þér finnst skrítið við þessa tengingu?

1.   Í fyrsta lagi verða bara vextirnir af Æsseif ekki undir 300 milljörðum og það þó eignir sjóðsins dygðu fyrir skuldunum. Nær væri að ætla að Æsseif kosti ekki undir 700 milljarða.

2. Foreldri er tengt barni sínu alla ævi en stjórnmálamenn eru kosnir til fjögurra ára og margir þeirra eru að ljúka starfsævi.  Þeir hafa því siðferðilega enn minni rétt á að leggja skuldabyrði á smábörn, sem eru þeim jafnvel lítt tengd.

3. Þeir Íslendingar sem komnir eru yfir miðjan aldur, þ.m.t. megnið af stjórnmálastétinni mun ekki koma að greiðslu skuldaklafans. Skuldaklafinn mun leggjast þyngst á þau börn sem nú eru á grunnskólaaldri.  Þetta telja siðlausir stjórnmálamenn vera kost.

Sigurður Þórðarson, 29.10.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband