Dýrt spaug að vera ekki í nærbuxum!

Kona nokkur vestur í Ameríku kíkti inn um eldhúsglugga og sá í typpi húsráanda sem var aleinn heima, allsber og nývaknaður að hella hella sér uppá kaffi. Þetta hefði líklega ekki verið tiltökumál nema vegna þess að konan var í meira lagi siðsöm og var í fylgd með 7 ára gömlum dreng sem hefur líklega aldrei farið í almenningss. Konan sá sér ekki fært annað en kæra manninn sem nú býður eins árs fangelsi.

 Þetta rifjar upp frásagnir af siðgæðislögreglunni í USA á tímum Macharty sem lá á gluggum manna sem grunaðir voru um "kynvillu". Ef grunsemdir voru rökstuddar fékk lögreglan húsleitarheimild til að afla sannana um að viðkomandi svæfu í sama rúmmi, sem dugði til sakfellingar.


mbl.is Handtekinn fyrir að hella upp á kaffi berrassaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála því að þetta er fáránlegt að maður megi ekki vera eins og náttúran skapaði mann á SÍNU EIGIN HEIMILI, en aftur á móti þá fyrir þá sem ekki vita þá er svo að ég viti mjög fáar almenningsturtur eins og við þekkjum þær á Íslandi í BNA og hvað þá í almenningssundlaugum. Fólk er bara búið að missa sig í að reyna að fá pening fyrir ekki neitt og þar af leiðandi lætur það sem að þetta sé hrikalega skaðlegt fyrir barnið. Svo er þessi þjóð svo útúrötuð af tvöföldum móral, þ.e. það má ekki sjást í brjóst á konu í kvikmynd eða sjónvarpi eða í rass á manni en það má endilega sýna með oft myndrænum tilburðum hvernig maður er hrottalega myrtur. Hef miklu meira að segja um þetta en held ég segji nú ekki meira...

Tómas Dan Jónsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 17:14

2 Smámynd: Magnfreð Ingi Ottesen

Sammála.

Ef smá brot af brjósti  af konu sést í kvikmynd þá er myndin bönnuð strax innan 18 ára, þó að brjóst komi bara einu sinni fram í myndini, hér á íslandi er öllum nákvæmlega sama svo framalega að Það sé ekkert ofbeldi eða kynlífssenur eru í gangi.

Magnfreð Ingi Ottesen, 23.10.2009 kl. 17:41

3 identicon

Afhverju er ekki seldar brjóst hettur eða að það sé bundið fyrir augun á ungbörnum sem eru á brjósti fyrst það er svona skaðlegt ?

Rabbi (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 19:41

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Klikkað allt þarna í Ameríku. Maðurinn ætti að kæra konuna fyrir að vera að kíkja inn um gluggann hjá sér.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.10.2009 kl. 21:37

5 Smámynd: Jens Guð

  Fyrir 20 - 30 árum kærði kona í Breiðholti mann fyrir að særa blygðunarkennd hennar.  Hann var nakinn inni á sínu heimili í blokkaríbúð.  Þegar lögregluþjónar mættu á svæðið sýndi konan þeim hvernig hún þurfti að fara út á svalir með stól,  klifra upp á stólinn og teygja sig glannalega út yfir svalarhandrið til að sjá inn í íbúð dónans.  En,  jú,  þar gat að líta nakinn mann sem reyndar áttaði sig ekki á að neinn sæi inn til hans.

  Konunni til sárra vonbrigða mat lögreglan málið þannig að konan væri að brjóta á friðhelgi mannsins með þeirri fyrirhöfn sem hún þurfti að hafa til að kíkja inn til hans.  Lögreglan hafnaði að taka mark á kæru konunnar á þeim forsendum.

Jens Guð, 25.10.2009 kl. 22:53

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jahá!

Sigurður Þórðarson, 25.10.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband