Grein Lilju Mósesdóttur "Hljóðs bið ég allar helgar kindir"

6555ad8e47b1a9100c0e442977ba8d38_300x225Lilja Mósesdóttir prófessor í hagfræði og alþingismaður skrifaði skarpa grein í Morgunblaðið í dag sem á svo brýnt erindi við alla íslensku þjóðina, að mér flaug í hug upphafserindi Völuspár. Lilja dregur upp þær hættur sem steðja að íslensku þjóðinni og þá valkosti sem fyrir liggja. Ég ætla mér ekki að endursegja greinina en hvet alla til að lesa hana. Ef valkostirnir eru þeir að ganga í gegnum tímabundna erfiðleika eða leggja óbærilega skuldafjötra og ófrelsi á afkomendur okkar þá þykist ég vita hvorn kostinn þjóðin velur.

Lilja er kannski boðberi illra tíðinda fyrir suma en það ber að segja hverja sögu eins og hún er: AGS er ekki góðgerðarstofnun.

Lilja Mósesdóttir býr yfir þekkingu og frumlegri hugsun til að finna lausnir. Þannig stjórnmálamenn þurfum við Íslendingar í dag. 


mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

En það er ekki gott ef lítið mál er að "þagga niður" í þessari frumlegu hugsun.  Hversu frumleg er hugsunin þá?

Jóhann Elíasson, 22.10.2009 kl. 14:48

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef alltaf haft mætur á þessari stelpu og ég las greinina hennar með athygli.

Baldur Hermannsson, 22.10.2009 kl. 15:01

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við sjáum til þess að hún verði ekki þögguð niður Jói.

Sigurður Þórðarson, 22.10.2009 kl. 15:05

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Ömurlegt hvernig Bretar og Hollendingar hafa gert AGS að innheimtustofnun fyrir okkur sem í raun skuldum ekki.

Ég óttast að VG greiði atkvæði með  Icesave frumvarpinu til að styggja ekki Steingrím J. og Jóhönnu.

Nú hafa Bretar heldur betur náð hefndum vegna þorskastríðsins sem lítil smáþjóð sigraði.

Við megum ekki gefast upp þó það blási eins og er og þjóðarskútan okkar vaggar.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.10.2009 kl. 17:37

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Baldur, frændfólk mitt í Grudarfirði ber fjölskyldu hennar allri vel söguna.

Sigurður Þórðarson, 22.10.2009 kl. 18:15

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa mín, við treystum almættinu.

 Gakktu áfram á Guðs vegum

Sigurður Þórðarson, 22.10.2009 kl. 18:17

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Allir vildu Lilju kveðið hafa, en nú vill enginn að Lilja sé kveðin í kútinn. Það er gott að það kemur við og við fram einhver með viti. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.10.2009 kl. 19:45

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Leiðrétting: það er gott að öðru hverju skuli koma fram vinstri maður með viti.

Baldur Hermannsson, 22.10.2009 kl. 19:59

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Lilja Mósesdóttir skrifar grein í Morgunblaðið, sem flestir landsmenn geta líklega tekið undir. Spurningin er þá, hvað er þessi stúlka að gera í VG, flokki sem fáir telja að sé að vinna hagsmunum þjóðarinnar gagn ?

Öllum er að verða ljóst, að VG er að gæta ráðherrastólanna sinna. Öllum er orðið ljóst að VG hefur kastað sannfæringu sinni fyrir setu í Vinstristjórn, sem er að setja fullveldi þjóðarinnar í stórkostlega hættu. Öllum er fyrir löngu orðið ljóst að VG hefur fært Sossunum valda-aðstöðu sem veldur ómældu tjóni fyrir komandi kyndslóðir, ekki síður en okkur núlifandi kynslóð.

Hvað er þessi stúlka að gera í VG ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.10.2009 kl. 20:11

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Jóhanna, ég er innilega sammála þér en ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af því að Lilja verði kveðin í kútinn.

Sigurður Þórðarson, 22.10.2009 kl. 20:29

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæti Baldur, ef maður snýr sér til vinstri í 180 gráður þá kemur það svipað út og ef maður snýr sér til hægri um sama gráðufjölda. 

Ef til vill er þetta stundum spurning um að snúa fram eða aftur?

Sigurður Þórðarson, 22.10.2009 kl. 20:36

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Loftur, þessi stelpa gæti lent í svipaðri stöðu og Pétur Blöndal.

Baldur Hermannsson, 22.10.2009 kl. 20:39

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll ágæti Loftur, ég ætla ekki að hafa skoðun á hvað þá að blanda mér í hvaða flokk fólk er skráð í. Mín von er sú að allt þjóðhollt fólk leggist á árarnar til að afstýra vá. Ef allt fer á versta veg tapar þjóðin sjálfstæði sínu og niðjum okkar bíður það hlutskipti að verða indíánar í eigin landi.  Ef allt fer á besta veg eru við að fara í krappa erfiðleika sem við lærum af. En til þess að það megi verða verður þjóðin að standa saman þvert á flokkslínur eins og við gerðum í þorskastríðunum.

Sigurður Þórðarson, 22.10.2009 kl. 20:58

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Dream on, son.

Baldur Hermannsson, 22.10.2009 kl. 21:15

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kannski má hnika  mörkum milli draums og veruleika. En er það endilega til góðs?

Mér líður betur með því að dreyma fallega.

Sigurður Þórðarson, 22.10.2009 kl. 21:23

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Góða nótt og eigðu góða drauma

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.10.2009 kl. 23:24

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk sömuleiðis

Sigurður Þórðarson, 22.10.2009 kl. 23:27

18 identicon

Heill og sæll Sigurður; sem og þið önnur, hér á síðu !

Sigurður !

Hvernig í andskotanum; dettur þér í hug, að treysta megi orðagjálfri Lilju Mósesdóttur nú - fremur; en fyrri daginn ?

Þingsetar; flestir, eru margsaga - oft hundraðfalt, sama daginn, og ber því að taka þeim, samkvæmt því, hafir þú ekki áttað þig á, forni félagi.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 00:27

19 Smámynd: Halla Rut

úff...í hvaða flokki á hver að vera spyr ég Loft vin minn.

Halla Rut , 23.10.2009 kl. 00:52

20 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það sem gerðist í raun var það að Samfylkingunni tókst að sannfæra stórann part þjóðarinnar með Evru rugli og ESB áróðri...og það féll allt í góðann jarðveg vegna þess að því miður hafði Sjálfstæðisflokkurinn smitast af hugmyndafræði sem varð honum og þjóðinni að falli. Því miður var ekki pólitískur vilji fyrir annarskonar stjórn en þessari. Það sem VG gerði var það að leifa Samfylkingu að leiða þjóðina nær skrímslinu svo að þjóðin sæi að þetta er skrímsli en ekki kærleiksbjörn. Nú hefur andstaðan við ESB eflstog kristallast.

Samfylkingunni tókst fyrir kosntningar með áróðri að selja þjóðinni þá hugmynd að við þyrftum öll að skoða hvað væri í boði. Nú fáum við það sem við kusum.

Og nóta bene andstaðan er ekki byggð á öfgum eða þjóðernis isma heldur rökum frá Nóbelsverðlaunahöfum í Hagfræði. Íslandi er best borgið utan ESB.

En innan EES samnings með einhverskonar varnöglum...

Vilhjálmur Árnason, 23.10.2009 kl. 02:18

21 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Góð spurnig Halla, sem ég er auðvitað ekki fær um að svara af viti fyrir aðra en sjálfan mig. Það hefur ekki farið leynt, að ég er flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum og þrátt fyrir tímabundnar efasemdir og harða gagnrýni á störf flokksins, er ég ekki á förum.

Það er skiljanlegt að margir eru að hugsa sér til hreyfings í stjórnarflokkunum. Icesave-stjórnin er vafalaus aumasta ríkisstjórn sem setið hefur í þessu landi.  Samfylkingunni er ekki við bjargandi og legg ég til að allt ærlegt fólk komi sér þaðan burt. Því fyrr þeim mun betra, fyrir þessa einstaklinga og þjóðina alla.

Hvað varðar Vinstri Græna, þá horfir málið öðruvísi við. Mikilvægt er að andófsöflin í þeim flokki þjappi sér saman og láti ekki Svika-Móra leiða flokkinn baráttulaust til tortímingar.

Það er eðlilegt að mörgum VG-liðanum líði eins og fiskur á þurru landi. Lilja Mósesdóttir hlýtur að vera í þessum hópi. Flokkurinn er búinn að snúa gersamlega við blaðinu í mikilvægustu málum hans og þjóðarinnar. Eðlilega tekur það flokksmenn tíma, að átta sig á þessari nýju stöðu.

Þá sem ekki eru flokksbundnir, en hafa áhuga á málefnum landsins, hvet ég til að ganga til liðs við einhvern flokka stjórnarandstöðunnar. Allt er betra en að vera algjörlega áhrifalaus áhorfandi að örlögum þjóðarinnar. Enginn er svo smár að hann geti ekki komið að gagni við samtaka átak hinna mörgu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.10.2009 kl. 03:35

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lántaka hjá IMF til byggja upp kostnaðarsamasta þjónustugeira Íslands ehf. er hún ekki alfarið Íslendinga?

Ef Íslendingar ætla að hvíla sig á alþjóða fjármála samkeppni næstu 30 er þá ekki þjóðráð að skera niður fjármálakostnaðargeirann og snobb yfirbygginguna sem honum fylgir.

Er ekki hægt að nota EFTA til að beita sér gagnvart EU að fjárþvingunar kröfur helstu hráefniskaupenda Íslends ehf verið lagðar fyrir dómstóla á vegum EU. Við fáum þá kannski frið á meðan og ég tel að EU sem heild sé annt um orðspor sitt.

50% lægri ráðstöfunartekjur 90% almennings í evrum talið eru það ekki gjaldeyrishöft í sjálfum sér? 

Kostnaður við Schengen: frjálst flæði sorans frá EU á mót soranum frá Íslandi vegur hann ekki þyngra en að Reykjavík sé soragata í NY?

Reykjavík sem lokað verndað úthverfi í NY er það ekki skárra?

3% launþega á Íslandi vinna við sjávarútveg og landbúnað 5,6% í EU.  Þetta er ekki það sem IMF horfir í og 19% Iðnaður varla heldur.

Hinsvegar eru 78% Íslands ehf. í Þjónustugeirunum sem skapa litlar gjaldeyris tekjur.

Þar má skera niður kostnað: t.d. Í geirum stjórnsýslu, fjármála, menntamála.

Verslun innlands fylgir sjálfkrafa fallandi fasteignverði  eða raunverlegum kaupmætti 80% launþega. Þarf ekki að skera niður með lögbundum hætti.

Mig grunar að í þeim löndum þar sem IMF kemur inn milli þjóða þar sem fjármála viðskipti fara úr böndum, þá séu það elítur þeirra skuldugu sem neita að skera niður geira stjórnsýslu og fjármálakostnaðar.

Dráttur á afgreiðslu lána er augljóslega sönnum um það IMF er ekki ánægður með sannanlegan árangur.  

EF við sökum fámennis og einhæfs útlutnings einföldum  ofþroskaðan flækju stjórnunarkostnað þá verða hagstjórnarfræðingar óþarfir.  

80% minnst af lögum koma hingað frá fagstofnum hinna færustu í Brussel síðustu ár.  Hluti af ávinningnum. Hversvegna hefur Íslenskum alþingsmönnum ekki fækkað af sama skapi.

Kostirnir við að búa á eyju utan útjaðars meginlandanna með nóg af orku og fæði og klæði og byggingarefni er að þurfa ekki á frjálsu flæði að halda  og vera aflögufærir til stunda vöruskipti um það sem upp á vantar.

Er Ríkistjórnin sem ætlar brauðafæða landann á alþjóðalánaviðskiptum til að halda upp ofþroskuðum alþjóða fjármálageira búin að tryggja okkur lán næstu 30 árin?  

Júlíus Björnsson, 23.10.2009 kl. 04:15

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar, eins og þú orðar spurningu þína, þykir mér rétt að upplýsa að ég hef aldrei reynd Lilju að neinu misjöfnu og á síst af öllu von á því. Þau hjónin koma úr sjávarplássi þar sem ég þekki til og það orð fer af þeim að þau séu vandað fólk í alla staði. For-dómar er það þegar maður að óreyndu dæmir fyrirfram án þess að hafa kynnt sér málin, sem sagt einhverskonar gisk. Þetta gisk var rangt.

Sigurður Þórðarson, 23.10.2009 kl. 06:31

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halla, ég hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér.

Sigurður Þórðarson, 23.10.2009 kl. 06:33

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vilhjálmur, ég er sammála því að Samfylkingin kemur mér fyrir sjónir sem hugsjónalítill eins máls flokkur. Frambjóðendur hafa gjarnan smokrað sér fram hjá allri hugmyndamótun eða úrlausn vandamála með því að benda á Evrópusambandið sem allsherjarlausn á öllu.

Sigurður Þórðarson, 23.10.2009 kl. 06:39

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Loftur "það verður hver að finna sína fjöl".

Sigurður Þórðarson, 23.10.2009 kl. 06:42

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Júlli, takk fyrir allar þínar hugleiðingar. Þú spyrð hvort ríkisstjórnin sé búin að tryggja okkur lán til 30 ára.  Ég kæri mig kollóttan um það því það lifir enginn á lánum.

Sigurður Þórðarson, 23.10.2009 kl. 06:46

28 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Sigurður !

Hér; var ekki um neina ágizkun að ræða - heldur; einfaldar staðreyndir. Lilja er gunga; hver fylgir Þistilfirzka andskotanum út í eitt, þá, á hólminn er komið.

Orðagjálfur hennar; oftlega, er jafn hvimleitt því blaðri, sem 99,99% samþingmanna hennar eru haldin - hafir þú ekki tekið eftir.

Móses; föður hennar hefi ég hitt, nokkrum sinnum,  þó langt sé um liðið (2001 - 2002), og þar fer gegnheill maður; sannarlega - skrumlaus og einarður vel, í öllum sínum starfa, sem meiningum.

Ég er vanur því; Sigurður minn, að segja kost og löst á fólki, eftir því sem ég tek eftir - skyldu mér; sem vandalausu, Sigurður minn.

Með bezti kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 11:57

29 identicon

beztu kveðjum; átti að standa þar. Afsakið; helvítis fljótfærnina !

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 11:59

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar, það er gott að ykkur Móses samdi vel.

Ef engin væri meiri gunga en Lilja Mósesdóttir á Alþingi væri tæplega hægt að frýja þingheimi um kjarkleysi.   

Sigurður Þórðarson, 23.10.2009 kl. 13:18

31 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Siggi - þarna erum við sammála, Lilja er ein af fáum innan röðum VG sem virðast þora segja sína skoðun. En er hlustað á rök hennar? Nei, og gaman væri að sjá úttekt á þeim vinstri þingmönnum sem þora að andmæla AGS og Icesave.

Óskar - er ekki Lilja að hjálpa okkur aldrei þessu vant? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.10.2009 kl. 13:21

32 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Óskar

væri ekki rétt að þú rökstyddir mál þitt.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 23.10.2009 kl. 14:34

33 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Sigurður; þakka þér, skilaboðin ! 

Benedikt Gunnar !

Skoða þú sjálfur; vinnubrögð fólks, eins og Lilju (sem margra annarra), hvert lýgur sig inn, á hið morknaða Alþingi - á rammfölskum forsendum, er að geypa um, að gera svo og svo mikið - í þágu lands og fólks og fénaðar, en er svo innatómt, aldeilis, að ekkert stendur eftir loforða- og gylliboða flauminn, eða hvað sýnist þér ?

Lilja er; einungis ein, fjölmargra dæma, þar um - helvítis plottið og sviksemi, sem þessi óþurftar og tjóns stofnun (Alþingi), er svo ríkulega búin, ágæti drengur !!!

Frekari rökstuðnings; þarfnast nú ekki við, Benedikt minn. Iðjuleysi þingheims; gagnvart vá þeirri, sem yfir fjölskyldum og framleiðslu fyrirtækjunum grúfir, er ÖLLUM sýnilegt, nema þeim, sem haldnir eru; einskonar, trúarlegri glýju, af yfirskilvitlegri hrifningu sinni, yfir sumum stjórnmálamanna - sem okkur; venjulegu fólki, er allsendis hulið að skilja, að minnsta kosti.

Fyrir nú utan; að þorri hagfræðinga stéttarinnar, er svona álíka gagnsöm okkur - sem stjörnu spámenn fyrri alda, voru konungum og keisurum, um víða veröldu !!!

Vona; að þessi verðskuldaði reiðilestur minn, upplýsi þig - sem aðra lesara og skrifara, hér á hinni ágætu síðu vinar okkar; Sigurðar, að nokkru, Benedikt Gunnar.  

Punktur !!!

Með; hinum beztu kveðjum, sem öðrum fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 18:47

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sælir Guðsteinn Haukur og þið báðir nafnar og takk fyrir innlitin.

Það er alltaf gaman að lesa skrif þín Óskar Helgi, þú ert milill skylmingamaður og það gustar af þér eins og Lilju þó þið hafið ólíkan stíl.  Það væri gaman að fá að kynna ykkur Lilju, Óskar minn, því mér segir svo hugur að  ykkur yrði vel til vina.

Sigurður Þórðarson, 23.10.2009 kl. 21:32

35 identicon

Komið þið sæl; á ný - sem áður !

Við nánari umhugsun; sem þanka mína, fyrr í kvöld, mætti svo gjarnan verða, Sigurður minn - og ekki spillti, sætuð þið Guðsteinn vinur okkar Haukur, þann fund einnig.

Skal nú; kyrrt vera, um hríð. 

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 22:24

36 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skal glaður sitja þann fund Óskar minn, því ég hef ekkert nema góð kynni að segja af þér. Þú ert með alveg einstakann ritstíl, sem á sér enga líka í bloggheimum, þótt víða væri leitað! 

Siggi minn, þú bókar þá fundinn fyrir okkur. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.10.2009 kl. 23:30

37 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góðir félagar, Lilja Mósesdóttir liggur veik í flensu heima og hefur ekki minnstu hugmund um að  ég ákvað upp á mittt einsdæmi   að bera klæði á vöpmim. Húm hefur nákvmðlegaenga hugmund um að éghafi hér með tekið tekið að mér að vera ritari hennaar.

Sigurður Þórðarson, 23.10.2009 kl. 23:57

38 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Óskar

áhugavert svar, en engin rökstuðningur.

Smá tilraun til að svara reyðilestri þínum.

Lilja hefur ekki, svo ég viti, ennþá farið á bak orða sinna í neinu.

Ég er ekki haldin neinni trúarlegri glýju yfir einum eða neinum stjórnmálamanni, en ég tel að Lilja hafi staðið sig mjög vel undir gríðarlegri pressu. Það er ekkert grín að ögra valdinu, en það hefur hún gert hvað eftir annað og hefur mátt þola árásir úr öllum áttum fyrir það hugrekki. Mér sýnist að Lilja hafi reynt að þvinga fram aðgerðir sem þjóna fjölskyldum og framleiðslufyrirtækjum þó henni hafir orðið lítið ágengt.

Það er nú einu sinni þannig að gamalgróinni valdníðslu- og einkavinahagsmunagæslustofnun eins og alþingi verður ekki breytt á einu sumri af einni (eða fáum) manneskju(m). Til að koma raunverulegum breytingum í gegn þarf almenningur að fara með kröfur sínar út á götu, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. það er það eina sem hefur nokkurn tíma komið í gegn breytingum.

Annars þurfum við ekkert að deila um þetta, heilindi Lilju koma í ljós við loka atkvæðagreiðslu um Icesave.

Kommentið um hagfræðingastéttina er því miður nokkuð nærri lagi.  Hér er þó undantekning.

En ég held reyndar að við ættum að spyrja okkur hvort markaðshagkerfi er virkilega það skásta efnahagsskipulag sem við getum fundið upp. Það hlýtur að vera til betra skipulag en það sem sveltir 1/6 jarðarbúa þegar við framleiðum miklu meira en nóg fyrir alla. Þetta kerfi viðheldur völdum í skjóli auðs og eignaréttar og réttlætir helför á borð við þá að svelta milljarð af mannkyninu. 

Að hjóla í þær fáu manneskjur sem reyna af veikum mætti að bæta rotið kerfi innan frá er varla aðferðin sem er vænlegust til árangurs.

En hættan er vissulega alltaf fyrir hendi að þeir sem fara inn í kerfið til að breyta því verði samdauna því og jafn spilltir og aðrir. Það er það sem oftast gerist og það er eitt af því sem viðheldur kerfinu. 

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 24.10.2009 kl. 00:07

39 identicon

Komið þið sæl; sem áður og fyrri !

Benedikt Gunnar !

O; jú. Nægur er; rökstuðningur minn, ágæti drengur.

Þó; ég vilji gefa Lilju Mósesdóttur EITT tækifæri enn, til að sanna sig, að verðugum heilindum, vil ég minna þig á, að endurreisn Alþingis, árið 1845, voru ein mestu mistök 19. aldar sögu okkar, hvað ég hefði átt, að taka fram, hér að ofan. Betur seint; en ei.

Þessi stofnun; hefir sannað sig í að vera - eins konar mafíu hreiður, lunga þessarra 164 ára, frá endurreisn hennar, og vita skaltu - nema; þú lifir í öðrum heimi, en flest okkar hinna, að komist Ísland, undir Fjórða ríki Nazistanna - Evrópusambandið, verður það, fyrir tilverknað Alþingis, og þeirra, sem þar sitja, að óbreyttu - nema; þú vildir ganga í raðir okkar þjóðfrelsissinna, hverjir reiðubúnir erum, til þess að tortíma því stjórnarfari, með öllum tiltækum ráðum, hvert nú ríkir, hér á Fróni.

Benedikt Gunnar !

Það er langur vegur; frá Alþingi því - hverju Úlfljótur og þeir félagar grundvölluðu, að Þingvöllum, hér; í mínu heimahéraði, um 930 - og því Alþingi, hvert nú er við lýði, hafir þú ei, eftir tekið.

Hvernig; þér gangi, að kyngja þeim rökum mínum, verður þú að eiga við sjálfan þig, og þína samvizku, ágæti drengur !!!

Punktur; á ný !!!

Með beztu kveðjum; sem þeim hinum fyrri, öllum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 00:39

40 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ekki mótmæli ég neinu sem þú segir um alþingi eða Evrópusambandið.

Það er þá væntanlega atvæði Lilju um umsókn að Evrópusambandinu sem þú ert ósáttur við?

Ég held hún hafi ekki gengið á bak orða sinna í þeirri atkvæðagreiðslu þó að ég hafi verið ósammála hennar aftstöðu.

Endilega gefðu Lilju séns áður en þú afskrifar hana endanlega.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 24.10.2009 kl. 01:05

41 identicon

Heil og sæl; enn á ný !

Benedikt Gunnar !

Ég skal fúslega; gefa Lilju það tækifæri, hvert sannað gæti, að hún væri lands og lýðs og fénaðar vinur.

Vona; að þar með séum við sáttir, Benedikt minn, um leið og ég þakka þér drengilega orðræðu, hér á síðu Sigurðar vinar okkar Þórðarsonar.

Með beztu kveðjum; enn á ný /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 02:06

42 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þegar ég fór iað sofa var nokkur hiti í  mönnum en það hefur slegið á það. Kínverskt máltæki segir: "Gróðursettu tré og það vex meðan þú sefur"

Hvað segið Þið um að ræða tillögur Lilju um þrepasköttun á útstreymi fjár?

Sigurður Þórðarson, 24.10.2009 kl. 07:40

43 Smámynd: Helga Þórðardóttir

  • Við verðum að standa með fólki sem hefur þor og dug til að standa með almenningi á Íslandi. Það hefur Lilja svo sannarlega sýnt í og hún á hrós skilið fyrir það.

Helga Þórðardóttir, 25.10.2009 kl. 00:07

44 Smámynd: Jens Guð

  það er gott þegar fólk segir sinn hug - óháð því hvernig hann hittir samflokksfólk.  En það er sjaldgæft.  Alltof sjaldgæft.  Ekki bara innan raða VG heldur er hjarðhegðun yfirgnæfandi og ráðandi mein allra stjórnmálaflokka. 

Jens Guð, 25.10.2009 kl. 01:22

45 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir athugasemdirnar Helga systir og Jens. Ég er sammála ykkur báðum Sjálfstæð og ábyrg hugsun er aldrei mikilvægari en einmitt á ögurstundu. Róbótar eru fyrirsjáalegir og gegna þröngu hlutverki við ákvarðanatöku.

Sigurður Þórðarson, 25.10.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband