Kirkjan beitir hýðing gegn klámi

flogging1Víða í hinum múslímska heimi er kirkjan órjúfanlega tengd dómstólum, löggjafa og framkvæmdavaldi þ.m.t. lögreglu. Þar sem svo háttar er líkamsrefsingum undantekningalaust beitt gegn blygðunarbrotum. Harðastar eru refsingar fyrir kynvillu og hórdómsbrot sem sumstaðar er dauðasök. Mun vægar er tekið á nauðgunum einkum ef konan er fjölgyðistrúar, þá má allt eins búast við að henni verði refsað. Mildar er tekið á karlmönnum og því vekur athygli að karlmaður sem upplýsti lauslæti sitt skyldi dæmdur í fimm ára fangelsi og 1000 vandarhögg sem þýðir ævilangt örkuml eða dauða. Mig hryllir við þessu miskunnarleysi. 

 ú


mbl.is Húðstrýkt vegna sjónvarpsþáttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Sigurður

Þetta er ekki kirkjan heldur Islam. Þeir leyfa engar kirkjur! Meira að segja liggur dauðarefsing við því að yfirgefa islam og gerast kristinnar trúar. Það þarf oft ekki mikið til að verða fyrir barðinu á Sharia-lögum Múslima. En gáðu líka að því að í Islam er ekki til fyrirgefning.

Það er vitað um hópnauðganir í Islam sem hafa verið fyrirskipaðar af dómstólum eða yfirvöldum staðarins. Hið tvöfalda siðgæði er með ólíkindum meðal manna. 

En okkar ábyrgð er einmitt sú að vera þeim fremri, siðfágaðir og hræsnislausir kristnir menn!

kær kveðja

Snorri í Betel

Snorri Óskarsson, 25.10.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Snorri og takk fyrir athugasemdina.

Það er alveg rétt hjá þér að fyrirgefningin er er rækilega undirstrikuð af Kristi með orðum hans um fyrirgefningu 7 x 77 sinnum.

Í gegn um tíðina hefur mikið ofbeldi verið framið í nafni Krists. "Margir munu koma fram í mínu nafni".  Stundum hefur þetta ofbeldi verið framið í algjöru miskunnarleysi og óskiljanlegri illsku. 

Kristur boðaði kærleik og sagði m.a.: "Það sem þér gjörið mínum minnsta bróður" o.s.f. og  "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum"

Ég er langt frá því að vera einhver sérfræðingur í kristindóm en hvernig er hægt að túlka þennan boðskap með svo ólíkum hætti?

Sigurður Þórðarson, 25.10.2009 kl. 21:03

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Ekkert skrýtið að þér hrylli við gjörðum sem þessum sem tíðkast í múslímskum heimi. Konur eru ekki hátt skrifaðar þar. Það jú vekur athygli að karlmanni hafi verið refsa eins og þú skrifaðir um. En við í hinum kristna heimi erum líka að gera ljóta hluti svo við höfum ekkert efn á að kasta steinum frekar en Farísearnir sem komu með konu til Jesú sem var staðin að hórdómi.

"Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra

og sögðu við hann: "Meistari, kona þessi var staðin að verki, þar sem hún var að drýgja hór.

Móse bauð oss í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?"

Þetta sögðu þeir til að reyna hann, svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina.

Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði við þá: "Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana."

Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina.

Þegar þeir heyrðu þetta, fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir, og konan stóð í sömu sporum.

Hann rétti sig upp og sagði við hana: "Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?"

En hún sagði: "Enginn, herra." Jesús mælti: "Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar."]" Jóh. 8: 3. -11.

Mikið vildi ég að við mennirnir myndum láta af þessum ljótu verkum.

Dýrin í skóginum eiga að vera vinir en eru það ekki.

Megi almáttugur Guð vera með þér kæri vinur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2009 kl. 20:33

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Amen.

Rósa þú ert frábær.

Sigurður Þórðarson, 26.10.2009 kl. 21:53

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Svo má bæta við að ég er algjörlega á móti dauðarefsingum. Fólk tekur sér vald og ákveður að þessi eða hinn skuli deyja. Því miður tíðkast dauðarefsingar líka í hinum kristna heimi s.s. í USA.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.10.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband