Dr. Gunnar Tómasson varar alþingismenn við að skuldsetja Ísland meir

Bréf frá Gunnari Tómassyni um núverandi gjaldþrot Íslands.

Ágætu bloggvinir, fékk sendan tölvupóst sem Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi upp á Íslands strendur. Gunnar hefur verið mjög gagnrýninn á að stjórnvöld hafa þverskallast við að horfast í augu við vandann og hagað sér að hætti okkar 2007.

Í þessu bréfi tjáir einn virtasti hagfræðingur Bandaríkjanna sig um stöðu Íslands. Hann segir blákalt að við séum gjaldþrota. Þrátt fyrir að allar helstu fréttastofur landsins hafi fengið bréfið frá Gunnari s.l nótt sjá þau enga ástæðu til að fræða okkur almenning um það. Þetta kallast þöggun og stríðir gegn upplýstri umræðu sem er almenningi nauðsynleg. Hverjum gagnast þessi þöggun?

Hér er bréf Gunnars;

 

Ágætu alþingismenn.
Í fyrradag spurði ég James Galbraith, einn virtasta hagfræðing Bandaríkjanna, um álit hans á því mati AGS (sjá IMF Survey 21. október sl.) að erlend skuldsetning Íslands að jafngildi 310% af vergri landsframleiðslu væri þjóðarbúinu ekki ofviða.
Galbraith svaraði um hæl (í minni þýðingu; enskur texti að neðan):
„Það segir sig sjálft: það er fáránlegt að ímynda sér að Ísland eða eitthvað annað land geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem jafngilda 300 eða 400 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og forðast greiðsluþrot. Ef skuldir væru 400 prósent og vextir aðeins þrjú prósent þyrfti afgangur á viðskiptajöfnuði og hliðstæður samdráttur innlendrar neyzlu að vera 12 prósent af VLF án nokkurrar greiðslu af höfuðstól. En auðvitað myndi enginn vilja eiga lágvaxta íslenzk skuldabréf vegna áhættunnar á vanskilum.

Ef stjórnvöld reyndu að axla slíka skuldabyrði myndu vinnufærir einstaklingar flytja af landi brott.  Útkoman yrði lýðfræðileg eyðilegging Íslands að viðbættu greiðsluþroti.  Staðan er því ekki síður alvarleg en sú sem kom upp vegna stríðsskaðabóta í Versalasamningnum eða Morgenthau áætluninni fyrir Þýzkaland 1945.  Samningurinn leiddi til óðaverðbólgu en áætlunin var ekki lögð til hliðar fyrr en ljóst varð að hún myndi leiða til brottflutnings eða útrýmingar mikils hluta þjóðarinnar sem lifði af stríðið.

Eins er það augljós skrípaleikur að leggja slíka skuldabyrði á litla þjóð, fyrst með svikum og síðan með hótunum.

Eins og málum er háttað er það siðferðileg skylda Íslands gagnvart alþjóðasamfélaginu að sækja svikahrappana til saka eftir því sem landslög leyfa.  Hitt er fyrir stjórnvöld erlendra ríkja, sem brugðust skyldum sínum við bankaeftirlit, að ákveða hvernig deila skuli tapinu sem af því hlaust milli reikningshafa og skattborgara sinna.

Þér er heimilt að koma þessum skoðunum mínum á framfæri við aðra.”
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingurDr.


mbl.is Íslandslán rædd á Norðurlandaráðsþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er athyglisvert

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 02:03

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er mikið um svona skrif í dag en ekkert gerist - flest allt sukkliðið farið af landinu yfir í lúxus villurnar "sínar" og bíður þess að geta "hirt" hræið Ísland

Jón Snæbjörnsson, 28.10.2009 kl. 08:47

3 identicon

Gott hjá þér að koma þessu á framfæri Sigurður! Það varð örugglega til þess að Mogginn birti bréf Gunnars í morgun. Almenningur á rétt á að fá allar upplýsingar um mat sérfræðinga á skuldastöðunni. Íslendingar geta ekki haldið áfram að loka augunum fyrir hættumerkjum og vona það besta. Það leiddi okkur fram af bjargbrúninni fyrir ári.

Lilja Mósesdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 09:12

4 identicon

En eru þetta ekki brúttóskuldir? þ.s bæði skuldir ríkisins og einkaaðila. Skuldir einkaaðila þurfa erlendir kröfuhafar að mestu að afskrifa, eftir standa skuldir sem ríkið ber ábyrgð á þ.s. nettó skuldir. Þegar litið er til þessara nettóskulda lækkar þá ekki hlutfallið verulega?

Lilja veit kanski meira um þetta?

Daníel (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 09:41

5 identicon

Skuldaþol þjóðarbúa og ríkissjóða er alltaf metið út frá brúttó stöðu, þar sem erfitt er að meta hversu seljanlegar eignirnar eru þegar á þeim þarf að halda. Að halda því fram að skuldastaðan sé í lagi, þar sem eignir dugi fyrir skuldum eru nákvæmlega sömu rökin og notuð voru til að róa fólk þegar halla tók undir fæti hjá bönkunum. Íslenskir bankar áttu nánast fyrir skuldum en féllu samt!!!

Lilja Mósesdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 11:12

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ætli sukkliðið eins og þú kallar það Jón Snæbjörnsson hafi nokkurn áhuga á "hræinu". Líklegra þykir með að erlendir aðilar bíði þess að hirða náttúruauðlindirnar. Takk fyrir innlitið og athugasemdina Lilja Mósesdóttir, þú hefur að mínu mati sýnt trúmennsku við þjóðina sem þingmaður. Hólið er óverðskuldað en ég reyni samt  að leggja mitt besta fram.  Daníel, ég verð að hryggja þig með að skuldir einkaðila sem eru margfallt hærri eru ekki inni í þessu. En auðvitað veit Lilja meira um þetta: http://www.svipan.is/?p=1044

Þú getur líka fundið greinina á www.svipan.is 

Sigurður Þórðarson, 28.10.2009 kl. 11:34

7 identicon

Sæll, Sigurður og þið öll.  Er ekki betra að viðurkenna gjaldþrot/greiðslustöðvun íslenzka ríkisins og núllstilla strax heldur en að leggjast undir AGS og alþjóðsamfélagið og gerast þess þrælar um ókomin ár?  Um þjóðfélög gilda önnur lögmál en fyrirtæki og einstaklinga, ríki hafa komist á legg eftir gjaldþrot og það á skömmum tíma.  Hér er allt til alls og þetta vel mögulegt, við þurfum bara að fá inn nýja hugsun á alþingi, nýtt fólk og helst fólk sem þekkir ekkert til þeirra rangala- og klíkustjórnmála sem tíðkast á Íslandi.

lydur arnason (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 14:28

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála LÁ það er raunsærra og sanngjarnara í alla staði. Pólitíkusarnir hafa ekki frekar en útrásarvíkingar siðferðislegt leyfi til að skuldsetja komandi kynslóðir þannig að þær þurfi að velja milli nútíma lífsskilyrða og að búa hér á landi.

Sú var tíðin að þjóðkirkjan safnaði peningum til að kaupa börn úr ánauð á Indlandi en það hefur nú verið bannað með lögum að veðsetja börnin sín.  Nú þurfa Íslendingar að taka Indverja sér til fyrirmyndar.

Sigurður Þórðarson, 28.10.2009 kl. 14:49

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll kæri mágur,

þar sem þetta er bloggfærslan mín væri ágætt að geta þess í upphafi hvaðan færslan er tekin. Skiptir mig ekki höfuðmáli því málefnið er brýnt en samt svona skemmtilegra. Mér finnst óþarfi að þú sért að taka upp takta Hannesar Hólmsteins.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.10.2009 kl. 16:57

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sé að þið hafið sett þetta inn á sömu mínútunni

Erfið sönnunarbyrði þar

Eru nokkuð slagsmál í uppsiglingu á næsta ættarmóti?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 17:42

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll kæri mágur, þetta er alveg laukrétt hjá þér og ágætt að þú kemur þessu á framfæri. Málavextir eru þeir að hún systir mín hringdi í mig í gærkvöldi og sagði mér að hún væri með erindi sem væri brýnt að koma á framfæri. Ég var svo upptekinn í öðru að ég hafði ekki tíma til að lesa færsluna, sem hún benti mér á en fyrir ættrækni og góðan málstað gerði ég allt sem ég hafði tíma til sem var eftirfarandi: Án þess að lesa færsluna gerði ég copy paste færsluna þína bjó til fyrirsögn og hringdi í blaðamann og bað hann að gera það sem ég hafði ekki gert lesa færsluna sem ég sagði hvaðan væri. Þetta geta allir sannreynt með því að skoða bloggið þitt.

 Kjarni málsins er ekki málalengingar sem ég kynni að láta frá mér fara heldur  álit  James Galbraith.

 

Sigurður Þórðarson, 28.10.2009 kl. 18:28

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

P.s. Gunni, ég veit að þetta eru óvönduð vinnubrögðsem ég biðst afsökunar á  en ég hefði heldur ekki beitt þeim nema að ég treysti þér fullkomlega.

 Gunnar Th. Ég og mágur minn erum og verðum óðaskiljanlegri vinir

Sigurður Þórðarson, 28.10.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband